Bad Teacher
Bönnuð innan 14 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir
Myndin vísar til eða sýnir notkun vímuefna
Í myndinni er ljótt orðbragð
Gamanmynd

Bad Teacher 2011

Frumsýnd: 22. júní 2011

She doesn't give an F...

5.7 181,167 atkv.Rotten tomatoes einkunn 45% Critics 6/10
92 MÍN

Sumum kennurum er bara alveg sama. Ein af þeim er Elizabeth. Hún er orðljót, óforskömmuð og óviðeigandi fyrir allan peninginn. Á skólatíma dettur hún í það eða reykir gras og bíður þess eins að finna ríkan mann svo hún geti hætt í því sem henni finnst vera skítavinna. Eftir að unnusti hennar lætur hana róa ákveður hún að einbeita sér að fullu... Lesa meira

Sumum kennurum er bara alveg sama. Ein af þeim er Elizabeth. Hún er orðljót, óforskömmuð og óviðeigandi fyrir allan peninginn. Á skólatíma dettur hún í það eða reykir gras og bíður þess eins að finna ríkan mann svo hún geti hætt í því sem henni finnst vera skítavinna. Eftir að unnusti hennar lætur hana róa ákveður hún að einbeita sér að fullu að því að finna sér ríkan, myndarlegan mann – en svo heppilega vill til að einn slíkur að nafni Scott er nýbyrjaður að kenna við skólann. Helsti keppinautar hennar eru annar kennari, Amy og hugmyndin um fyrrverandi kærustu Scott, sem var í meira lagi brjóstgóð. Til að afla fjár fyrir brjóstaaðgerð (en þannig telur hún sig líklegri til að vinna hylli Scott) þarf versti kennari skólans að fá nemendur sína til að ná hæstu einkunnunum í skólanum. A uk þess þarf hún að losna við óþolandi leikfimikennarann Russell, keppinautinn A my og sína eigin vondu siði. Skólinn er settur.... minna

Aðalleikarar

Cameron Diaz

Elizabeth Halsey

Jason Segel

Russell Gettis

Justin Timberlake

Scott Delacorte

Lucy Punch

Amy Squirrel

Phyllis Smith

Lynn Davies

John Michael Higgins

Principal Wally Snur

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Grá gamanmynd sem vill vera svört
(ATH. Nokkrir helstu gallar myndarinnar koma ákveðnum "spoilerum" við, ef spoilera skyldi kalla. Myndin fer að vísu engar leiðir sem við vitum ekki af, en til öryggis vildi ég henda þessari viðvörun upp)

Það er nokkuð gaman að sjá hátt í fertuga Cameron Diaz gera eitthvað sem maður sér ekki stórstjörnur gera oft, með því að taka að sér vafasamt aðalhlutverk þar sem hryllilega erfitt er að líka við persónuna. Hún sýnir dekkri hlið að sér og beitir kynþokkanum vel, eða allavega það sem eftir er af honum. Persónulega hefur mér ekki fundist hún heit í meira en 10 ár (það er eitthvað við Jóker-brosið hennar sem fælir mig burt), en það kemur myndinni svosem ekkert við. Hún fær annars góða hjálp frá skrautlegum aukaleikurum, og sumir þeirra eru jafnvel skemmtilegri en hún. Það sem dregur myndina almennt niður er hins vegar ófrumlegt, að megni til ófyndið handrit sem kemur aldrei nokkurn tímann á óvart og hræðsla við það að ganga fulllangt yfir strikið, eins og þessi mynd hefði átt að gera.

Bad Teacher fer meira eða minna eftir skráðum reglum og hefðum og það er í sjálfu sér leiðinleg tilhugsun þótt hún tapi aldrei þokkalega afþreyingargildi sínu. Hún reynir að sýna smá tennur en er hvorki nógu djörf né kvikindislega fyndin þegar uppi er staðið. Hún er stundum fyndin, stundum villt en ekki nógu mikið til að vera minnisstæð. Úrlausn sögunnar er ekkert sérstaklega fullnægjandi heldur og mér finnst alveg vanta trúverðuga persónuþróun hjá Diaz. Ég hafði gaman af því að horfa á hana en mér leið eins og handritið hafi ekki þorað að gera hana nógu slæma. Þetta er nú einu sinni svört kómedía og miðað við titilinn býst maður ekki við öðru (lítið bara á Bad Santa og Bad Lieutenant og sjáið hvað þær gáfu okkur).

