Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Dragnet 1987

Fannst ekki á veitum á Íslandi

They're so bad at being bad... but so much worse at being good! / Thank God It's Friday

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 50% Critics
The Movies database einkunn 62
/100

Friday og Streebek fá mjög skrýtin verkefni; eins og að finna stolna leðurblöku, 30 feta langan snák og makka af ljóni í dýragarði. Öll eintök nýjasta BAIT tímaritsins eru líka horfin, og efnum sem ef þeim er blandað rétt saman, þá verður til lífshættulegt gas. Allir þessir þjófnaðir eiga eitt sameiginlegt; spjöld með orðinu "PAGAN" eru skilin eftir... Lesa meira

Friday og Streebek fá mjög skrýtin verkefni; eins og að finna stolna leðurblöku, 30 feta langan snák og makka af ljóni í dýragarði. Öll eintök nýjasta BAIT tímaritsins eru líka horfin, og efnum sem ef þeim er blandað rétt saman, þá verður til lífshættulegt gas. Allir þessir þjófnaðir eiga eitt sameiginlegt; spjöld með orðinu "PAGAN" eru skilin eftir á vettvangi glæpsins. Að leysa þessar ráðgátur allar, þar á meðal það að finna fullt af farartækjum sem horfið hafa frá lögreglunni, krefjast þessa hefðbundna; að drekka kaffi á nektarbúllum, að bjarga hreinum meyjum sem hefur verið rænt frá drukknun, og að missa vinnuna. ... minna

Aðalleikarar


Ágætis mynd með þeim Dan Aykroyd og Tom Hanks í aðalhlutverkum, þar sem þeir leika löggur sem eru fengnir til að ransaka mjög svo undarleg mál, td. þjófnað úr dýragarði á 30 feta löngum snák og feldi af ljóni sem hafði verið rakað af.

Gallinn við myndina er að þetta á að vera grínmynd, en maður hlær ekki að neinu í henni.

Ágætis ræma engu að síður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hanks og Aykroyd eru fyndnir í þessarri gamanmynd sem byggir á gömlum framhaldsþáttum sem hétu sama nafni. Fjölmörg fyndin atriði er í þessarri mynd er því miður missir myndin vindin á tímabili en nær sér þó aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Húmor í líkingu við Naked Gun og aðrar Leslie Nielsen myndir. Tom Hanks hefur lært eftir þessa mynd að leika ekki í svona myndum sem aðskilja bilið á milli hans og Dan Aykroyd. Tom Hanks er alltaf góður leikari og því var áhugavert að sjá hann í þessari mynd. Myndin fjallar um tvær rannsóknarlöggur (Dan og Tom) í borg englanna - Los Angeles.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn