Topp(eða botn)listar eru alltaf ákaflega skemmtilegir. Það getur sagt svo margt um kvikmyndasmekk næsta manns bara með því að skoða listann hans yfir bestu – eða verstu – myndir ársins/áratugarins/allra tíma.
Eins og flestir vita þó, þá getur litla ísland dregist töluvert aftur úr hvað frumsýningar varða, sem þýðir að margar perlur (t.d. The Curious Case of Benjamin Button) koma ekki út fyrr en einhvern tímann á næsta ári.
Sjálfur hef ég alltaf neitað því að fara hefðbundnu íslensku leiðina með því að fara eftir frumsýningardögum landsins, frekar en framleiðsluári. Þótt að það þýði að ég þurfi að bíða aðeins lengur, þá verður bara að hafa það.
Það eru nokkrir efnilegir kandídatar sem ég hef ekki ennþá séð (þ.á.m. The Wrestler, Slumdog Millionaire, Milk, Frost/Nixon o.fl.), og ég ætla ekki að búa til topplista fyrr en ég kemst meira fyrir tilvonandi óskarsefnið.
Hins vegar er talsvert þægilegra að vinda sér beint út í verstu myndirnar, og listinn í ár er alveg einstaklega safaríkur. Ég efa að ég eigi eftir að sjá eins slæmar myndir á næstunni, svo ég er mjög öruggur með listann minn núna.
Fyrir ykkur sem ekki vita, þá eru botnlistar þannig settir upp að verstu myndirnar fara í númer 1, en ekki öfugt. Augjóst, ég veit, en mér skilst að þetta hafi ruglað marga.
Verstu myndir ársins 2008 að mínu mati eru eftirfarandi:
10. The Mummy: Tomb of the Dragon Emperor
– Mér fannst The Mummy Returns vera nógu slöpp. Þessi var ekkert skárri! Standard hasar í bland við standard tæknibrellur og svakalega vont handrit. Jet Li hefur sjaldan verið eins illa nýttur (og ég hef ekki enn gleymt myndinni The One).
9. Meet Dave
– Eddie Murphy… Hættu nú!! Maðurinn er one-note brandari og fyrir utan fyrstu tvær Shrek myndirnar hefur hann ekki gert neitt fyndið síðan Bowfinger. Það var ’99. Ái.
– Shrek og Donkey á sama lista. Gaman að því. The Love Guru er án efa stærsta safn af typpabröndurum sem ég hef séð lengi. Ég fíla klúran húmor, en hver einasti brandari í þessari mynd gargaði „hlæðu að mér!“
7. Brúðguminn
– Óvenjulegt val kannski, en ég skil ekki hvað í ósköpunum flestir íslendingar sjá svona gott við þessa mynd. Myndin er óbærilega hæg og hreint út sagt leiðinleg. Persónurnar eru svo svakalega óspennandi og stökk aldrei bros á mér einu sinni út alla myndina. Hilmir Snær hefur aldrei verið eins dauður í bíómynd.
6. Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull
– Í DVD hillunni minni situr gamli Indy-pakkinn sem geymir trilógíuna gömlu (ásamt bónusdisk), og þannig á það að vera! Ég hef gert mitt besta til að afneita tilvist þessarar myndar, en það gengur hægt. Indy 4 er kjánaleg bíómynd sem er svo ástfangin af sjálfri sér. Handritið er algjör tjara og Spielberg gerir fátt nýtt með fjórða eintakinu sem hann hefur ekki gert áður. Þessir tveir „nýju“ hlutir sem hann gerði voru heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þar hugsa ég um t.d. ákveðið geimskip og ískáp.
5. Saw V
– Bókstaflega meira af því sama. Með hverri mynd verður þessi Saw-sería verri og verri.
Saw V er á sjálfsstýringu frá upphafi til enda og pyntingaratriðin eru ferlega svæfandi.
– Leiðinleg, stefnulaus og óviljandi fyndin. Ótrúlegt að þetta skuli vera eftir sama mann og færði okkur The Sixth Sense og Unbreakable. Lady in the Water var ekki einu sinni SVONA slæm.
3. Prom Night
– PG-13 unglingahrollur sem hefur hvorki splatter né kurteisislega nekt, sem eru lykileinkenni slasher-mynda. Annars, fyrir utan það er þessi mynd bara heiladauð klisja frá A-Ö sem er alfarið laus við spennu og persónur sem sýna einhvern lit.
– Þetta er eins og að horfa á vont áramótaskaup. Brandararnir móta enn stærri ruslahrúgu því lengur sem þú horfir á myndina, en maður getur ekki slitið sig frá áhorfinu. Meet the Spartans er s.s. algjört svarthol af vondum húmor sem neitar að sleppa þér. Svo skilst mér að Disaster Movie sé verri… JE-SÚS!
1. 10,000 B.C.
– HRÆÐILEG mynd – Punktur! Ég finn ekki einn hlut við hana sem ég get eitthvað jákvætt sagt um. Maður mætti halda að þessi mynd sé svo léleg að það er hægt að hafa gaman að henni (eins og Commando). Neibb… Hún er bara óáhorfanlegt drasl sem er klárlega mesta sóunin á dýrmætri filmu í ár.
Ef að þið hafið einhverjar athugasemdir eða viljið jafnvel deila með mér ykkar verstu bíóupplifanir ársins, go for it! Mailið á tommi@kvikmyndir.is.

