Náðu í appið
Bönnuð innan 18 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Saw V 2008

(Saw 5)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. desember 2008

Nú fer allt púslið að smella saman

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 13% Critics
The Movies database einkunn 20
/100

Rannsóknarlögreglumaðurinn Mark Hoffman (Costas Mandylor) hefur verið á hælunum á Jigsaw í langan tíma, en nú er morðinginn hættulegi loks dáinn úr krabbameini sem hafði hrjáð hann um árabil. Hoffman fær þakkir frá lögregluyfirvöldum fyrir að hafa bjargað síðasta fórnarlambi morðingjans á síðustu stundu og svo virðist sem hryllingurinn sem fylgdi... Lesa meira

Rannsóknarlögreglumaðurinn Mark Hoffman (Costas Mandylor) hefur verið á hælunum á Jigsaw í langan tíma, en nú er morðinginn hættulegi loks dáinn úr krabbameini sem hafði hrjáð hann um árabil. Hoffman fær þakkir frá lögregluyfirvöldum fyrir að hafa bjargað síðasta fórnarlambi morðingjans á síðustu stundu og svo virðist sem hryllingurinn sem fylgdi Jigsaw sé loks að baki. Á sama tíma er alríkislögreglumaðurinn Peter Strahm (Scott Paterson) að rannsaka skuggalegan dauða dæmds morðingja, sem var sleppt úr fangelsi vegna tæknigalla. Hafði hann verið myrtur í flókinni gildru sem ber mörg merki Jigsaw. Því virðist sem svo að þó Jigsaw sé dáinn lifi arfleifð hans áfram. Þegar Strahm reynir að komast að því hver sé að halda áfram hinu skuggalega starfi sem Jigsaw hóf lendir hann fljótt í því að hann þarf sjálfur að fara að berjast fyrir lífi sínu.... minna

Aðalleikarar


Við Krissi héldum í hefðina og fórum á Saw 5 í bíó í gær. Við erum búnir að fara árlega en það hefur komið Saw mynd árin 2004, 2005, 2006, 2007 og nú 2008. Þær hafa vissulega verið misgóðar en gefa manni alltaf góðan skammt af hryllingi. Upphaflega hugmyndin var sú að Jigsaw, leikinn af Tobin Bell, setti fólk sem hafði að hans mati ekki lifað lífi sínu til fulls í gildru. Fólkið hafði alltaf möguleika á að lifa af ef það fór eftir leikreglum en það var ekki auðvelt. Fólkið dó oft í gildrunum en Jigsaw hélt því alltaf fram að hann hefði aldrei drepið neinn. Jigsaw dó í Saw 3 en í gegnum lærling sinn lifir hann áfram.

Saw V er betri en dómarnir um hana segja til um. Kannski er ástæðan sú að gagnrýnendur eru orðnir þreyttir á seríunni, ef svo er eru þeir ekki hæfir gagnrýnendur segi ég. Úr Saw V fær maður allt sem maður vill fá út úr Saw mynd, góðar gildrur, leyndarmál og frekari útskýringar. Ef maður hefur fylgst vel með þá skipta þessar útskýringar máli, þær skýra hvernig Jigsaw valdi fórnarlömb og aflaði upplýsinga um þau. Mér finnst lærlingurinn líka mjög góður og er til í Saw VI!

Það er áhugavert, en skv. Wikipedia er samtals budget fyrir allar 5 Saw myndirnar 36 milljón dollarar. Heildar tekjur fyrir allar myndirnar (í bíó) er í dag 655,6 milljónir dollara. Ekki slæmt það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hvernig verður næsta mynd?!?!?! Verður Jigsaw Zomb
Hvað er í gangi!?!?!?!Hversu glatað er þetta!!!! Okei, þessi mynd er hreynasta kjaftæði. Þessi mynd meikar ekkert sens og mun aldrei gera það. Þegar maður heyrir maður heyrir fólk tala um Saw í dag, þá heyrir maður bara um þessar ömurlegu pyntingar sem voru í framhaldsmyndunum (2,3,4 og þessi skítur). Þegar fólk talar um Saw núna, þá tala þau ekki um SAW. Þau eru ekki að tala um Saw, leikstýrð og skrifuð að James Wan og leikin(og skrifuð) af Leigh Whannel. Þau eru ekki að tala um þennan risa, flott og geðveika Twist (með stóru T-i) sem sló þig í framan. Þessi "mynd" er ekki Saw. Þetta er EITTHVAÐ, með Jigsaw og pyntingum.

