Náðu í appið

Nowhere Boy 2009

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 67
/100

Nowhere Boy er bresk mynd sem fjallar um æskuár Johns Lennon, eins frægasta tónlistarmanns allra tíma. Aaron Johnson fer með aðalhlutverkið, en auk hans leika Kristin Scott Thomas og David Morrissey stór hlutverk. Í myndinni fylgjumst við með John Lennon sem unglingi. Er hann lífsglaður táningur sem er forvitinn um lífið, skarpur og fyndinn, sem hjálpar honum... Lesa meira

Nowhere Boy er bresk mynd sem fjallar um æskuár Johns Lennon, eins frægasta tónlistarmanns allra tíma. Aaron Johnson fer með aðalhlutverkið, en auk hans leika Kristin Scott Thomas og David Morrissey stór hlutverk. Í myndinni fylgjumst við með John Lennon sem unglingi. Er hann lífsglaður táningur sem er forvitinn um lífið, skarpur og fyndinn, sem hjálpar honum að kljást við lífið í drungalegu umhverfi eftirstríðsáranna í Bretlandi, en á þessum tíma er Liverpool enn illa farin eftir loftárásir seinni heimsstyrjaldarinnar. Móðir hans, Julia, hafði eftirlátið systur sinni, Mimi að ala hann upp vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna, en nú berjast þær báðar um hylli hans á meðan allt sem hann vill er eðlileg fjölskylda. Þegar hann fer að sýna mikla tónlistarhæfileika kynnist hann Paul McCartney og líf hans tekur skyndilega nýja stefnu, en sannleikurinn um fortíð hans mun leiða til mikils harmleiks...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Fersk mynd um uppvaxtarár Lennons
Nowhere Boy er eins konar heimildamynd um unglingsár John Lennon, hvernig hann varð tónlistmaður, kynntist bítlafélögunum og hvernig hann tókst á við vandamál lífsins.

Í upphafi myndarinnar sér maður John Lennon (Aaron Johnson) sem venjulegan ungling. Hann hlustar mikið á útvarp, skrópar í skólann, og vill verða alveg eins og Elvis Presley (ég varð frekar hissa á þessu).
Hann býr hjá Mimi (Kristin Scott Thomas) frænku sinni og manninum hennar, mamma hans skildi við hann sem barn. Það kemur í ljós í lok sögunnar hvers vegna. Hann eignast sinn fyrsta gítar í myndinni og ákveður að stofna hljómsveit og fylgist áhorfandi með í gegnum söguna hvernig hann endar í Bítlunum.

Þessi mynd var mjög áhugaverð, einna helst fyrir bítlaáhugamenn. Aðalleikarinn Aaron Johnson er aðeins tvítugur en er strax farinn að gera það gott í bransanum með myndum eins og Kick Ass. Hann leikur John Lennon vel og nær sérstaklega vel röddinni hans, en Johnson er bandaríkjamaður.

Myndin er ekkert að reyna að vera neitt annað en hún er og flýtur bara áfram með sögunni. Það eru engar tæknibrellur hér og maður veit hvernig sagan endar.

Mæli með þessari mynd fyrir Lennon aðdáendur, hún er fínasta afþreying og er unglingssaga Lennon sem fæstir þekkja mjög fersk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn