Endurræsing á Men In Black: Smith ekki með

Til stendur að endurræsa kvikmyndabálkinn Men In Black. Ólíklegt er að Will Smith verði hluti af verkefninu.men in black

Smith lék í þremur Men In Black-myndum sem komu út við miklar vinsældir á árunum 1997 til 2012. Með í för var Tommy Lee Jones.

„Við erum að vinna í þessu á fullu,“ sagði Walter Parkes, framleiðandi hjá Sony við The Hollywood Reporter. Spurður hvort Smith myndi snúa aftur sagðist hann efast um það.

Eiginkona Parkes, Laurie MacDonald sem er einnig framleiðandi, bætti því við að um þríleik verður að ræða.

Upphaflega átti Men in Black 4 að koma út árið 2013. Skömmu síðar sagðist Smith ekki hafa áhuga á að leika í fjórðu myndinni. „Ég held að þrjár séu nóg fyrir mig,“ sagði hann.