Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Love Guru 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. júlí 2008

His Karma is Huge

87 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 13% Critics
The Movies database einkunn 24
/100

Myndin segir sögu Pitka. Hann flytur til Bandaríkjanna til að leita fjár og frægðar í sjálfshjálpar- og andlega geiranum. Það reynir heldur en ekki á óhefðbundnar aðferðir hans þegar hann þarf að lægja öldurnar á milli þeirra Darren Roanoke, atvinnuísknattleiksspilara, og eiginkonu hans í erfiðu rifrildi sem verður þess valdandi að Darren spilar mjög... Lesa meira

Myndin segir sögu Pitka. Hann flytur til Bandaríkjanna til að leita fjár og frægðar í sjálfshjálpar- og andlega geiranum. Það reynir heldur en ekki á óhefðbundnar aðferðir hans þegar hann þarf að lægja öldurnar á milli þeirra Darren Roanoke, atvinnuísknattleiksspilara, og eiginkonu hans í erfiðu rifrildi sem verður þess valdandi að Darren spilar mjög illa. Pitka verður að ná að koma þeim aftur saman og koma Darren aftur í sitt besta stand svo lið hans geti unnið Stanley bikarinn í fyrsta sinn í fyrsta sinn í 40 ár. ... minna

Aðalleikarar

0
þetta er versta mynd sem ég hef séð af þeim þúsdundum titla sem maður hefur sé yfir æfinna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Æ, Mike! Hættu nú alveg...
Skondið, að venjulega þegar ég heyrði minnst á orðin Love Guru, þá ímyndaði ég mér alltaf feitan, óþolandi íslenskan "söngvara" sem að virtist alltaf vera með auga fyrir stelpum undir lögaldri. Núna (og sennilega framvegis), hins vegar, þá kemur þessi mynd ávallt upp í hugann; Ófyndin, metnaðarlaus amerísk þvæla sem er sömuleiðis stærsta samansafn af kynfærabröndurum sem ég hef á ævi minni séð!

Í alvörunni, hversu mörgum typpabröndurum geturðu komið fyrir á 80 mínútum!? Myndin greinilega lítur á þetta sem villta áskorun. Að segja að The Love Guru sé að flestu leyti barnaleg væri heldur væg lýsing, en það þýðir samt ekki að ég hafi hatað myndina. Ég skil af hverju myndin er hötuð, en persónulega hef ég séð það mun verra. Að mínu mati, ef að gamanmynd er hátt í hötunarverð, þá þarf hún að vekja heilmikinn aulahroll (eins og Meet the Spartans t.d.). Meðan að mér þótti þessi mynd ekki vitund fyndin, þá var hún samt skárri heldur en margt af svipuðu tagi. Það breytir því samt ekki að hún er alveg ofboðslega leiðinleg.

Mike Myers er einhver mistækasti grínisti sinnar kynslóðar. Hápunktar hans eru vafalaust í Wayne's World-myndunum og fyrstu tveimur Shrek-ævintýrunum. Einhvers staðar þarna á milli þeirra og The Love Guru koma Austin Powers-myndirnar, sem virkuðu mjög takmarkað á mig (er virkilega það fyndið að heyra mann með ljótar tennur segja endalaust orðið "baby!"?). Þessi mynd gerir annars það sama fyrir Myers það sem The Master of Disguise gerði fyrir félaga hans, Dana Carvey (nema hann átti aaaaðeins harðara fall). Hún semsagt lækkar standardinn hans allverulega, og ég stórefa að það sé eitthvað að fara að gerast að maður gæti orðið e-ð spenntur fyrir Mike Myers-mynd á næstunni. Gleymum heldur ekki hvað The Cat in the Hat fór illa með hann....

Ég veit annars ekki hvort mér þykir það skondið eða sorglegt að sjá Justin Timberlake í myndinni. Hann er nefnilega ekkert fyndinn, en það hann er samt lúmskt skemmtilegur, þá bara því hann nýtur sín meira en allir aðrir leikarar myndarinnar og maður sér að hann hafi skemmt sér betur. Nafnið á persónu hans - Jaques "Le Coq" Grande - undirstrikar líka það sem ég sagði áður, að það væru typpatilvísanir ALLS STAÐAR í myndinni.

Þessi mynd er samt gríðarleg sóun á tíma, og ef viðkomandi leitar nógu vel, þá ætti ekki að vera erfitt að finna betra val á gamanmynd heldur en þetta (Wayne's World, kannski?). Það er kannski smá séns á því að 10-14 ára krakkalingar munu fíla hana, en þá bara ef að þeim er skemmt auðveldlega.

4/10

Hverjum dytti það í hug að "Sir" (!) Ben Kingsley myndi gera sjálfum sér það að leika rangeygðan hindúa munk sem prumpar öðru hvoru!? Ég er nefnilega ekki frá því að sá maður komi hvað verst út úr þessari mynd hvað orðstír varðar... Bömmer!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.08.2011

Austin Powers 4 á leiðinni?

Þónokkuð er umliðið síðan síðast fréttist af hugsanlegri fjórðu Austin Powers myndinni, HitFix segir nú frá því að Mike Myers sé búinn að skrifa undir samning um að leika í fjórðu myndinni. Árið 2008 var sag...

27.11.2009

Tían: Stórstjörnur gerðar að fíflum

Enn einn föstudagurinn, sem þýðir enn einn Tíu-listinn, og enn og aftur kem ég með lista sem fer ekki eftir neinni sérstakri röð. Lofa að breyta því næst.Skemmtilegt nokk. Þetta er fyrsta skiptið þar sem ég bý til...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn