The Breakfast Club (1985)6 ára
Tegund: Gamanmynd, Drama, Unglingamynd
Leikstjórn: John Hughes
Skoða mynd á imdb 7.9/10 260,161 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
They only met once, but it changed their lives forever.
Söguþráður
Fyrir utan það að vera í sama bekk í Shermer miðskólanum í Shermer, Illinois, þá eiga þau Claire Standish, Andrew Clark, John Bender, Brian Johnson og Allison Reynolds fátt sameiginlegt, en einnig eru þarna þau Claire og Andrew, sem eiga engin samskipti við aðra nemendur. Claire er prinsessan og Andrew er íþróttagaurinn, John er glæpamaðurinn, Brian er heilinn, og Allison er skrýtna stelpan. En það eina sem sameinar þau núna er að þau þurfa að sitja eftir í níu klukkustundir í bókasafni skólans laugardaginn 24. mars, 1984, undir stjórn Hr. Vernon, sem stjórnar þeim frá skrifstofunni hinum megin við ganginn. Hvert þeirra á að skrifa ritgerð sem á að vera að lágmarki eitt þúsund orð um hver þau halda að þau séu. Í fyrstu, ef þau skrifa þá nokkuð, mætti ætla að þau skrifuðu um það hvernig heimurinn sæi þau, og hvað þau hafa verið heilaþvegin í að trúa um sjálf sig. En byggt á þeim ævintýrum sem þau lenda í þessa níu tíma, þá munu þau sjá sjálf sig í algjörlega nýju ljósi.
Tengdar fréttir
14.03.2015
Scorsese gerir Tyson með Foxx
Scorsese gerir Tyson með Foxx
Í fyrra var sagt frá því að Jamie Foxx hefði ákveðið að leika hlutverk hnefaleikamannsins Mike Tyson í nýrri ævisögulegri mynd um kappann. Síðan þá hefur lítið heyrst af verkefninu en í útvarpsviðtali nú í vikunni í þættinum The Breakfast Club á útvarpsstöðinni Power 105´s, sagði Foxx að stórleikstjórinn Martin Scorcese myndi leikstýra myndinni: "Ég fór með...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 91% - Almenningur: 92%
Svipaðar myndir