DVD RÝNI – Börn & Foreldrar

Eftir langa bið fá íslendingar loks að bragða á svart-hvítu tvennunni hans
Ragnars Bragasonar á DVD. Hér er heldur engin týpísk íslensk „pylsuútgáfa“ (man
einhver eftir þeim?), heldur alvöru þriggja diska sett með báðum myndunum ásamt forvitnilegu aukaefni.

Þið gerið ykkur samt væntanlega grein fyrir því
að þetta er ekkert í líkingu við Nætur- eða Dagvaktina hans Ragnars, og ég bið
ykkur sem ekki hafa séð myndirnar um að hafa það í huga að myndirnar tvær eru
mjög þungar. Ekki að það sé neikvætt, vissulega.

Börn og Foreldrar settið
kemur í verslanir í dag (4. des).

Hér er smá rýni á
heildarpakkann.

DISKUR 1: Börn (7/10)

„Börn er
raunsæ og nokkuð átakanleg karakterstúdía, og góði hluturinn við hana er að hún
nær að fanga þennan eymdarlega, kalda raunveruleika sem að býr yfir okkar litlu
menningu og fjölskylduvandamálin eru þannig sett fram að maður trúir hverri
einustu senu.“

Lesa dóm hér. Skrolla neðst.

– YFIRLESTUR (Commentary) höfunda og
leikara:

Raggi og leikararnir eru helvíti hressir og líflegir út alla
myndina í þessari hljóðrás, sérstaklega Ólafur Darri. Fínasta commentary sem
gefur manni einnig auka dýpt varðandi myndina.

DISKUR 2: Foreldrar
(7/10)

„Foreldrar byggir sig upp og spilast út eiginlega
nákvæmlega eins og „forveri“ hennar. Þetta er samt örlítið betri mynd að mínu
mati. Ekki miklu betri, því Börn hafði fleiri áhrifaríkar senur yfir heildina.
En ég fíla þessa betur því hún flæðir betur. Húmorinn er einnig aðeins betri og
persónurnar áhugaverðari.“

„Samanlagðar eru Börn og Foreldrar prýðis
bíómyndir og pottþétt skref í réttu áttina fyrir íslenskt drama.“

Lesa
dóm hér.

– YFIRLESTUR (Commentary) höfunda og leikara:

Talsvert
síðri „yfirlestur“ heldur en á síðustu mynd. Aðstandendur hafa ýmislegt
athugavert að segja, en hlustunin verður pínu þreytt eftir smá
tíma.

DISKUR 3: Aukaefni.

Ég get sagt ykkur það strax í byrjun
áður en ég rýni í allt efnið að þetta er hiklaust flottasta og metnaðarfyllsta
íslenska DVD útgáfan til þessa. Aukaefnið er kannski ekkert í neitt
gríðarlegu magni, en það svalar allri forvitni gagnvart þeim sem hafa áhuga á
myndunum tveimur.

AF KLIPPIGÓLFINU (75 mín):

Heilar 75 mínútur
af ónotuðum senum. Næstum því heil auka bíómynd! En fyrir þá sem ekki vissu, þá
átti þetta upphaflega að vera ein mynd og sjást tengingarnar betur í sumum
atriðunum hérna.
Það eru nokkrar helvíti góðar senur þarna sem hefðu jafnvel
betrumbætt persónusköpunina í báðum myndunum, en mest megnis eru þetta frekar
tilgangslausar senur og maður skilur af hverju þær voru ekki notaðar.

Ef
þið ætlið að tékka á þessum klippum þá mæli ég frekar með að þið setjið
commentary rásina hans Ragga á.

VIÐTÖL VIÐ AÐSTANDENDUR (30
mín):

Ljómandi fróðleg viðtöl frá helstu leikurum og leikstjóranum. Hér
ræðir fólkið um allt í tengslum við myndirnar, frá persónusköpunar til
vinnuferilsins og viðbragða eftir frumsýningu.Skemmtilegt síðan að vita að
Ragnari datt í hug að gera þessar myndir eftir að hafa horft á alveg
afspyrnuleiðinlega – ónefnda – íslenska bíómynd.
Come on, Raggi! Segðu
okkur! – Mailaðu á kvikmyndir@kvikmyndir.is
😉

FLUGA Á VEGG (Behind the Scenes – 25 mín):

Hér sjáum við
ýmisleg brot á bakvið tjöldin. Sumt er merkilegra en annað, og skondið er að sjá
hvað Gunnar B. Guðmundsson (leikstjóri Astrópíu) sést miklu oftar heldur en
Raggi Braga. Annars er þetta voða „basic“ vídeó. Óþarfa langt reyndar.

Niðurstaða:

Gríðarlega flott vinna á bakvið þessa útgáfu. Myndirnar eru drullufínar og höfða e.t.v. vel til þeirra sem hafa áhuga á íslenskum kvikmyndum (ég er að tala við þig, Eysteinn!).