Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Fersk mynd um uppvaxtarár Lennons
Nowhere Boy er eins konar heimildamynd um unglingsár John Lennon, hvernig hann varð tónlistmaður, kynntist bítlafélögunum og hvernig hann tókst á við vandamál lífsins.
Í upphafi myndarinnar sér maður John Lennon (Aaron Johnson) sem venjulegan ungling. Hann hlustar mikið á útvarp, skrópar í skólann, og vill verða alveg eins og Elvis Presley (ég varð frekar hissa á þessu).
Hann býr hjá Mimi (Kristin Scott Thomas) frænku sinni og manninum hennar, mamma hans skildi við hann sem barn. Það kemur í ljós í lok sögunnar hvers vegna. Hann eignast sinn fyrsta gítar í myndinni og ákveður að stofna hljómsveit og fylgist áhorfandi með í gegnum söguna hvernig hann endar í Bítlunum.
Þessi mynd var mjög áhugaverð, einna helst fyrir bítlaáhugamenn. Aðalleikarinn Aaron Johnson er aðeins tvítugur en er strax farinn að gera það gott í bransanum með myndum eins og Kick Ass. Hann leikur John Lennon vel og nær sérstaklega vel röddinni hans, en Johnson er bandaríkjamaður.
Myndin er ekkert að reyna að vera neitt annað en hún er og flýtur bara áfram með sögunni. Það eru engar tæknibrellur hér og maður veit hvernig sagan endar.
Mæli með þessari mynd fyrir Lennon aðdáendur, hún er fínasta afþreying og er unglingssaga Lennon sem fæstir þekkja mjög fersk.
Nowhere Boy er eins konar heimildamynd um unglingsár John Lennon, hvernig hann varð tónlistmaður, kynntist bítlafélögunum og hvernig hann tókst á við vandamál lífsins.
Í upphafi myndarinnar sér maður John Lennon (Aaron Johnson) sem venjulegan ungling. Hann hlustar mikið á útvarp, skrópar í skólann, og vill verða alveg eins og Elvis Presley (ég varð frekar hissa á þessu).
Hann býr hjá Mimi (Kristin Scott Thomas) frænku sinni og manninum hennar, mamma hans skildi við hann sem barn. Það kemur í ljós í lok sögunnar hvers vegna. Hann eignast sinn fyrsta gítar í myndinni og ákveður að stofna hljómsveit og fylgist áhorfandi með í gegnum söguna hvernig hann endar í Bítlunum.
Þessi mynd var mjög áhugaverð, einna helst fyrir bítlaáhugamenn. Aðalleikarinn Aaron Johnson er aðeins tvítugur en er strax farinn að gera það gott í bransanum með myndum eins og Kick Ass. Hann leikur John Lennon vel og nær sérstaklega vel röddinni hans, en Johnson er bandaríkjamaður.
Myndin er ekkert að reyna að vera neitt annað en hún er og flýtur bara áfram með sögunni. Það eru engar tæknibrellur hér og maður veit hvernig sagan endar.
Mæli með þessari mynd fyrir Lennon aðdáendur, hún er fínasta afþreying og er unglingssaga Lennon sem fæstir þekkja mjög fersk.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Útgefin:
28. október 2010