Náðu í appið
Bönnuð innan 9 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Starving Games 2013

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 8. nóvember 2013

All the Laughs... Half the Calories.

83 MÍNEnska

Í þessari grínútgáfu af The Hunger Games myndunum, þá þarf Kantmiss Evershot að berjast fyrir lífi sínu í 75. árlegu Sultarleikunum, Starving Games, þar sem hún getur einnig unnið gamla skinku, inneignarmiða fyrir stóra langloku og hálfétna súra gúrku. Kantmiss Evershot er ung kona sem býr með yngri systur sinni og móður í tólftu sýslu framtíðarríkis... Lesa meira

Í þessari grínútgáfu af The Hunger Games myndunum, þá þarf Kantmiss Evershot að berjast fyrir lífi sínu í 75. árlegu Sultarleikunum, Starving Games, þar sem hún getur einnig unnið gamla skinku, inneignarmiða fyrir stóra langloku og hálfétna súra gúrku. Kantmiss Evershot er ung kona sem býr með yngri systur sinni og móður í tólftu sýslu framtíðarríkis þar sem Snjóbolti konungur ræður ríkjum. Framundan er hinn árlegi Hungursneyðarleikur, sem gengur út á það að hverri sýslu er gert að senda tvo þátttakendur í banvænan eltingarleik sem aðeins einn mun lifa af. Að þessu sinni kemur það í hlut systur Kantmissar að taka þátt í leikunum, þeim báðum til skelfingar. Af einskæru hugrekki ákveður Kantmiss að bjóða sjálfa sig fram í stað systur sinnar en í hlutverk hins þáttakandans verður fyrir valinu strákur sem hún hefur augastað á, Peter Malarky. Hann reynist þó ekki við eina fjölina felldur þegar ástarmálin eru annars vegar. En hvað með það, leikurinn hefst og þeir sem lifa fyrstu fimm mínúturnar af eiga langa leið fyrir höndum ...... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.11.2016

Mad Shelia er kínversk Mad Max

Mad Max: Fury Road eftir George Miller sló í gegn bæði hjá áhorfendum og gagnrýnendum á síðasta ári, enda var útlit hennar einstakt og stemmningin í myndinni áleitin og spennandi.  Það var því aðeins tímaspursmál ...

05.11.2013

Sultarleikarnir gera grín að Hunger Games

Frumsýning The Hunger Games Catching Fire er nú handan við hornið, og bíða margir spenntir eftir að sjá myndina, sem er framhald myndarinnar The Hunger Games frá því á síðasta ári. Færri vita um myndina The Star...

05.11.2013

Anaconda og króksi saman í mynd

Lake Placid  og Anaconda kvikmyndaseríurnar munu brátt renna saman í eitt í myndinni Lake Placid Vs. Anaconda. Tökur hefjast í desember í Búlgaríu. Óvíst er hver skrifar handrit, leikstýrir eða leikur aðalhlutverk í...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn