Bigelow tæklar Bin Laden aðgerðina

Nýjasta kvikmyndin eftir óskarsverðlaunahafanna Kathryn Bigelow og Marc Boal færist nær og nær og nú höfum við loks fengið fyrstu kitluna fyrir spennutryllirinn hennar sem ber nú heitið Zero Dark Thirty.

Myndin fjallar um leynilegu áformin og aðgerðina sjálfa um að staðsetja og gera út af við eftirlýstasta mann bandarísku leyniþjónustunnar, hryðjuverkaleiðtogan Osama bin Laden. Sérstaka athygli vekur að þessi útfærsla Bigelow á atburðunum fékk háleynilegan aðgang hjá forseta bandaríkjanna, Barack Obama, að gögnum tengdum aðgerðinni fyrir rannsóknarvinnu myndarinnar. hér fyrir neðan má sjá stikluna:

Myndin vakti upp spurningar fyrr á árinu um hvort hún væri í raun áróður fyrir endurframboð Obama þar sem myndin hlaut þennan sérstaka aðgang frá honum, efnistökin fjalla um eitt mesta afrek hans síðan hann var kosinn í embætti, og að myndin átti upphaflega að koma út í október, stuttu fyrir forsetakosningar bandaríkjanna í ár. Til að rétta af þessar ásakanir var myndin færð til desembermánaðar.

Miðað við stikluna virðist þetta vera spennuþrungin og mjög dramatísk endursögn á atburðunum og bíða eflaust margir spenntir eftir að sjá hvernig Bigelow tekst á við þennan blýþunga efnivið.

Er þessi stikla að gera sig eða sýnir hún of lítið? Og hvernig fannst þér óskarsverðlaunamynd Bigelow, The Hurt Locker?