The Banshees of Inisherin (2022)
"Everything was fine yesterday."
Tveir aldavinir, Padraic og Colm, lenda í ógöngum þegar annar þeirra ákveður að slíta vinskapnum, sem hefur miklar og sláandi afleiðingar í för með sér...
Deila:
Bönnuð innan 16 áraÁstæða:
Hræðsla
Blótsyrði
Hræðsla
BlótsyrðiSöguþráður
Tveir aldavinir, Padraic og Colm, lenda í ógöngum þegar annar þeirra ákveður að slíta vinskapnum, sem hefur miklar og sláandi afleiðingar í för með sér fyrir þá báða.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Allar peysur aðalpersónanna voru handprjónaðar af sama roskna manninum. Hann var ekki á tökustað og hitti leikarana ekki áður en hann gerði peysurnar.
Colin Farrell lenti í útistöðum við nokkur dýr meðan á tökum stóð. Jenny, litli asninn, sparkaði í hann þegar hann var að gefa honum að borða. Í öðru lagi var hann bitinn af hundi persónu Brendan Gleeson. Í þriðja lagi reyndi hestur sem dró vagn með Farrell innanborðs að hvolfa honum í sjóinn.
Colin Farrell og Brendan Gleeson samþykktu að leika í myndinni sjö árum áður en framleiðsla hennar fékk grænt ljós.
Brendan Gleeson er lunkinn fiðluleikari og spilar eigin tónlist í kvikmyndinni, rétt eins og hann gerði í myndinni Michael Collins (1996), The Grand Seduction (2013), og Cold Mountain (2003).
Persóna Colin Farrell, \'Pádraic Súilleabháin\', er upprunaleg gelísk stafsetning á Patrick Sullivan.
Eftir frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 2022, fékk hún 15 mínútna standandi lófaklapp.
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur

Searchlight PicturesUS

Blueprint PicturesGB

Film4 ProductionsGB

TSG EntertainmentUS
Verðlaun
🏆
Níu óskarstilnefningar. Vann Golden Osella á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir besta handrit, Colin Farrell sem besti leikari á sömu hátíð og myndin var tilnefnd til Gullna ljónsins. Tilnefnd til átta Golden Globe verðlauna og fékk þrenn.




















