The Invention of Lying (2009)Öllum leyfð
( This Side of the Truth )
Tegund: Gamanmynd, Rómantísk
Skoða mynd á imdb 6.4/10 94,957 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Söguþráður
Þessi mynd er byggð á hugmynd um heim þar sem allir segja alltaf sannleikann, og svo gott sem allt sem þeim dettur í hug. Mark Bellison er handritshöfundur sem er við það að verða rekinn. Hann er lágvaxinn, feitur með flatt nef – ekki beint ákjósanleg gen þar á ferð sem þýðir að hann mun ekki ná langt með Önnu, konunni sem hann elskar. Þegar hann er staddur í banka, missir hann útúr sér skrök með ótrúlegum árangri. Síðan þegar móðir hans er við dauðans dyr, og segist vera hrædd við tómið sem fylgir dauðanum, þá býr Mark til sögu til þess að róa hana. Starfsfólk spítalans heyrir söguna um himnaríki og trúa auðvitað öllu. Sagan ferðast hratt milli manna og fljótlega er Mark orðinn að spámanni. Hann verður ríkur þegar fyrsta uppskáldaða handritið hans kemur út og þegar á öllu er á botninn hvolft þá er hann góður náungi. En mun það reynast nóg til að heilla Önnu?
Tengdar fréttir
31.10.2014
Bana bullar í New York
Bana bullar í New York
Eric Bana og Ricky Gervais munu leika í endurgerð frönsku gamanmyndarinnar Special Correspondents. Auk þess að leika í myndinni þá mun Gervais einnig skrifa handritið, leikstýra og framleiða myndina. Myndin fjallar um aðalpersónuna sem Bana leikur, sem er baslandi útvarpsfréttamaður sem hefur átt erfitt með að klífa metorðastigann, þar sem hann er bæði hrokafullur og hefur...
12.02.2011
KVIKMYNDAVERÐLAUN MYNDA MÁNAÐARINS OG KVIKMYNDIR.IS: ÓRÓI OG INCEPTION SIGURVEGARARNIR
Kvikmyndaverðlaun Mynda mánaðarins og Kvikmyndir.is voru afhent í fyrsta, en alveg örugglega ekki síðasta sinn, þann 11. febrúar í Egilshöll. Lesendur blaðsins og vefsins völdu sigurvegara í alls 16 flokkum, en þar af eru fjórir sem voru eingöngu tileinkaðir íslenskri kvikmyndagerð. Eftir æsispennandi kosningu á Kvikmyndir.is stóð Órói uppi sem ótvíræður sigurvegari íslensku...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 58% - Almenningur: 39%
Svipaðar myndir