Avengers-áhorf vikunnar (23.-29. apríl)

Ef markhópur Kvikmyndir.is fór ekki á eina allra stærstu mynd ársins núna um helgina (eða er að minnsta kosti ekki á leiðinni að sjá hana fljótlega) þá er alveg eins hægt að pakka áhugamálinu saman og kynna sér fleiri íþróttir í staðinn. Það gætu svosem verið einhverjar líkur á því að sumir hafi kynnt sér umtöluðu heimildarmyndina Bully. Ef svo er, þá ertu á réttum stað því til þess var Áhorf vikunnar skapað; svo fólk gæti látið stutt í sér heyra um hvað það sá.

The Avengers átti annars þessa helgi og var uppselt á langflestar sýningar. Við Evrópubúar vorum líka svo heppnir að fá myndina viku á undan Bandaríkjamönnum, en þeir eru enn að naga neglurnar af spenningi þangað til myndin kemur út á föstudaginn næsta.

Þið þekkið þetta öll (titill, einkunn og umsögn). Bónusstig fá þeir sem fóru oftar en einu sinni á Hefnendurna.

PS. Undirritaður gerði lista yfir bestu mómentin í myndinni (stútfullt af spyllum, að sjálfsögðu). Smellið hér til að kíkja á, en þá á eigin ábyrgð.