Náðu í appið
Öllum leyfð

Meet the Spartans 2008

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. febrúar 2008

84 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 2% Critics
Rotten tomatoes einkunn 25% Audience
The Movies database einkunn 9
/100

... Lesa meira

Háðsdeila á myndina 300. Spartverjar verja borgina sína gegn árásum Persa með gamansömum afleiðingum. Á meðal annarra mynda og þátta sem Meet the Spartans gerir grín að eru Transformers, Spiderman 3, American Idol, Ugly Betty, America´s Next Top Model, Heroes, Rocky og Shrek 3. Myndin sló í gegn í miðasölu og halaði inn meira en 18 milljónir dala fyrstu sýningarhelgina.... minna

Aðalleikarar

Handrit

"Afsakið á meðan ég æli"
Héðan í frá geta menn gleymt því að kalla Uwe Boll og Ed Wood verstu leikstjóra allra tíma því Jason Friedberg og Aaron Seltzer eiga svo sannarlega heiðurinn, enda tveir fábjánar sem kunna ábyggilega ekki einu sinni að kveikja á kameru. Þetta er núna þriðja myndin sem þeir gera saman, og hvernig stúdíóin nenna að eyða dýrmætum seðlum í gubbið sem þeir búa til mun ég ALDREI skilja.

Ef að þetta á að kallast húmor, þá heiti ég Gilitrutt! Þetta er ekki einu sinni fjarskyldur frændi húmors. Meet the Spartans er álíka fyndin og PETA vídeóin sem sýna hvað gert er við dýrin áður en þau verða að máltíðum. Það er bara ekki hægt að segja meira um myndina og menn geta grandskoðað þessi ósköp að vild, það er gjörsamlega ómögulegt að finna eitthvað jákvætt við hana.

Ég fórnaði mínu lífi til að sjá þessa mynd svo ég gæti varað ykkur við (dýrlingurinn ég!), og þið verðið að treysta mér þegar ég segi að það er óhollt fyrir heilsuna ykkar að horfa á hana. Maður verður bara pirraður, fúll, leiður og bitur eftir þessar 80 mínútur, og það er nokkuð mikið afrek. Sérstaklega miðað við það að grínmyndir eiga að hafa öfug áhrif.

1/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Þvílík sóun
Meet The Spartans er ALLS! ekki fyndin mynd!.Ég sá sýnishornið.Það var ágætt.Ég hélt að þessi mynd væri bara mjög fyndin en.... Þetta er mesti hryllingur sem þú getur ímyndað þér!!!!!!!.Aulahúmor.Þetta er svona fyndið fyrir 6 7 8 9 ára krakka.En þetta er ein sú versta bara hér á Íslandi.Ömurlegur húmor og sóun á pening.En það er eitt gott comennt við þessa mynd.Maður brosti nú kannski einu sinni þarna í byrjunini.En hún fær 1/10 hjá mér sko.ÉG mæli ekki með þessari.Þú ert að búast við Epic Movie eða Date Movie.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

29.07.2017

Verstu leikstjórar aldarinnar

Eftir að gagnrýni-vefsíðan Metacritic, sem safnar saman gagnrýni héðan og þaðan og býr til vegið meðaltal, útnefndi Alfonso Cuarón sem besta leikstjóra 21. aldarinnar, þá hefur síðan nú gengið skrefinu lengra, og...

25.11.2016

Mad Shelia er kínversk Mad Max

Mad Max: Fury Road eftir George Miller sló í gegn bæði hjá áhorfendum og gagnrýnendum á síðasta ári, enda var útlit hennar einstakt og stemmningin í myndinni áleitin og spennandi.  Það var því aðeins tímaspursmál ...

22.02.2011

TÍAN: Bíóárið 2010!

Betra seint en of seint. Mér hefur alltaf fundist þægilegra að gera topplista yfir bestu myndir ársins sem var að líða í kringum febrúar-mars í staðinn fyrir áramótin eins og flestir gera. Það fylgir því bara að búa ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn