Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)
Þetta plakat er Jim Morrison grín en myndin er öll Johnny Cash. Reyndar má segja að hún sé meira að gera grín að myndinni Walk The Line heldur en Cash sjálfum. Myndin er bókstaflega með sama söguþráð en sú mynd. Ég var með litlar væntingar en hún er miklu betri og fyndnari en ég bjóst við. John C. Reilly er mjög fyndinn náungi, það er enginn betri í að vera misheppnaður kúlisti en hann. Það þekkja kannski fáir leikstjórann Jake Kasdan en hann leikstýrði 5 Freaks and Geeks þáttum og snilldar mynd sem heitir Zero Effect. Note to self - þarf að sjá hana aftur. Til að krydda blönduna þá skrifar Judd Apatow handritið með Kasdan og með framleiðir. Í pínu eðal aukahlutverkum eru svo Jonah Hill, Paul Rudd og Justin Long.
Þessi mynd er eðal afþreying á virkum degi. Það eru þónokkrir öruggir hlátrar en kannski ekki þannig að maður veltist um. Húmorinn er mjög silly, Reilly t.d. leikur sjálfan sig 14 ára og sjötugan án þessa að breyta neinu nema hárinu. Horfið á trailerinn, ef þið hlæjið, sjáið myndina.
"The wrong kid died, the wrong kid died... "
Tengdar fréttir
05.03.2021
Heillaðist ungur af Halastjörnu í Múmínlandi