Það sem pirraði mig við þessa mynd voru persónurnar, söguþráðurinn og allt sem var í gangi. Þetta er eins og Saw 4.5. Allt sem er í myndinni er búið að gerast áður, meira segja "twist-ið" í myndinni var eitthvað sem maður vissi. Þessi mynd var illa leikinn, meira segja dálítið gervileg. Margar spurningar í myndinni sem var ekki svarað. ÞAÐ MÁ EKKI. Myndin var tilgangslaus á allan hátt og ég held meira segja að það var ekkert mikið verið að taka upp. Því að mikið af þessu var líka bara bútar úr hinum myndunum sem hjálpuðu ekki neitt. Ég var að skoða inná imdb.com að það er verið að taka upp Saw 6. Og tagline-ið er : Gam Over. Maðurinn sem mun leikstýra myndina, klippti allar Saw myndirnar og hefur leikstýrt stuttmynd sem fóru ekki neitt.

Engar stjörnur fyrir þetta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bull og vitleysa!!!
Ja, hérna. Hverjum hefði dottið það í hug að Saw myndi spanna af sér 4 framhaldsmyndir? Well, ekki ég. Og það á víst að vera 5 á leiðinni(Oh my, the horror).

Eftir “sjokkerandi“ endalokin í Saw 4, komumst við að nýjum niðurstöðum. Amanda er dáin(synd, hún var falleg), Jigsaw er dáinn, en samt heldur leikurinn áfram. Hvernig? Hann er kominn með nýjan lærling.

Peter Strahm er lögreglumaður sem er á kafi í Jigsaw málinu, og ætlar hann sér að ná að stöðva Jigsaw fyrir fullt og allt. En spurningin er, nær hann að stöðva hann eða mun Jigsaw halda verki sínu áfam haldandi?

Saw var eins og ferskur blær fyrir hrollvekjuaðdáandann. Hún einblíndi á virkilega drungalegt andrúmsloft, karakterum sem maður fann samúð með og endir sem kom manni alveg í opna skjöldu. Og atriðum sem gáfu manni gæsahúð þegar maður sá þau fyrst.

En þessi undanförnu framhöld af Saw hafa mest einblínt á bara sem mestan viðbjóð sem hægt er að bjóða upp á, og reyna alltaf að toppa sig með hverri mynd. Og Saw 5 er örugglega hvað mest gory af þeim öllum. Þær gildur sem þessir leikstjórar geta komið upp með, þvílíkt og annað eins.


En ég segi bara þetta: Ef þið viljið fara á alvöru bíó, ekki fara á þessa. Hún er engan veginn þess virði. En ef þið eruð fyrir pyntingar og að sjá fólk missandi líkamsparta og drepast á eins viðbjóslegastan hátt og hægt er, þá ætti Saw 5 að henta þér.

Mín niðurstaða: Framleiðendurnir ættu að hætta framleiðslu á þessum myndum áður en þetta fer út í meira rugl en það er nú þegar komið í.

