Blóðugur endir Hungurleika – Stikla

Framleiðslufyrirtækið Lionsgate hefur birt opinberlega nýjustu stikluna og þá síðustu, úr The Hunger Games: Mockingjay Part 2 sem frumsýnd var á Comic-con hátíðinni á dögunum.

hunger games

Þessi mynd er lokamyndin í seríunni, blóðugur endir á stríðinu á milli Panem ( og svæðunum 13 ) og the Capitol.

The Hunger Games myndirnar eru byggðar á bókum Suzanne Collins. Í stiklunni er þónokkuð mikið af spillum ( spoilers ) úr lokabókinni í bókaflokknum, og rétt að vara fólk við því sem á eftir að lesa bækurnar eða horfa á myndirnar.

Í myndinni verður blóði úthellt, fólk týnir lífi sínu og Katniss Everdeen ( Jennifer Lawrence ) berst til síðasta blóðdropa gegn hinum illa President Snow ( Donald Sutherland ).

The Hunger Games: Mockingjay Part 2 kemur í bíó 20. nóvember nk.