Sveitabrúðkaup 2008

(Country Wedding)

95 MÍNGamanmyndDramaÍslensk mynd
Sveitabrúðkaup
Frumsýnd:
28. ágúst 2008
Leikstjórn:
Leikarar:
Handrit:
Tungumál:
Íslenska
Vefsíða:
Útgefin:
3. desember 2009
Öllum leyfð

Ingibjörg og Barði hafa ákveðið að giftast eftir þriggja ára sambúð. Þau ákveða að gifta sig í lítilli sveitakirkju klukkutíma keyrslu frá Reykjavík. Ingibjörg, Barði og brúðkaupsgestirnir – nánustu ættingjar... Lesa meira

Ingibjörg og Barði hafa ákveðið að giftast eftir þriggja ára sambúð. Þau ákveða að gifta sig í lítilli sveitakirkju klukkutíma keyrslu frá Reykjavík. Ingibjörg, Barði og brúðkaupsgestirnir – nánustu ættingjar og vinir halda af stað í tveimur litlum rútum öll spariklædd og tilvonandi brúðhjón í brúðargallanum. En ferðin fer ekki alveg eins og þau hefðu viljað....... minna

LEIKSTJÓRN

LEIKARAR

Sjá fleiri sem leika í myndinni

HANDRIT

GAGNRÝNI (2)

0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fékk 2 frímiða á þessa svo við Auður skelltum okkur á hana í gær. Ég vissi sama sem ekkert en hafði heyrt misjafna hluti, góða og slæma. Það sem er áhugavert við þessa mynd er að hún er ákveðin tilraun í kvikmyndagerð sem ég held að hafa ekki verið prófuð áður á Íslandi (kannski vitlaust). Myndin var tekin upp á einungis 7 dögum og leikarar fengu mikið frelsi til að spinna og þróa sína karaktera. Þetta hefði geta farið út í vitleysu en mér fannst þetta heppnast vel. Það besta við þetta var að samræður urðu allar miklu eðlilegri. Það var ekki þetta venjulega stirða dialog sem maður er vanur úr íslenskum myndum. Persónur voru fjölbreyttar, lifandi og trúverðugar að mestu leiti. Plott sem slíkt er í raun ekki til staðan en það er aukaatriði. Fín skemmtun, mæli með henni á dvd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Dæmigert drama í íslenskri kvikmynd og allt á einum degi. Eins og hefur verið sagt marg oft í blöðunum þá er þessi kvikmynd sérstök á þann hátt að hún er mikill spuni, jafnvel meira en Börn/Foreldrar. Mikið af sömu leikurum (Vesturport) og sami bragur yfir þessu. Mér fannst ekkert allir leikararnir neitt hrikalega spennandi, sérstaklega aðalleikararnir. Það var þá aðalega Ingvar, Kristbjörg Kjeld, Rúnar Freyr og Ólafur Darri sem voru alveg frábær. Mér leið eins og myndin væri styttri en hún var, það gerðist ekkert það mikið. Maður var næstum búinn að sjá alla myndina við að horfa á trailerinn. Og svo var þetta ekkert nema drama á milli hina og þessa sem var orðið svo langsótt að ég hætti að fylgjast með því. Ég sá aldrei Blóðbönd, en ég hef á tilfinningunni að þeir sem hafi fílað hana eigi eftir að fíla þessa líka, þetta er bara ekki fyrir mig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)

UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


SVIPAÐAR MYNDIR

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn