Bumblebee og Charlie ræðast við á nýju plakati

Nýtt plakat er komið út fyrir nýju Transformers hliðarkvikmyndina Bumblebee, sem kemur í bíó hér á Íslandi á annan í Jólum nk.

Myndin gerist árið 1987, þegar breyti-vélmennið Bumblebee, eða Býfluga, í lauslegri íslenskri snörun, leitar skjóls í ruslahaug í litlum strandbæ í Kaliforníu. Charlie, sem er að verða 18 ára gömul og leitar að sínum stað í heiminum, finnur þar hinn baráttulúna og bilaða Bumblebee. Þegar Charlie nær að blása lífi í fyrirbærið, þá kemst hún að því að þarna er enginn venjulegur gulur Volkswagen bíll á ferðinni.

Á plakatinu sjást þau Charlie og Bumblebee ræðast við á stjörnubjartri nótt í útjaðri borgarinnar.

Með helstu hlutverk fara Hailee Steinfeld, John Cena, Jorge Lendeborg Jr., Jason Drucker, Kenneth Choi, Gracie Dzienny, Rachel Crow og Pamela Adlon.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan: