Fékk koss dauðans frá Sofiu

Kvikmyndaleikarinn Stephen Dorff segir að það hafi verið eins og að fá koss dauðans, að vinna með leikstjóranum Sofia Coppola.

Dorff, sem er 37 ára gamall, og leikur aðalhlutverkið í nýrri mynd Coppola Somewhere, fannst það svo stórkostlegt að vinna með hinni óskarstilnefndu Coppola, að hann er hræddur um að enginn standist samanburð við þessa upplifun.
Hann segir: „Ég hef verið í bransanum allt mitt líf. Ég er orðinn öldungur. Ég er 37 ára gamall, fjandinn hafi það. En eftir að hafa unnið með Sofia, þá á ég erfitt með að finna verkefni sem standast samanburð við hana.
Að vinna með Sofia var að sumu leyti eins og koss dauðans. Ég sagði við Sofia; ég vona að við getum gert aðra mynd saman, því þetta var svo stórkostleg lífsreynsla.“
Stephen segir að hlutverk hans í Somewhere, sé ekki einunis besta hlutverk sem hann hefur leikið frá upphafi, heldur sé þetta best skrifaða persóna síðustu fimm ára í Hollywood.
Persóna Stephens í myndinni er óstýrlátur leikari, sem neyðist til að hætta að drekka þegar hann fær heimsókn frá 11 ára gamalli dóttur sinni.
Hann segir: „Þetta er án alls vafa besta hlutverk sem ég hef leikið, sérstaklega nú þegar það eru sífellt færri bíómyndir gerðar með alvöru persónum og leikstjórum sem hafa sinn skýra og afmarkaða stíl.“
Sofia gaf mér best skrifaða hlutverk síðustu fimm ára í Hollywood fyrir mann á mínum aldrei og það er ekkert sem jafnast á við það. Ég hef lesið allt og þetta er best.“