Carell drungalegur í Foxcatcher

gaSlmrbLeikarinn Steve Carell er drungalegur í hlutverki milljarðamæringsins John du Pont á nýju plakati fyrir myndina Foxcatcher í leikstjórn Bennett Miller.

Í myndinni vingast du Pont við bræðurna og ólympísku glímukappana Mark, sem leikinn er af Channing Tatum, og David Schultz, sem leikinn er af Mark Ruffalo.

Schultz sér leið fyrir sig út úr skugganum sem hann er í af bróður sínum, fjölbragðaglímukappanum Dave, sem er enn frægari en Mark, og út úr fátækt, þegar hinn sérvitri auðmaður John du Pont, býður honum að flytja inn í stórhýsi sitt til að æfa fyrir ólympíuleikana í Seul árið 1988.

Du Pont þráir að fá viðurkenningu frá móður sinni, og byrjar að „þjálfa“ íþróttalið í heimsklassa, og í leiðinni tælir hann Mark til að taka upp hættulega ósiði, brýtur niður sjálfstraust hans og lætur hann leiðast inn í sjálfseyðandi hugsanir.

Carell hefur hingað til verið þekktur fyrir að leika geðþekka menn í hinum ýmsu gamanmyndum og sjónvarpsþáttum, en hlutverkið sem du Pont er það dramatískasta sem Carell hefur tekist á við hingað til.

Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og hefur hún fengið einróma lof gagnrýnenda. The Guardian gaf henni m.a. fimm stjörnur og eru margir innan geirans farnir að hallast að því að Carell komi til með að vera tilnefndur til Óskarsins fyrir hlutverk sitt í myndinni.