1/10 í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nú er þetta alvarlega farið að þynnast...
Hingað til hefur mér líkað við allar Saw myndirnar en fimmta myndin er svo bara ekkert sérstaklega góð. Hún er talsvert ruglingsleg og þreytandi og pyntingaratriðin eru fá og heldur lame aldrei þessu vant. Saw 5 rifjar upp á köflum hinar fjórar en maður áttar sig ekki alltaf á hverja er verið að vitna í sem er heldur óþægilegt. Jigsaw dó í þriðju myndinni en í öllum þessum flashback-um á hann stórt hlutverk í þessari, ég náði nokkrum köflum sem vísuðu í fyrstu myndina og ég kannaðist líka við atriði úr annarri myndinni þegar Jigsaw var fjarstaddur en annars ekki gott að segja. Ég ítreka það að pyntingaratriðin eru slöpp hér og varð ég fyrir vonbrigðum með það og jafnvel eiga þau eftir að verða ennþá lakari í Saw 6 eða Saw 7 ef út í það er farið. Saw 5 er samt ekkert algjört stórslys, hún er þrátt fyrir allt alveg hæfileg til áhorfs, gaurinn sem leikur Jigsaw(af hverju gleymi ég alltaf hvað hann heitir?) er nokkuð góður og ætti að mínu mati að eiga skilið að fá að spreyta sig meira því hann á alveg talsverða möguleika. En þetta er samt allra lakasta myndin í Saw seríunni og fær ekki meira en 5/10 í einkunn eða eina og hálfa stjörnu. Kemst þó mjög nálægt meðallagi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pynting er viðeigandi orð
Djöfull bjóst ég ekki við því þegar ég sá fyrstu Saw-myndina að fjórum árum síðar ætti ég eftir að bera augum á fimmta (!) eintakið í þessari öfgakenndu seríu. Fyrsta Saw-myndin virkar enn sem einstæður og ákaflega vel uppsettur þriller. Ótrúlegt en satt, þá hafði sú mynd ýmsa góða punkta fram að færa varðandi siðferði og lífsgildi. Framhaldsmyndirnar hafa fylgt á eftir sem slæmt afrit á forvera sínum, þar sem að hver mynd reynist ögn slakari en sú á undan. Ég bæti því við að fyrsta myndin var sú eina af þeim öllum sem að hafði nokkurn vott af húmor í þokkabót, sem hinar gera svo sannarlega ekki.

Svipað og Saw II, III og IV (og hvað er málið með rómversku tölurnar? Rosa snobbað), þá helst fimmta myndin engan veginn á floti sem stök heild. Myndin reiðir sig fullmikið á upplýsingar og viðburði úr fyrri myndunum, sem gerir hana voða ruglingslega á köflum. Það var a.m.k. þannig í mínu tilfelli en ég sá heldur enga ástæðu til að kynna mér fjórðu myndina aftur áður en ég sá þessa. Giskið af hverju.

Ég man hvernig fyrsta Saw myndin náði að koma manni á óvart með óvæntum fléttum og stefnum. Núna eru "plot twist-arnir" auðséðir og er nánast hægt að bóka það frá fyrsta ramma að plottið muni taka "óvæntar" stefnur þegar að lengra líður á.
En sá ég fyrir mér hvað myndi ske? Reyndar ekki, en var mér sama? Guð, já.

Atburðarásin í Saw V er voða standard eftirherma af hinum myndunum (fólk finnur sig í lífshættulegum aðstæðum, margir öskra og rífast, flashback-senur í tonnatali o.fl. o.fl.), og leikstjórinn David Hackl gerir ekkert ferskt eða nýtt með efniviðinn, sem maður myndi venjulega eiga von á þegar að nýr leikstjóri sest að í kvikmyndaseríu. Hann apar bara eftir stílbrögðunum sem að Darren Lynn Bousman (Saw II, III og IV) stal upphaflega frá James Wan (Saw). Metnaður, ha?
Pyntingaratriðin eru síðan gerð til að sjokkera, en nú er maður heldur betur farinn að geispa yfir þeim. Slíkt er ekki gott þegar um "torture porn" mynd er að ræða.

Ef að þú ert grjótharður Saw-aðdáandi og bíður spenntur eftir áframhaldinu (*fliss), þá mun þessi ekki valda vonbrigðum. Samt, ef að þú ert þessi týpa, þá þarf mjög lítið til að heilla þig, kvikmyndalega séð.

3/10 - Jeminn!


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn