Náðu í appið
Öllum leyfð

Uncle Buck 1989

Justwatch

He's crude. He's crass. He's family.

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 62% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

Sem latur en velviljaður piparsveinn, þá er Buck frændi síðasta manneskjan sem þú myndir óska þér að fá til að passa börnin þín. Þrátt fyrir það, þegar upp kemur vandamál í fjölskyldunni, þá er skyndilega leitað til hans til að líta eftir frændum sínum og frænkum. Buck er óvanur úthverfalífinu, en elskar fjör og skemmtilegheit, og er fljótur... Lesa meira

Sem latur en velviljaður piparsveinn, þá er Buck frændi síðasta manneskjan sem þú myndir óska þér að fá til að passa börnin þín. Þrátt fyrir það, þegar upp kemur vandamál í fjölskyldunni, þá er skyndilega leitað til hans til að líta eftir frændum sínum og frænkum. Buck er óvanur úthverfalífinu, en elskar fjör og skemmtilegheit, og er fljótur að heilla yngri frændsystkini sín, Miles og Maizy, upp úr skónum, með stórkarlalegri eldamennsku og nýjum aðferðum við að þvo þvottinn. Frjálslegur stíll hans heillar samt ekki alla - sérstaklega fellur hann í grýttan jarðveg hjá hinum uppreisnargjarna unglingsfrænda Tia, og kærustu hans Chanice. Með smá heppni og fullt af kærleika, þá tekst Buck frænda að koma öllum á óvart. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


John Candy leikur hinn atvinnulausa og óskipulagða Buck sem tekur að sér að passa börn bróður síns í nokkrar vikur. Uncle Buck er ágætis mynd á marga vegu og á John Candy aleinn og sjálfur allan heiðurinn af því þó að Jean Kelly kryddi líka myndina smávegis með sínum góðu töktum sem uppreisnartáningsstúlkan Tia. Uncle Buck er þó ekki eins fyndin og hún vill vera. Candy er mjög góður hér en húmorinn verkar samt oft þvingaður. Myndin lofar sterkum boðskap en svo reynist hann vera eiginlega enginn. Alveg fín mynd samt sem er hægt að skemmta sér yfir og reyndar skapar leikstjórinn John Hughes eftirminnilega stemningu en honum tókst samt betur upp með The Breakfast Club. Eða það finnst mér. Tvær og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er svona sú mynd sem ég horfði á sem krakki, og gat ávalt hlegið af. Og enþá dag í dag horfi ég á hana stöku sinnum, og skemmti mér ávalt konunglega.


Myndin er með hinum eina sanna John Candy, sem var alveg yndislegur leikari, en hann lést árið 1994 aðeins 44 ára gamall. Og lést hann af völdum hjartaáfall. Sem stafaði af offitu.


Myndin er lauslega um Uncle Buck eða Buck frænda sem fær það hlutverk að passa frændsystkini sín, því að faðir mágkonu hans fær hjartaáfall, og þurfa foreldranir að fljúga til hans og sjá um hann meðan hann nær sér. En Buck er sendur til að passa krakkana, og hefur ekki séð þau mjög lengi. Og krakkarnir þekkja hann lítið sem ekki neitt.

Og í fyrstu er hann ekki mikið velkomin af krökkunum, og þá helst af elstu stelpunni sem er leikin af Jean Louisa Kelly, sem leikur í yes dear þáttunum, sem eru sýndir á skjá einum.

En hann reynir sitt besta að sjá um krakkana meðan foreldranir eru í burtu, og lendir í hinum skrautlegu hremmingum.


Myndin fynnst mér mjög góð, og kemur manni ávalt í góða skapið. Rosalega góð fjölskildu mynd, og svona ein af þeim myndum sem ég horfi altaf á jólunum. Þessi og svo Die hard..:)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.04.2013

Bestu móðganir allra tíma

Vefmiðillinn Flavorwire tók saman á dögunum ansi skemmtilegan lista yfir bestu móðganir í bíómyndum. Móðganir geta verið bráðfyndnar eins og allir vita og koma úr bíómyndum úr öllum áttum, gömlum og nýjum. Hér...

31.07.2001

Nýtt hjá Jennifer Lopez

Jennifer Lopez ( The Cell ) kemur til með að leika aðalhlutverkið í nýrri mynd sem nefnist The Chambermaid. Upphaflega átti John Hughes ( Uncle Buck ) að leikstýra myndinni, en er hættur við og lætur sér nægja að skri...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn