Daniels sem Divergent þorpari

Dumb and Dumber leikarinn Jeff Daniels á í viðræðum um að leika aðal þorparann í síðustu tveimur myndunum úr Divergent seríunni: The Divergent Series: Allegiant: Part 1 og The Divergent Series: Allegiant: Part 2.

jeff daniels

Hlutverkið sem um ræðir er David, leiðtogi genavelferðarstofnunarinnar ( the Bureau of Genetic Welfare ).

Í Divergent skáldsögum Veronica Roth þá skapaði genavelferðarstofnunin flokksbrotakerfið sem stýrir samfélaginu í sögunum.

Af öðrum leikurum er það að segja að aðalleikonan Shailene Woodley snýr aftur sem og Theo James, en þau leika Tris og Four. Naomi Watts mun leika Evelyn.

Ekki er enn vitað hvenær tökur á þessum síðustu myndum hefjast.

The Divergent Series: Allegiant: Part 1 kemur í bíó 18. mars, 2016.

The Divergent Series: Allegiant: Part 2 kemur í bíó 24. mars, 2017.