Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

In Bruges 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. mars 2008

Shoot first. Sightsee later.

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 67
/100

Leigumorðingjarnir Ray og Ken, sem báðir eru staðsettir í London, eru sendir til Bruges í Belgíu af yfirmanni sínum Harry Waters og beðnir um að láta lítið fyrir sér fara næstu tvær vikur, en síðasta verkefni þeirra varð til þess að saklaus vegfarandi lét lífið fyrir slysni. Harry ætlar að vera í sambandi við þá með frekari fyrirmæli. Á meðan þeir... Lesa meira

Leigumorðingjarnir Ray og Ken, sem báðir eru staðsettir í London, eru sendir til Bruges í Belgíu af yfirmanni sínum Harry Waters og beðnir um að láta lítið fyrir sér fara næstu tvær vikur, en síðasta verkefni þeirra varð til þess að saklaus vegfarandi lét lífið fyrir slysni. Harry ætlar að vera í sambandi við þá með frekari fyrirmæli. Á meðan þeir bíða eftir að Harry hafi samband, ákveður Ken, að ráði Harrys, að skoða sig um í borginni þar sem er margt fallegt að skoða fyrir túrista. En Ray hefur ekki jafnmikinn áhuga á því að leggjast í túristaráp enda er hann hálf miður sín eftir drápið á saklausa borgaranum, og ekki síður af því að þetta var fyrsta verkefnið hans. Hlutirnir breytast fyrir Ray þegar hann hittir Chloe sem er í borginni sem hluti af kvikmyndatökuliði sem er að taka upp bíómynd með bandaríska dvergnum Jimmy í aðalhlutverki. Þegar Harry hefur samband með leiðbeiningar fyrir leigumorðingjana tvo, þá er Ken, sem á að vinna verkið, ekki viss um það hvort að hann geti unnið verkið, einkum af því að hann hefur nú fengið nýja sýn á lífið eftir dvölina í þessari ævintýralegu borg, Bruges. Nú bíður Ken eftir því að Harry mæti til borgarinnar, og hann er langt í frá ánægður með það hvernig málin eru að þróast....... minna

Aðalleikarar

Húmor og geðveiki + sýra er In Bruges
******Spoiler********Já*********Spoiler******

Tveir leigumorðingjar Ray (Colin Farrell) og Ken (Brendan Gleeson) eru sendir til Bruges í Belgíu í verkefni, þeir hafa ekki hugmynd um hvað verkefnið er svo þeir taka því bara rólega í nokkra daga. Harry (Ralph Fiennes) er þeirra yfirmaður og hann gerir það sem honum sýnist, svo þegar þeir Ray og Ken eru búnir að drepa manneskjuna sem þeir áttu að gera þá breytir Harry öllu og segir að Ken hafi átt að drepa Ray en Ken og Ray eru búnir að vera þarna í svoldinn tíma og þeir eru orðnir vinir og allt það svo þá bregst Ken Harry og þá sendir Ken Ray í lest í burtu en áður en Ray kemst langt þá stoppar lögreglan Ray fyrir ofbeldi á almannafæri svo hann er sendur í fangaklefa í smá tíma. Chloe (Clémence Poésy)
er kærasta hans Ray og hún borgar hann út úr fangaklefanum. Ray hittir svo Harry óvart og þá er Harry ný búinn að skjóta Ken, Ray hleypur eins hratt og hann getur og Harry á eftir honum og skýtur. Svo loks þá hittir Harry Ray og þá nær Ray að skríða á leiksviðið hjá vini sínum Jimmy (Jordan Prentice, hann er dvergur) og þá nær Harry að skóta Ray ennþá meira og líka á leiksviði svo þegar síðasta skotið fer í Ray þá áttar hann Harry sig á því að hann drap óvart Jimmy líka en hann vissi ekki að Jimmy væri fullorðinn svo hann Harry skýtur sig í hausinn og deyr. Ray hins vegar nær að lifa þetta allt af og jafnar sig.

*****Spoiler búinn**********

Sko In Bruges er ein stór sýrumynd og getur ekki verið meiri sýra, hún er samt svoldið langdreginn í byrjun þannig að þið verðið að gefa henni smá séns í byrjun. Colin Farrell er þarna með sitt besta hlutverk hingað til og með sinn frábæra írska hreim og hann nær á eitthvern hátt að gera sinn karakter svo frábæran. Stórleikarinn Ralph Fiennes er þarna með sinn geðbilaða karakter og hann nær að öllu leiti að bjarga In Bruges, þetta er samt ekki hans besta hlutverk en það er með bestu hlutverkum sem hann hefur tekið að sér. Þetta er allt svo brjálaðslega gott leikaraval og svo er húmorinn frábær og allar hasar senurnar eru fyndar séstaklega þessu minni þá er maður í hláturskasti. Leikstjórinn/handritshöfundurinn Martin McDonagh er snillingur og hvernig hann nær að gera úr vandræðalegu og yfir í næstum meistaraverk er geðvekt.

Endirinn hífir alla myndina upp og gerir þennann endi að ógleymanlegu meistaraverks endi og hann er svo fyndinn og frábær að hálfa væri meira en nóg. Brendan Gleeson kemur þarna sterkur inn og leikur frábærlega og hann nær að stjórna svo miklu og allt það. Það tók smá stund að fatta það að þetta væri Ralph Fiennes þarna því hann er svoo geðveikur á köflum og líka þetta gerfi er ógleymanlegt........Ég mæli með því við alla að tékka á þessari mynd sem allra fyrst...


