Martröð í eyðimörkinni

Kvikmyndin Don´t Worry Darling var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á dögunum og mættu stjörnur myndarinnar til sýningarinnar.

Eins og sjá má í meðfylgandi myndböndum neðar í fréttinni stilltu leikararnir sér upp á rauða dreglinum ásamt því að sigla á síkjum borgarinnar og veifa til aðdáenda.

Á góðri stundu í útópíunni.

Myndin er ráðgáta og spennutryllir og er leikstýrt af Olivia Wilde. Hún er jafnframt einn leikenda.

Söguþráður er þessi: Húsmóðir á sjötta áratug 20. aldarinnar sem býr með eiginmanni sínum í útópísku tilraunahverfi, fær á tilfinninguna að hið frábæra fyrirtæki eiginmannsins feli óþægileg leyndarmál.

Allir ungir og fallegir

Hér má lesa ítarlegri söguþráð: Ef það lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt eru líkur á að svo sé. Á sjötta áratugnum búa ung hjón, Alice og Jack Chambers, í útópísku tilraunasamfélagi. Allt fólkið er ungt og fallegt, konurnar vinna heima og stunda alls kyns tómstundir sem eru skipulagðar fyrir þær. Húsin eru falleg og búin öllum þægindum, bílarnir flottir og tískan líka. Meira að segja veðrið er óaðfinnanlegt – alla daga. Alice hefur samt vaxandi áhyggjur af því að ekki sé allt sem sýnist. Hvað eru eiginmennirnir að bralla á daginn? Í hverju felst vinna þeirra? Fleiri eiginkonur velta þessu sama fyrir sér. Alice fer að upplifa undarlega og hrollvekjandi hluti. Hún áttar sig ekki almennilega á því hvort þetta er að gerast í raun og veru eða hvort hana er að dreyma. Er hún föst í martröð? Er hún vakandi eða sofandi?

Don’t Worry Darling er dularfull spennumynd sem heldur áhorfandanum spenntum til síðustu
sekúndu.

Áhugaverðir punktar:

Leikstjóri myndarinnar, Olivia Wilde, leikur jafnframt í henni. Upphaflega ætlaði hún að leika aðalhlutverkið en snerist hugur eftir að hún sá Florence Pugh í Midsommar (2019) og bauð henni aðalhlutverkið.

Shia Labeauf var upphaflega ráðinn í hlutverkið sem Harry Styles leikur í myndinni en var látinn fara. Wilde staðhæfði að hann hefði verið erfiður á tökustað.

Helstu leikarar auk Wilde eru: Florence Pugh, Chris Pine, Harry Styles, Gemma Chan, Kate Berlant og Nick Kroll

Myndin verður frumsýnd á Íslandi 23. september nk.

Kíktu á myndböndin hér fyrir neðan: