Man of Steel slær öll met á Filippseyjum

Man of Steel, nýja Superman myndin í leikstjórn Zack Snyder verður frumsýnd í Bandaríkjunum á miðnætti í dag, fimmtudag en á morgun föstudag verður myndin tekin til sýningar í 4.207 bíósölum í Bandaríkjunum. Flestir salanna munu bjóða upp á myndina í þrívídd, en 850 salir munu sýna myndina í tvívídd.

man of steel 1

 

Warner Bros, framleiðandi myndarinnar, býst við amk. 80 milljónum Bandaríkjadala í tekjur yfir frumsýningarhelgina, þó margir búist við því að myndin þéni mun meira, jafnvel allt að 100 milljónir dala.

Myndin verður einnig frumsýnd í mörgum öðrum löndum utan Bandaríkjanna í dag, en fyrsta landið sem myndin var sýnd í var Filippseyjar. Aðsókn á myndina sló öll met þar í landi í gær miðvikudag, en myndin er aðsóknarmesta mynd á frumsýningardegi í Filippseyjum frá upphafi!

Myndin verður frumsýnd á Íslandi í næstu viku, eða þann 21. júní.