Barnagæla eltir USB – Fyrstu myndir!

Fyrstu opinberu ljósmyndirnar úr mynd sem margir hafa beðið eftir, Kindergarten Cop 2, eru nú loksins komnar á netið, en myndin er væntanleg á næsta ári, beint á vídeó.

Barnagælan Arnold Schwarzenegger lék 


eftirminnilega aðalhlutverkið í fyrri myndinni, sem þénaði 200 milljónir Bandaríkjadala í bíó, en nú hefur annað ljúfmenni, Dolph Lundgren tekið við keflinu, en Lundgren er þekktastur fyrir að hafa leikið sovéskan andstæðing Rocky í Rocky 4, og í The Expendables myndunum, m.a. einmitt á móti Schwarzenegger.

Myndin fjallar um harðjaxl sem neyðist til að fara að vinna á laun sem barnaskólakennari. USB lykill er týndur og Lundgren þarf að finna hann áður en það verður of seint.

 

kindergarten lundgren 2 lundgren 3