Einkunn: 8/10 - " Frábær, smá langdregin, húmorinn í hámarki, geðveikt leikaraval í rétt hlutverk og endirinn nær að hífa alla myndina upp, án þessa endis þá væri hún c.a. 6 - 7 en endirinn bókar áttuna."

P.S. Þú sérð hana einu sinni og þú þarft að sjá hana aftur !!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er snilld. Hún fjallar um tvo leigumorðingja, Colin Farrell og Brendan Gleeson, sem eru sendir til Bruges í Belgíu í verkefni. Þeir vita ekki hvað verkefnið er og þurfa því að túristast í nokkra daga. Myndin er einhverskonar blanda af gríni/drama/spennu og hasar sem heppnast frábærlega. Allir leikarar eru góðir, það er gaman að heyra Farrell nota írska hreiminn sinn. Ralph Fiennes leikur geðsjúkan yfirmann leigumorðingjanna og lætur bara vaða. Skemmtir sér greinilega vel og minnti mig helst á Herr Starr úr Preacher. Þetta er öðruvísi mynd sem maður á eftir að sjá aftur og aftur, þið verðið öll að sjá hana!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hló og hló og hló

Þetta er besta mynd Colin Farell og ein af betru myndum Ralph Fiennes þótt fyrir að vera sýrukennd. Hún er mjög skemmtileg en það er enginn mikill hasar í henni og hún vill greinilega bara vera gamanmynd. Ekki spennu- né hasarmynd. En undir lokin eru frekar ofbeldisfull atriði. Ein af betri myndum sem ég séð á þessu ári og mundi alveg nenna að sjá hana aftur.

Hún er samt ekki fyrir viðkvæma: dverga, negra og allskonar svoleiðis brandarar.

Hún fær 8/10 fyrir að vera sjúklega góð afþreying

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

 In Bruges er fín skemmtun, mjög fyndin og húmorinn hittir oft í mark. Colin Farrell(hann er svo líkur Baltasar Kormák) sýnir toppleik og er aðal comic relief myndarinnar þó að Ralph Fiennes sé líka kostulegur. Myndatakan gefur myndinni mjög retro stemningu(ég vissi ekki að þessi borg væri til) sem er mjög gott. In Bruges er engin snilld og verður sennilega fljótgleymd en það var unnið úr henni eins og best var hægt. Handritið býður bara ekki upp á neitt framúrskarandi og því reynir myndin ekki að vera betri en hún er. Ég var ekki yfir mig hrifinn af henni en skemmti mér samt og gef því 7/10 í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
They're filming midgets!
Ég verð að segja að þetta er í fyrsta sinn sem ég virkilega fíla Colin Farrell, en hann er algerlega í essinu sínu í þessari mynd. Leikurinn er hreint út sagt frábær og Raph Fiennes er drullutöff sem rosalegur douche. Myndin er keyrð áfram af rosalega miklu blóti og setningum sem eru virkilega siðferðislega rangar ásamt því að vera með hörkubyssuatriðum.

Myndin er hins vegar ekkert að flýta sér en ég hef á tilfinningunni að ef hún hefði verið stytt hefði hún verið ansi þurr ræma, og ég náði einnig ekki að setja puttann á hlutverk Theklu Reuten sem hótelstýruna í myndinni. Maður var orðinn hálfþreyttur á djókunum undir endann, ég var farinn að vonast eftir einhverju öðru en negra-, dverga- og Brusseldjókum.

Hún er hálfgerður farsi og er eiginlega alveg á grensunni allan tímann á því að vera gjörsamlega útí hött en fer ekki í þá átt, þetta er hennar helsti styrkleiki og sá sem virkilega hélt mér við skjáinn. Mér fannst líka að myndin vissi ekki hvað hún væri, þ.e. að hún ætti erfitt með að flokka sig sem spennu, drama, svartan húmor eða hvað það er en þetta þarf þó ekki að vera slæmur hlutur. Mér finnst gott að geta ekki sett hana í einhvern kassa með myndum sem hún á að tilheyra og það er eiginlega ósanngjarnt að bera hana saman við aðrar svipaðar myndir (Shoot'Em Up t.d.).

Þegar upp er staðið þá er þetta ótrúlega skemmtileg og virkilega fyndin mynd sem hefur ofanaf manni (og vel það) allan tímann. 3 stjörnur 8/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

18.01.2018

Nýtt í bíó - Three Billboards Outside Ebbing, Missouri

Three Billboards Outside Ebbing, Missouri verður frumsýnd á morgun, föstudaginn 19. janúar í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri. Myndin er kolsvart gamandrama frá Óskarsverðlaunahafanum Martin McDonagh (In ...

06.08.2015

Farrell galdrakarl í Harry Potter hliðarsögu

True Detective leikarinn Colin Farrell hefur verið ráðinn í Harry Potter hliðarmyndina Fantastic Beasts and Where to Find Them. Farrell mun leika galdrakarl að nafni Graves sem hittir persónu að nafni Newt Scamander, sem Eddie Red...

19.04.2013

Bestu móðganir allra tíma

Vefmiðillinn Flavorwire tók saman á dögunum ansi skemmtilegan lista yfir bestu móðganir í bíómyndum. Móðganir geta verið bráðfyndnar eins og allir vita og koma úr bíómyndum úr öllum áttum, gömlum og nýjum. Hér...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn