"Bómullarþoka" fyrir safnara

Margir eru á því að „The Fog“ eftir meistara John Carpenter er klassísk draugamynd en fáir hafa líklega búist við því að hasarmynda „fígúra“ yrði gerð eftir henni. En viti menn! Hún er mætt á svæðið.

Fog figure1

„Eruð þið reiðubúin fyrir einstaklega góða eftirlíkingu af einum mesta óvætti hryllingsmynda? Í það minnsta; eruð þið reiðubúin fyrir bómullartætlur sem ég hef raðað vandlega í pakkningu? Hvað um það; hasarmynda „fígúran“ úr „The Fog“ er mætt á svæðið“, segir í yfirlýsingu frá Death By Toys vefsíðunni.

Í yfirlýsingunni kemur fram að þessi hlutur er með því heimskulegra sem hefur verið framleitt í þessari línu fyrir safnara en ef marka má athugasemdir vefnotenda þá eru þó nokkrir sem ætla að splæsa í þetta. Hægt er að nálgast „The Fog: Action Figure“ á eBay fyrir 25 dollara stykkið. Svo má reikna með einhverjum sendingarkostnaði ofan á það.

Fog Figure2

Spurning hvort Nexus flytji þetta inn.