Thunder og Sarah Marshall vinsælastar á Íslandi

 Myndirnar Tropic Thunder og Forgetting Sarah Marshall fóru beint á toppinn á Íslandi fyrir nýliðna helgi í kvikmyndahúsum og viku á videoleigum. Tropic Thunder skartar einvalaliði leikara og var frumsýnd á miðvikudaginn síðasta á Íslandi. Aðrar myndir sem voru frumsýndar á svipuðum tíma voru hin íslenska Sveitabrúðkaup (3.sæti) og dansmyndin Make It Happen (5.sæti).

Forgetting Sarah Marshall kom út á DVD fyrir tveimur vikum síðan, en tekst að ríghalda í efsta sætið aðra vikuna í röð. Um er að ræða gamanmynd sem hlaut mjög góða dóma og er af mörgum talin ein besta gamanmynd ársins. Íslenska myndin Stóra planið er í 2.sæti, en hún hefur verið tæpan mánuð á videoleigum Íslendinga. In Bruges (7.sæti), Meet the Spartans (10.sæti), Walk Hard (14.sæti) og The Ruins (19.sæti) koma nýjar inná listann.

Smelltu hér til að sjá lista yfir vinsælustu myndirnar í bíó og á videoleigum  á Íslandi