Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Raunveruleg
Somewhere er nýjasta mynd Sofiu Coppola sem fjallar um líf leikarans Johnny Marco og hvernig það breytist þegar dóttir hans kemur inn í líf hans til lengri tíma.
Johnny er mjög vinsæll leikari, en persónulegt líf hans er í algjöru rugli. Hann býr á Chateaux Marmont hótelinu og eyðir dögum sínum í drykkju, pillur og einnar nætur gaman með næstu blondínu.
Þegar 11 ára dóttir hans Cleo er skilin eftir hjá honum í smá tíma fer hann að endurmeta líf sitt og gildi þess.
Það tekst vel að sýna hversu aumkunarvert líf Johnny er og breytinguna sem verður á því.
Myndin er mjög evrópsk að því leyti að hún gerist hægt og rólega og er lítið talað í henni.
Hún er lengi að byggja sig upp sem er galli, en svo venst áhorfandi hraðanum og nýtur myndarinnar.
Þó að sagan sé dramatísk koma skemmtilegir brandarar reglulega inn, þeir eru flestir kynferðislegir og mjög fyndnir.
Myndin er ágæt, leikararnir Stephen Dorf í aðalhlutverkinu og Elle Fanning (litla systir Dakotu Fanning) standa sig vel, sambandið þeirra er einstakt og skemmtilegt.
Somewhere er í svipuðum dúr og Lost in Translation, en ekki alveg jafn góð. Þetta er ekki meistaraverk en það er létt fyrir Coppola aðdáendur að njóta myndarinnar.
Somewhere er nýjasta mynd Sofiu Coppola sem fjallar um líf leikarans Johnny Marco og hvernig það breytist þegar dóttir hans kemur inn í líf hans til lengri tíma.
Johnny er mjög vinsæll leikari, en persónulegt líf hans er í algjöru rugli. Hann býr á Chateaux Marmont hótelinu og eyðir dögum sínum í drykkju, pillur og einnar nætur gaman með næstu blondínu.
Þegar 11 ára dóttir hans Cleo er skilin eftir hjá honum í smá tíma fer hann að endurmeta líf sitt og gildi þess.
Það tekst vel að sýna hversu aumkunarvert líf Johnny er og breytinguna sem verður á því.
Myndin er mjög evrópsk að því leyti að hún gerist hægt og rólega og er lítið talað í henni.
Hún er lengi að byggja sig upp sem er galli, en svo venst áhorfandi hraðanum og nýtur myndarinnar.
Þó að sagan sé dramatísk koma skemmtilegir brandarar reglulega inn, þeir eru flestir kynferðislegir og mjög fyndnir.
Myndin er ágæt, leikararnir Stephen Dorf í aðalhlutverkinu og Elle Fanning (litla systir Dakotu Fanning) standa sig vel, sambandið þeirra er einstakt og skemmtilegt.
Somewhere er í svipuðum dúr og Lost in Translation, en ekki alveg jafn góð. Þetta er ekki meistaraverk en það er létt fyrir Coppola aðdáendur að njóta myndarinnar.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Focus Features
Kostaði
$8.000.000
Tekjur
$14.788.642
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
31. desember 2010
Útgefin:
5. maí 2011