Django vinsælastur á DVD og Blu-ray

Nýjasta mynd Quentin Tarantino, vestrinn Django Unchained rýkur beint á topp íslenska DVD/Blu-ray listans, á sinni fyrstu viku á lista, en myndin kom út á DVD og Blu-ray í síðustu viku.

django_jamie_foxx

Myndin gerist í suðurríkjum Bandaríkjanna skömmu áður en þrælastríðið braust út. Þýski læknirinn og mannaveiðarinn dr. King Schultz er á höttunum eftir hinum morðóðu Brittles-bræðrum þegar hann hittir þrælinn Django og fær hann til að aðstoða sig við leitina gegn loforði um frelsi. En samstarf þeirra er rétt að byrja .. Einnig koma við sögu tryggur húsþræll Candies, og Ace Woody, bardagaþjálfari í klúbbi Candies, Candyland.

Í öðru sæti listans er Schwarzenegger myndin nýja The Last Stand og stendur í stað á milli vikna, en í þriðja sæti, niður um tvö sæti, er danska dramað Jagten, með Mads Mikkelsen í aðalhlutverkinu.

Í fjórða sæti eru síðan frændur vorir Norðmenn með myndina Kon-Tiki, en hún fer niður um eitt sæti á milli vikna, og í fimmta sæti, upp um tvö sæti, er Ang Lee myndin Life of Pi. 

Sjáðu lista 20 vinsælustu mynda á DVD og Blu-ray hér fyrir neðan:

listinn