Upplifum hlutina í gegnum Flash

Kvikmyndir.is fór að sjá frumsýningu The Flash í síðustu viku og skemmti sér stórvel. Myndin er einskonar tímaflakksmynd, sneisafull af ofurhetjum sem margar hverjar eru óvæntar, svo ekki sé meira sagt. Tímaflakkselementið gefur myndinni einmitt kost á að hleypa allskonar útgáfum af hetjum inn í söguþráðinn, þar á meðal yngri útgáfu af The Flash sjálfum, eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.

The Flash (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.7
Rotten tomatoes einkunn 63%

Ofurhetjan Barry Allen, eða The Flash, notar ofurhraða sinn til að breyta fortíðinni. En þegar tilraun hans til að bjarga fjölskyldunni breytir óvart framtíðinni um leið, festist Barry í veruleika þar sem erkióvinurinn General Zod er snúinn aftur. Zod hótar algjörri gereyðingu og ...

Myndin er mikil veisla fyrir augað, sagan áhugaverð og spennan og hraðinn oft mikill.
Áhorfendur hafa ýmsir haft á orði að tæknibrellurnar hafi á köflum verið í lágum gæðaflokki. Megi þar nefna atriði þar sem The Flash er að bjarga hrapandi ungabörnum úr byggingu sem springur í Gotham borg. Það sama megi segja um allar mannlegar persónur sem birtast í tímaflakki myndarinnar. Enginn þeirra líti endilega mannlega út.
Fólk hefur sagt að svo virðist sem myndin, sem tók níu ár í vinnslu, hafi verið gefin út án þess að tæknibrellurnar hefðu verið kláraðar að fullu.

Allt með ráðum gert

Leikstjóri myndarinnar var spurður út í þetta og sagði hann í samtali við vefmiðilinn i09 að allt væri þetta með ráðum gert.

“Við erum að upplifa hlutina í gegnum Flash. Allt er bjagað hvað ljós og áferð varðar. Við erum að koma inn í þessa “vatnaveröld”, sem er í raun útfrá sjónarhorni Barry.”
“Þetta var hluti af hönnun myndarinnar og ef það virðist aðeins skrýtið þá er það nákvæmlega eins og það átti að vera.”

Variety segir frá því að leikstjórinn muni halda áfram störfum fyrir Warner Bros. kvikmyndaverið og DC Studios í næstu framtíð þar sem yfirmenn á staðnum, James Gunn og Peter Safran, hafi ráðið Muschietti til að leikstýra næstu Batman mynd, “The Brave and the Bold”.

https://twitter.com/FlashFilmNews

Myndin á sér sjálfstætt líf utan við The Batman þar sem Robert Pattinson lék ofurhetjuna og þá væntanlegu “The Batman Part ll”

Grjótharður aðdáandi

“Við sáum The Flash áður en við tókum við störfum okkar hjá DC Studios og vissum að við værum þarna með leikstjóra fyrir framan okkur sem hafði sýn og væri einnig grjótharður DC aðdáandi,” sögðu Gunn og Safran í samtali við Variety.  “The Flash er stórkostleg kvikmynd  – fyndin, tilfinningarík og spennandi  – og ástríða Andys skín í gegn. Þannig að þegar kom að því að finna leikstjóra fyrir “The Brave and the Bold” þá var valið auðvelt.“

Handrit Flash 2 klárt

Um framhald The Flash er það að segja að búið er að skrifa handrit en myndin verður einungis gerð ef The Flash gengur vel í miðasölunni. Þar sem Muschietti leikstýrir næstu Batman mynd er óvíst hvort hann tæki að sér The Flash 2.

Fer á toppinn

Talilð er öruggt að myndin tylli sér á topp aðsóknarlistans í Bandaríkjunum og á Íslandi nú um helgina og segir Variety að myndin sé á sömu siglingu og Black Adam ( 2022 ) og Aquaman ( 2018 ) en tekjur beggja mynda á frumsýningarhelgi voru 67 milljónir dala. Mögulega er talið að The Flash fari ögn hærra og landi meira en 80 milljónum dala yfir helgina alla.

Myndin kostaði 200 milljóinr dala í framleiðsu.