Ben Stiller undirbýr kvikmynd á Íslandi

Eins og glöggir fréttalesendur hafa tekið eftir hafa íslenskir vefmiðlar setið um leikarann Ben Stiller frá því að hann birti mynd af tónlistarhúsinu Hörpu á Twitter síðu sinni í fyrradag. Nú greinir vísir.is frá því að Stiller sé hér til þess að undirbúa endurgerð kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty, sem hann mun leikstýra ásamt því að fara með titilhlutverkið.

The Secret Life of Walther Mitty segir frá starfsmanni bókaforlags sem notar ímyndunaraflið til að komast í gegn um leiðindi dagsins. Myndin kom út árið 1947 og hefur hún síðan öðlast þann sess að vera

ein af klassísku gamanmyndum eftirstríðsáranna, og var t.a.m. nr. 479 á lista tímaritsins Empire yfir 500 bestu myndir allra tíma. Endurgerðin hefur mallað í Hollywood súpunni í amk. 15 ár, og hafa allir frá Jim Carrey til Steven Spielberg sýnt myndinni áhuga. Hluti nýju myndarinnar er sagður gerast hérlendis, sem skýrir ferðalög Stillers. Framleiðslufyrirtækið True North þjónustar Stiller hér á landi, skv. vísi.

Mynd Stillers bætist í hóp nýlegra erlendra verkefna hér á landi, eins og Promethius eftir Ridley Scott og annari seríu af fantasíuþáttunum Game of Thrones. Jákvætt fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað að verkefni séu að beinast hingað aftur eftir hægari tíma, og spennandi verður að sjá lokaafurðina – eða hvað finnst ykkur?

Stikk: