Afhverju er Tom Cruise eins skorinn í andliti í öllum myndum?

Stiklan úr nýju Tom Cruise myndinni Jack Reacher: Never Go Back hefst eftir einhver blóðug átök, að því er virðist. Reacher situr handjárnaður á matstað, og segir löggunni sem ætlar að taka hann höndum, hvernig hann ætlar að sleppa út, þó hann virðist langt í frá í góðri aðstöðu til þess.

cruise

En það sem er eftirtektarvert við þessa senu er andlitið á Cruise. Aðdáendur leikarans gætu þarna þá þegar hafa tekið eftir einhverju kunnuglegu: í atriðinu skartar leikarinn láréttum skurði á nefinu, og áverka á hægra kinnbeini – en þetta eru nákvæmlega sömu andlitsáverkar og persónur Cruise hafa verið með í mörg ár.

Það er Vulture vefsíðan sem greinir frá þessu, en sjón er sögu ríkari:

cruise-2

Hér er Cruise á hælum Jamie Foxx og með áverkana í myndinni Collateral

cruise-3

Hér er Cruise grátandi í myndinni Mission Impossible 3

cruise-4

Hér er Cruise einbeittur, skorinn í framan á Íslandi í Oblivion

cruise-5

Og hér er Cruise enn á ný með kunnuglega skurði í Mission Impossible – Rogue Nation ( Svipaðir áverkar eru einnig undir lok Mission Impossible 2 )

Eins og Vulture bendir á þá getur hér ekki verið um tilviljun að ræða. Þetta hlýtur að vera meðvitað og ástæðurnar gætu verið þessar:

Þetta er útlitslegt atriði:

Kvikmyndastjörnum er mjög annt um hvernig andlit þeirra birtast í bíómyndum. Ariana Grande vill til dæmis eingöngu vera mynduð á þeirri hlið sem hún telur vera meira aðlaðandi. Getur verið að Cruise sé búinn að finna nákvæmlega hvað fer honum best þegar kemur að áverkum í andliti?

Honum var dýft í ánna Styx sem barni

Í grískri goðafræði þá var guðinum Achilles dýft í ána Styx eftir fæðingu, sem gerði hann nær ódauðlegan, fyrir utan hælinn, sem haldið var í þegar honum var dýft í ána. Hélt mamma Cruise í andlit hans eftir fæðingu og dýfði honum með fæturna á undan ofan í Styx?

Skurðirnir eru fornar rúnaristur, sem senda leynileg skilaboð út í alheiminn

Líklega er þetta ráðgáta sem aldrei fæst svar við, en skurðirnir gefa Cruise óneitanlega nákvæmlega rétta viðkvæmnislega tóninn, sem hentar söguþræðinum á hverjum tíma og framvindu.