Arnold tjáir sig um The Last Stand

Arnold Schwarzenegger tjáir sig um hlutverk sitt í spennumyndinni The Last Stand við tímaritið Total Film.

„Þetta er eiginlega mynd um litla manninn, þótt það sé fyndið að kalla mig litla manninn, er það ekki?,“ sagði vöðvabúntið.

„Þetta er náungi sem er að fara að hætta störfum. Hann er með fáa starfsmenn og þeir eru bara krakkar. Lögreglustöðin er ekki viðbúin miklum áskorunum. Allt í einu ryðjast ilmenni inn í bæinn. Þau eru að reyna að koma einum helsta eiturlyfjabaróninum aftur til Mexíkó,“ sagði hann og hélt áfram: „Þetta eru náungar sem eiga að baki þjálfun í hernum og þeir eru tuttugu. Hlutirnir líta illa út og við höfum ekki hugmynd um hvernig við komumst úr þessari klemmu.“

The Last Stand kemur í bíó vestanhafs 25. janúar.