Broken City stekkur á toppinn

Mark Wahlberg, Catherine Zeta-Jones, Russel Crowe og félagar í spennumyndinni Broken City gera sér lítið fyrir og hoppa alla leið á topp íslenska DVD / Blu-ray listans á sinni annarri viku á lista, en myndin fór beint í sjötta sætið þegar hún kom út.

Broken City crowe zeta-jones

Myndin segir frá borgarstjóra New York-borgar, Nicholas Hostetler sem biður fyrrverandi lögreglumanninn Billy Taggart um að fylgjast með eiginkonu sinni, Emily Barlow, sem hann grunar um framhjáhald.

Í öðru sæti listans er Denzel Washington í Flight, en sú mynd hefur setið á toppi listans síðustu tvær vikur. Í þriðja sæti er ný mynd, gamanmyndin This is 40 og í fjórða sæti eru Bruce Willis og Jai Courtney, sem leika feðga, í myndinni A Good Day to Die Hard.

Í fimmta sæti, einnig ný á lista, er uppvakninga-gamanmyndin Warm Bodies, með Nicolas Hault í hlutverki ástsjúks uppvaknings.

Á listanum þessa vikuna eru tvær nýjar myndir til viðbótar. Stallone og félagar fara grjótharðir beint í áttunda sæti listans í Bullet to the Head og gamall félagi Stallone, Dolph Lundgren, kemur færandi hendi í The Package, beint í 14. sætið.

Smelltu hér til að skoða væntanlegar myndir á DVD og Blu-ray 

Smelltu hér til að skoða DVD hluta mynda mánaðarins. 

Sjáðu lista 20 vinsælustu DVD og Blu-ray mynda á landinu hér fyrir neðan:

listi