Þriðja vika Aulans á toppnum

Teiknimyndin Aulinn ég 2, eða Despicable Me 2, heldur áfram sigurgöngu sinni í íslenskum bíóhúsum, en myndin er nú þriðju vikuna í röð á toppi íslenska bíólistans.

aulinn ég 2

Myndin fjallar um Gru sem býr í alsælu í úthverfi stórborgar. Hann annast dætur sínar sem hann ættleiddi, þær Margo, Edith og Agatha. Hann hefur stöðugar áhyggjur af strákum, og háttar stelpurnar þegar þær fara að sofa. Síðan skyndilega hrekkur hann í gang þegar Lucy Wilde mætir á svæðið, úr andspyrnuhreyfingunni Anti-Villain League. Og eftir að þau berjast með sérhönnuðum vopnum sínum þá fer Gru til fundar við þennan andspyrnuhóp. Þar kemur í ljós að hópurinn þarfnast aðstoðar Gru við að ráða niðurlögum nýs illmennis. Gru er núna kominn aftur í gírinn, og þarf að hjálpa til við að bjarga heiminum.

Önnur vinsælasta myndin á Íslandi í dag er myndin sem Joseph Gordon-Levitt leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í, Don Jon, um klámfíkilinn Jon. Hún kemur ný beint í annað sætið. Í þriðja sætinu er önnur ný mynd, mynd Ben Affleck og Justin Timberlake, Runner, Runner. 

Fjórða vinsælasta myndin er framtíðartryllirinn Riddick með Vin Diesel, en hún fellur úr öðru sæti listans.

Í fimmta sæti er svo íslenska verðlaunamyndin Hross í oss, en myndin fékk verðlaun á San Sebastián hátíðinni nú um nýliðna helgi.

Ein önnur mynd er ný á listanum, myndin Welcome to the Punch. 

Sjáðu hér hvaða myndir eru í bíó á Íslandi í dag. 

Sjáðu hér hvaða myndir eru væntanlegar í bíó. 

Hér fyrir neðan er listi 21 vinsælustu myndanna á Íslandi í dag:

listinn