Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Bæði fersk og dæmigerð
Karakterstúdíur sem snúast í kringum erfitt fjölskyldulíf og annars konar drama eru hættulega algengar í íslenskri kvikmyndagerð og því miður verður maður þá að kalla Kóngaveg nokkuð týpíska. Ég vil samt sem áður gefa Valdísi Óskarsdóttur (sem, eins og margir vita, starfaði áður sem einungis klippari) smá plús fyrir að halda tóninum léttum og ávallt huggulegum. Myndin er á köflum alvarleg en aldrei nokkurn tímann of melódramatísk og húmorinn vefst ágætlega utan um senur án þess að virka píndur. Það er líka alltaf gaman að sjá góða íslenska leikara berjast um athyglina, og ég hef líka sjálfur alltaf verið nokkuð hrifinn af Vesturport genginu, þó mér hafi fundist síðasta samstarf þeirra við Valdísi skila af sér drepleiðinlegri niðurstöðu. Liðið stendur sig býsna vel en ókostir myndarinnar koma hráefninu mest við, og það bitnar auðvitað líka á leikurunum.
Handritið er frekar veikt (ef að handrit skildi kalla, því myndin virðist að mestu leyti vera spunnin) þótt ég verði að gefa myndinni smá credit fyrir það að vera með góð samtöl, sem langflest virkuðu mjög eðlileg. Stærsti gallinn við handritið er samt sá að það vantaði hreinlega meira af öllu. Til dæmis meiri dýpt, aðeins flóknari persónur og viðburðaríkari sögu. Myndin nær bara ekki að halda dampi til að sýningartíminn líði hjá á þægilegum hraða. Flæðið drollar stundum af sökum þess að það er bara ekki mikið áhugavert á seiði út alla myndina. Sagan leggur mestan þunga á samskipti persónanna en þær eru reyndar margar afskaplega óathyglisverðar. Sumar þjóna heldur engum tilgangi. Ég skil t.d. ekki hvað þau Þröstur Leó Gunnarsson, Margrét Vilhjálmsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason voru að gera þarna. Þau virtust bara ekkert gera af neinu viti. Það er nógu mikið af persónum nú þegar til að aðrir komi og fari og taki upp mikilvægan skjátíma. Siggi Sigurjóns, Kristbjörg Kjeld, Ingvar E. Sigurðsson, Gísli Örn Garðarsson og Daniel Brühl (fyndið hvað margar íslenskar myndir hafa oft bara einn útlending) voru líka aðeins of einföld og hefðu mátt gera aðeins meira við sína karaktera. Skemmtilegust voru Ólafur Darri (sá maður er nú alltaf góður), Ólafur Egilsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir. Nína Dögg Filippusardóttir og Björn Hlynur Haraldsson komu einnig prýðilega út.
Maður finnur einhvern veginn fyrir því hvað leikararnir (og líklegast aðstandendur?) skemmtu sér vel á meðan tökum stóð. Ég get líka vel trúað því að fyndnustu senur myndarinnar (og sumar eru djöfull fyndnar!) hafi orðið til á settinu. Mér leið samt aldrei eins og Valdís hafði einhvern einlægan áhuga á þessari karaktersúpu sinni, og það er að sjálfsögðu risastór feill ef maður ætlar að gera mynd sem inniheldur engan söguþráð og snýst alfarið í kringum persónudeilur. Ég held að hún hafi fókusað meira á það að gera persónurnar fjölbreyttar og fyndnar heldur en að gefa okkur ástæðu til að þykja vænt um þær eða halda með þeim. Mér finnst líka eins markmið þeirra flestra sé bara það að rífast og vera með leiðindi, sem gerir þær meira fráhrindandi fyrir vikið. Það eru cirka tveir (kannski þrír) sympatískir einstaklingar, en svo eru allir hinir eftir og manni er voða sama um þá og þeirra líf. Valdís fær líka feitan mínus í kladdann hjá mér fyrir að gefa myndinni alltof opinn endi. (VÆGUR spoiler hér framundan!) Mér leið ekki eins og saga persónanna væri búin, en þar sem sýningartíminn var greinilega á þrotum var ákveðið að koma öllum saman á örstuttum tíma og svo bara yfirgefið allt, bókstaflega.
Þegar uppi er staðið er Kóngavegur efnislega algjört miðjumoð. Alls ekki leiðinleg en stundum er hún hæg og óathyglisverð. Ég finn samt fyrir óvenjulegri löngun til að hækka ræmuna upp úr fimmu yfir í sexu þar sem hún fékk mig til að hlæja oftar en ég átti von á og svo er hún skemmtilega fersk í tón miðað við hefðbundnar íslenskar dramamyndir. Leikurinn er einnig góður og tónlistin oftast vel valin (bara láta vita, ég er algjör sökker fyrir laginu The One, með Trabant – veit ekki af hverju). Mér þætti samt gaman að sjá Valdísi tækla eitthvað aðeins meira skipulagt næst. Það þýðir ekki að koma endalaust með heilt lið af leikurum, grunnsögu og síðan bara skálda restina á staðnum. Sveitabrúðkaup var samt mun verri spunamynd þannig að henni fer talsvert fram. Sakar samt ekki að prufa nýja hluti svo hún verði tekin meira alvarlega sem leikstjóri í framtíðinni, og verði þ.a.l. meira en bara góður klippari.
