Half Light
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ofbeldi
Í myndinni er ljótt orðbragð
RómantískDramaHrollvekjaSpennutryllirRáðgáta

Half Light 2006

Frumsýnd: 4. ágúst 2006

When the darkness falls the dead will rise.

6.0 12866 atkv.Rotten tomatoes einkunn 25% Critics 6/10
110 MÍN

Eftir hörmulegt slys þegar 5 ára sonur hennar drukknar, þá flytur metsöluhöfundurinn Rachel Carlson í kofa úti í sveit, við sjóinn í Skotlandi. En djöflar Rachel hafa elt hana, og einmanaleikinn og ofsóknaræðið, gera það að verkum að hún veit ekki lengur hvað er raunveruleiki og hvað ímyndun, nú þegar hún þarf að berjast fyrir lífi sínu, og draugar... Lesa meira

Eftir hörmulegt slys þegar 5 ára sonur hennar drukknar, þá flytur metsöluhöfundurinn Rachel Carlson í kofa úti í sveit, við sjóinn í Skotlandi. En djöflar Rachel hafa elt hana, og einmanaleikinn og ofsóknaræðið, gera það að verkum að hún veit ekki lengur hvað er raunveruleiki og hvað ímyndun, nú þegar hún þarf að berjast fyrir lífi sínu, og draugar og annar hryllingur herjar á.... minna

Aðalleikarar

Demi Moore

Rachel Carlson

Beans El-Balawi

Thomas Carlson

Kate Isitt

Sharon Winton

Nicholas Gleaves

Dr. Robert Freedman

James Cosmo

Finlay Murray

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Fín mynd sem kom skemmtilega á óvart. Ég hafði nú litlar hugmyndir um Half light út frá trailernum og vissi eiginlega ekkert um myndina. En hún segir frá rithöfundinum Rachel Carlson (Demi Moore), sem flytur í sjávarþorp í Skotlandi til að safna kröftum og reyna að finna aftur innblásturinn til skrifanna, eftir að ungur sonur hennar drukknar. Fólkið tekur vel á móti henni og hún telur sig vera á réttri leið. En það virðist sem sonur hennar hafi enn eitthvað ósagt við móður sína að handan. Og fljótlega eftir að hún kynnist myndarlegum vitaverði í þorpinu (Hans Matheson), fara að gerast undarlegir atburðir. Rachel á æ erfiðara með að átta sig á muninum á ímyndun og raunveruleika og það má eiginlega ekki segja meira um framvinduna án þess að spilla fyrir áhorfinu. Half light hefur upp á bjóða mjög heillandi umhverfi, spennandi og flókna ráðgátu-sögu og vel útfærðar og leiknar sögupersónur. Endirinn sjálfur er sannarlega ekki sjálfgefinn og maður stendur eftir svolítið gáttaður. Mæli með þessari!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn