Commando (1985)16 ára
Tegund: Spennumynd, Ævintýramynd
Leikstjórn: Mark L. Lester
Skoða mynd á imdb 6.7/10 112,766 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Somewhere... somehow... someone's going to pay
Söguþráður
Sérsveitarmaður sem hættur er störfum, John Matrix, fór fyrir úrvalssveit hermanna, en býr nú á afviknum stað til fjalla ásamt dóttur sinni Jenny. Núna neyðist hann til að koma aftur til starfa þegar dóttur hans er rænt af hópi glæpamanna sem eru í hefndarhug. Án þess að Matrix vissi af, þá hafa fyrrum liðsmenn sérsveitar hans verið myrtir kerfisbundið. Jafnvel þó að vinur Matrix, hershöfðinginn Franklin Kirby, láti Matrix hafa vopnaða lífverði, þá nær glæpahópurinn að ræna bæði Matrix og Jenny. Matrix áttar sig á að Bennett, sem er fyrrum liðsmaður sérsveitar hans, og var talinn af, er sá sem hefur skipulagt ránið á honum til að þvinga Matrix til að myrða stjórnmálamann fyrir mann sem kallast Arius, og kallar sjálfan sig El Presidente. Arius er fyrrum stríðsherra sem vill leiða byltingu í heimalandi sínu. Þar sem Arius mun drepa Jenny ef Matrix neitar að hjálpa, verður Matrix að láta undan og taka að sér verkefnið.
Tengdar fréttir
12.08.2015
Allar sprengingar Schwarzenegger í einni ofurklippu
Allar sprengingar Schwarzenegger í einni ofurklippu
Arnold Schwarzenegger hefur sent frá sér myndbandið Overkill með öllum þeim sprengingum sem hafa orðið í öllum hans myndum. Kappinn skellti myndbandinu, eða ofurklippunni, á Youtube til að kynna atburðinn Omaze sem hann stendur fyrir. Fólk sem tekur þátt í honum gæti dottið í lukkupottinn og fengið að „sprengja upp hluti með Arnold“ til stuðnings verkefninu After School...
18.11.2013
Escape Plan (2013)
Escape Plan (2013)
Sem gamall aðdáandi Sylvester Stallone (Rambo/Rocky) og Arnold Schwarzenegger (The Terminator/Commando) þá var þetta mynd sem ég ætlaði mér ekki að missa af, þó það séu ekki leiklistarhæfileikar þeirra félaga sem ég laðast að. Ég veit hvað þeir hafa upp á annað að bjóða, hvað þá saman. Þetta er eiginlega svona “Tveir fyrir einn tilboð”. Myndin fjallar um Ray...
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 69% - Almenningur: 67%
Svipaðar myndir