Bynes sakar lögreglumann um áreitni – myndband

Easy A og She´s The Man stjarnan Amanda Bynes, lenti í ógöngum á dögunum eftir að hún henti maríjúana glerpípu útum gluggann á íbúð sinni og var handtekin í kjölfarið, eins og við sögðum frá hér á síðunni í vikunni.

bynes

Málinu er ekki lokið og fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa verið duglegir að fylgja því eftir og birta allskonar myndir og tilvitnanir í leikkonuna, sem hefur síðustu misseri einkum verið þekkt fyrir óvenjulega háttsemi í daglega lífinu og furðulegar texta- og ljósmyndafærslur á Twitter.

Nú hefur Bynes sakað einn lögregluþjóninn sem handtók hana á fimmtudagskvöldið síðasta um kynferðislega áreitni og segir nú á Twitter síðu sinni: „Hann sló mig í klofið“.

Sömuleiðis segir hún á Twitter síðu sinni að málið varðandi glerpípuna sé allt á misskilningi byggt, og löggan hafi logið um að hún hafi hent pípunni út um gluggann.

Málið er amk. allt hið undarlegasta, og of langt mál að segja frá því í smáatriðum, en hér fyrir neðan má sjá myndband af Bynes þegar hún var leidd fyrir dómara eftir handtökuna á fimmtudaginn, en leikkonan er nú laus úr haldi lögreglunnar.

Stikk: