Man of Steel vinsælust – tvær nýjar í 2 og 3

Það ætti ekki að koma neinum á óvart fyrst að Supermann sjálfur á í hlut, en nýjasta myndin um hann,  Man of Steel,  situr sem fastast á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, aðra vikuna í röð.

Man-of-Steel-man-of-steel-34543289-1920-1080

Myndin segir frá því þegar barn er sent til Jarðar frá deyjandi plánetu, og hjón í sveitum Kansas taka það að sér og ala það upp. Þegar barnið verður fullorðið verður það blaðamaður, en notar yfirnáttúrulega hæfileika sína til að vernda hin nýju heimkynni sín fyrir lævísum illmennum.

Smelltu hér til að lesa umfjöllun kvikmyndir.is um myndina 

Í öðru sæti listans er ný mynd, White House Down, með þeim Channing Tatum og Jamie Foxx, en myndin fjallar um árás hryðjuverkamanna á Hvíta húsið í Washington.

Í þriðja sætinu er önnur ný mynd, gamanmyndin The Big Wedding, um fráskilin hjón sem þurfa að þykjast vera gift á ný.

Í fjórða sæti er hin sannsögulega Pain and Gain og í fimmta sæti gamanmyndin The Internship. 

Þriðja nýja myndin á listanum, hrollvekjan The Purge, fer beint í áttunda sæti listans.

Smelltu hér til að skoða vinsældarlistasíðuna á kvikmyndir.is

Sjáðu lista 15 vinsælustu myndanna í bíó í dag á Íslandi hér fyrir neðan:

listinnnn