Endasprettur Bíódaga hefst á morgun

Endaspretturinn er hafinn á Bíódögum Græna ljóssins í ár, en frá og með morgundeginum föstudeginum 30. apríl verða einungis 16 vinsælustu myndir hátíðarinnar sýndar. Einnig þá verður vinsælasta mynd hátíðarinnar hingað til, Crazy Heart, með Jeff Bridges í Óskarsverðlaunarullu, færð yfir í Háskólabíó og verður sýnd þar á öllum sýningartímum út hátíðina.

En 16 vinsælustu myndirnar eru þessar í stafrófsröð:

Crazy Heart
Das weisse Band – Eine deutsche Kindergeschichte
Fantastic Mr. Fox
Food, Inc.
Moon
Nowhere Boy
Rudo Y Cursi
The Imaginarium of Doctor Parnassus
The Last Station
The Living Matrix
The Messenger
Trash Humpers
Un Prophéte
Until the Light Takes Us
Videocracy
The Young Vicotira