Clarke verður Connor í Terminator

Game of Thrones leikkonan Emilia Clarke mun leika Sarah Connor í endurræsingunni á Terminator seríunni.

Thor: the Dark World leikstjórinn Alan Taylor leikstýrir.

emilia clarke

Ekkert hefur verið sagt um söguþráð myndarinnar, en það eina sem er vitað er að þetta verður fyrsta myndin af þremur í seríu, og að Arnold Schwarzenegger mun snúa aftur, en hann lék aðalhlutverkið í upprunalegu þremur myndunum.

Zero Dark Thirty leikarinn Jason Clarke á í viðræðum um að leika John Connor, son Sarah Connor.

Nú stendur einnig yfir leit að leikara í hlutverk Kyle Reese, sem Michael Biehn lék í upprunalegu myndinni , en þeir sem hafa verið nefndir sem líklegir í hlutverkið eru Garrett Hedlund, Nicholas Hoult og Boyd Holbrook.

Myndin verður frumsýnd 1. júlí, 2015.