6/10
Karakterstúdíur sem snúast í kringum erfitt fjölskyldulíf og annars konar drama eru hættulega algengar í íslenskri kvikmyndagerð og því miður verður maður þá að kalla Kóngaveg nokkuð týpíska. Ég vil samt sem áður gefa Valdísi Óskarsdóttur (sem, eins og margir vita, starfaði áður sem einungis klippari) smá plús fyrir að halda tóninum léttum og ávallt huggulegum. Myndin er á köflum alvarleg en aldrei nokkurn tímann of melódramatísk og húmorinn vefst ágætlega utan um senur án þess að virka píndur. Það er líka alltaf gaman að sjá góða íslenska leikara berjast um athyglina, og ég hef líka sjálfur alltaf verið nokkuð hrifinn af Vesturport genginu, þó mér hafi fundist síðasta samstarf þeirra við Valdísi skila af sér drepleiðinlegri niðurstöðu. Liðið stendur sig býsna vel en ókostir myndarinnar koma hráefninu mest við, og það bitnar auðvitað líka á leikurunum.
Handritið er frekar veikt (ef að handrit skildi kalla, því myndin virðist að mestu leyti vera spunnin) þótt ég verði að gefa myndinni smá credit fyrir það að vera með góð samtöl, sem langflest virkuðu mjög eðlileg. Stærsti gallinn við handritið er samt sá að það vantaði hreinlega meira af öllu. Til dæmis meiri dýpt, aðeins flóknari persónur og viðburðaríkari sögu. Myndin nær bara ekki að halda dampi til að sýningartíminn líði hjá á þægilegum hraða. Flæðið drollar stundum af sökum þess að það er bara ekki mikið áhugavert á seiði út alla myndina. Sagan leggur mestan þunga á samskipti persónanna en þær eru reyndar margar afskaplega óathyglisverðar. Sumar þjóna heldur engum tilgangi. Ég skil t.d. ekki hvað þau Þröstur Leó Gunnarsson, Margrét Vilhjálmsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason voru að gera þarna. Þau virtust bara ekkert gera af neinu viti. Það er nógu mikið af persónum nú þegar til að aðrir komi og fari og taki upp mikilvægan skjátíma. Siggi Sigurjóns, Kristbjörg Kjeld, Ingvar E. Sigurðsson, Gísli Örn Garðarsson og Daniel Brühl (fyndið hvað margar íslenskar myndir hafa oft bara einn útlending) voru líka aðeins of einföld og hefðu mátt gera aðeins meira við sína karaktera. Skemmtilegust voru Ólafur Darri (sá maður er nú alltaf góður), Ólafur Egilsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir. Nína Dögg Filippusardóttir og Björn Hlynur Haraldsson komu einnig prýðilega út.
Maður finnur einhvern veginn fyrir því hvað leikararnir (og líklegast aðstandendur?) skemmtu sér vel á meðan tökum stóð. Ég get líka vel trúað því að fyndnustu senur myndarinnar (og sumar eru djöfull fyndnar!) hafi orðið til á settinu. Mér leið samt aldrei eins og Valdís hafði einhvern einlægan áhuga á þessari karaktersúpu sinni, og það er að sjálfsögðu risastór feill ef maður ætlar að gera mynd sem inniheldur engan söguþráð og snýst alfarið í kringum persónudeilur. Ég held að hún hafi fókusað meira á það að gera persónurnar fjölbreyttar og fyndnar heldur en að gefa okkur ástæðu til að þykja vænt um þær eða halda með þeim. Mér finnst líka eins markmið þeirra flestra sé bara það að rífast og vera með leiðindi, sem gerir þær meira fráhrindandi fyrir vikið. Það eru cirka tveir (kannski þrír) sympatískir einstaklingar, en svo eru allir hinir eftir og manni er voða sama um þá og þeirra líf. Valdís fær líka feitan mínus í kladdann hjá mér fyrir að gefa myndinni alltof opinn endi. (VÆGUR spoiler hér framundan!) Mér leið ekki eins og saga persónanna væri búin, en þar sem sýningartíminn var greinilega á þrotum var ákveðið að koma öllum saman á örstuttum tíma og svo bara yfirgefið allt, bókstaflega.
Þegar uppi er staðið er Kóngavegur efnislega algjört miðjumoð. Alls ekki leiðinleg en stundum er hún hæg og óathyglisverð. Ég finn samt fyrir óvenjulegri löngun til að hækka ræmuna upp úr fimmu yfir í sexu þar sem hún fékk mig til að hlæja oftar en ég átti von á og svo er hún skemmtilega fersk í tón miðað við hefðbundnar íslenskar dramamyndir. Leikurinn er einnig góður og tónlistin oftast vel valin (bara láta vita, ég er algjör sökker fyrir laginu The One, með Trabant – veit ekki af hverju). Mér þætti samt gaman að sjá Valdísi tækla eitthvað aðeins meira skipulagt næst. Það þýðir ekki að koma endalaust með heilt lið af leikurum, grunnsögu og síðan bara skálda restina á staðnum. Sveitabrúðkaup var samt mun verri spunamynd þannig að henni fer talsvert fram. Sakar samt ekki að prufa nýja hluti svo hún verði tekin meira alvarlega sem leikstjóri í framtíðinni, og verði þ.a.l. meira en bara góður klippari.
6/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Frumsýnd á Íslandi:
26. mars 2010
Útgefin:
23. september 2010