Disney frá upphafi í glænýjum Bíóbæ

Í nýjasta þætti kvikmyndaþáttarins Bíóbæjar, sem er á dagskrá vikulega á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, fjalla þáttastjórnendur, þeir Árni Gestur og Gunnar Anton um flugmyndina Devotion, en þar má finna í aðalhlutverki sama leikara og í Top Gun: Maverick! Sem einnig er flugmynd.

Gunnar Anton.

Einnig fara stjórnendur í saumana á teiknimyndinni Strange World með feðgunum úr Day After Tomorrow! Þá gera þeir Árni og Gunnar sér lítið fyrir og tala um sögu Disney teiknimynda í fullri lengd.