Mér á ekki að þurfa að líka vel við persónu til að ég fíli hana. Ég sá Diaz aldrei sem annað en sjálfselskt fífl en satt að segja varð ég fyrir vonbrigðum með þá litlu, klisjukenndu breytingu sem hún fékk. Ekki bara vegna þess að hún virkar ekki, heldur er slík breyting nákvæmlega það sem áhorfandinn á von á. Ég skal gefa handritinu smá hrós fyrir að mýkja karakterinn ekki á þann ameríska hátt sem við erum vön, en engu að síður tíðkast breytingin svo seint inn í myndina að hún verður ennþá tilgerðarlegri. Þeir hefðu frekar bara átt að fara með persónuna í svipaða eða sömu átt og í Bad Santa. Það hefði verið e.t.v. ferskara.

Hefði samt Diaz hirt mestu athyglina ein hefði ég ekki verið miklu neikvæðari á heildarniðurstöðuna. Ég get ekki undirstrikað það nógu vel hvað aukaleikararnir gera mikið fyrir þessa mynd, og ég er viss um að margir þeirra hafið samið flesta sína brandara sjálfir. Hver og einn, frá Justin Timberlake til Lucy Punch og Eric Stonestreet (senuþjófurinn úr Modern Family-þáttunum) fær sitt augnablik sem maður glottir yfir eða hlær að. Það er líka notalegt að geta leitað til huggunar hjá Jason Segel því þótt Diaz spjari sig ágætlega sem titilpersónan þá reynir hún stundum aðeins of mikið að standa undir nafni. Í sumum senum var ég bara ekki alveg að kaupa hana. Annars held ég að Segel sé eini karakterinn í allri myndinni sem mætti kalla býsna eðlilegan. Timberlake aftur á móti leikur mann sem virðist svo fullkominn á yfirborðinu að maður bíður spenntur eftir að sjá hvað er í raun að honum. Ég held áfram að dást meira og meira að honum sem leikara með hverri mynd.

Það er samt hellingur af senum sem hitta í mark, og þegar liðið var á seinni helminginn var ég farinn að njóta mín betur en ég átti von á. Síðan fóru klisjurnar að detta inn og hin óhjákvæmalega breyting aðalpersónunnar fannst mér bara ódýr og illa meðhöndluð. Þar að auki var ég nokkuð svekktur yfir því hvað sagan virðist drífa sig mikið í því að klárast sem fyrst. Endirinn var svo flýttur að mér leið eins og myndin hafi hoppað yfir einhverjar mikilvægar senur. Sagan er eitthvað svo vandræðalega vafin upp, eins og hún hafi verið að renna út á tíma; Lucy Punch er t.d. bara skyndilega látin hverfa (og við fáum aldrei að sjá hana endurtaka berserksganginn sem allir töluðu um), Justin Timberlake skiptir sögunni allt í einu engu máli og áður en maður veit af því er sprottið upp alvöru neistaflug hjá Segel og Diaz. Venjulega þegar mér líður eins og eitthvað vanti svona mikið þá hef ég óvart rekist í DVD-fjarstýringuna og ýtt á skipp-takkann.

Bad Teacher er reyndar hin fínasta vídeóskemmtun en hún lyktar aðeins of mikið af afskiptasemi framleiðenda. Hún hefur ábyggilega verið heilmikið tónuð niður svo fleiri borgi sig inn og yrði þá líklegra að flestir gangi sáttari út (meirihluti folks, af einhverjum ástæðum, þolir ekki þegar myndir taka of miklar áhættur). Ímyndið ykkur ef Bad Santa hefði fengið meira framleiðslufjármagn og Tom Cruise settur í aðalhlutverkið. Þá hefði alveg örugglega eitthvað svipað gerst með hana. Diaz áttar sig greinilega ekki á því að ef hún ætlar að vera vonda gellan, þá nægir ekki bara að reykja gras og sofa í tímum heldur þarf hún að ganga alla leið með hlutverkið. Svo þýðir ekkert að taka rulluna alvarlega og bakka svo út úr henni svo hægt sé að líka við persónuna betur. Billy Bob Thornton lék skítseiði sem breyttist merkilega lítið en manni fannst samt gaman að horfa á hann vegna þess að karakterinn var fyndinn og sorglegur.

Ég mun samt segja að Bad Teacher er næstum því þess virði að horfa á, ef ekki bara til að sjá Justin Timberlake "dræ hömpa" Diaz. Senan varð svo strax mun fyndnari þegar ég mundi að þau voru einu sinni par í alvörunni.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn