Dreamworks kaupir Kaftein Ofurbrók

Eftir mikil uppboð um réttindi á bókum Dav Pilkeys, eignuðu Dreamworks Animation sér réttinn á sögunum um Kaftein Ofurbrók(Captain Underpants). Dreamworks hefur lengi viljað réttindin á bókum Pilkeys- alveg síðan 1997, segir Bill Damaschke frá Dreamworks. Ein helsta ástæðan fyrir því er „[að] það er mikil stjórnleysisleg blanda af barna- og fullorðins húmor, og George og Harold eru frábærar hrekkjóttar persónur. Og okkur fannst að [þeir] dáleiða skólastjórann vera ein af þessum frábæru hugmyndum. Við erum öll miklir aðdáendur bókanna“

Alls hafa 8 bækur komið út og sú níunda er á leiðinni. Bækurnar fjalla um tvo unga hrekkjalóma, George og Harold, sem eyða frítíma sínum í að hrekkja aðra og skrifa myndasögur. Myndasögurnar þeirra fjalla um ofurhetjuna Kafteinn Ofurbrók, bestu ofurhetju sem grunnskólinn þeirra hefur séð. Þegar skólastjórinn þeirra, herra Krupp, hefur fengið nóg af þeim ákveður hann að dáleiða þá, en það misheppnast og þeim tekst að dáleiða hann til að verða sjálfur Kafteinn Ofurbrók.

Dreamworks Animation eru með mikið í vinnslu þessa daganna, má þá nefna How To Train Your Dragon 2, Mr. Peabody & Sherman, Me and My Shadow, Turbo, The Croods, Rise Of The Guardians, Madagascar 3 og fleiri. Nýjasta kvikmynd þeirra er Puss In Boots sem er væntanleg hérlendis þann 9. desember.