Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Dragonfly 2002

Frumsýnd: 31. maí 2002

When someone you love dies... are they gone forever?

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 7% Critics
The Movies database einkunn 25
/100

Emily, eiginkona Dr. Joe Darrow, lætur lífið í rútuslysi í Suður - Ameríku og hann er smátt og smátt að sætta sig við dauða hennar .. þar til látnir og deyjandi sjúklingar fara að tala við hann með rödd eiginkonunnar. Með hverjum nýjum skilaboðum þá verður hann sannfærðari um að hún sé að reyna að hafa samband við hann, til að segja honum eitthvað... Lesa meira

Emily, eiginkona Dr. Joe Darrow, lætur lífið í rútuslysi í Suður - Ameríku og hann er smátt og smátt að sætta sig við dauða hennar .. þar til látnir og deyjandi sjúklingar fara að tala við hann með rödd eiginkonunnar. Með hverjum nýjum skilaboðum þá verður hann sannfærðari um að hún sé að reyna að hafa samband við hann, til að segja honum eitthvað mikilvægt. En hvað? Er hann búinn að missa vitið? Talar hún við hann úr gröfinni? Eða er hún enn á lífi?... minna

Aðalleikarar


Það er alltaf gaman þegar maður horfir á mynd og maður veit ekkert við hverju maður á að búast, og myndin er svo góð.
Það var raunin með þessa mynd.
Ég vissi ekkert um hana og svo var þetta líka þessi fína afþreying.
Ég hef mjög gaman af svona dulrænum myndum og þessi klikkar ekki.
Oftast er ég búinn að fatta plottið í svona myndum áður en þær eru búnar, en svo var ekki í þessari mynd, því hún er als ekki svo fyrirsjáanleg.
Mæli með þessari fyrir þá sem vilja taka mynd sem er ekki eintómir hasar í, og hafa gaman af dulrænum atburðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin er um mann sem er nýbúinn að missa konuna sína sem fórst í slysi. Hún vann á spítala til að hjálpa krabbameinssjúkum börnum og þau segja honum að hún vilji ná einhverskonar tengslum við hann. Og hann trúir þeim og reynir að komast að hvað hún vill. Ég mæli með þessari mynd -> sérstaklega fyrir þá sem fýla Kevin Costner
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Dragonfly er nokkuð góð spennu og drauga mynd og fjallar um mann sem missir eiginkonu sína og fer svo að sjá merki um allt sem er eins og drekafluga, konan hans var einmitt með fæpingablett á bakinu sem var eins og drekafluga. alveg ágætis afrþeyging. Endirinn fannst mér samt ekki vera nóg og góður. Fyrir þá sem vilja sjá veikari blöndu af the sixth sense og what lies beneath er þetta góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Áður en ég horfði á þessa mynd bjóst ég við spennutrylli í anda Frailty og The Gift en mér skjátlaðist nokkuð því væmni og dramatík gengur fyrir í Dragonfly.

Dragonfly fjallar um lækninn Dr. Joe Darrow (Kevin Costner) sem missir eiginkonu sína, Emily (Susanna Thompson) í byrjun myndar þegar hún deyr í bílslysi í Kólumbíu. En það allra versta er að hún var ólétt þegar hún dó. Joe er mjög miður sín eftir að hafa misst konuna sína og hugsar um hana dag og nótt. Honum bregður hinsvegar illilega í brún þegar krakkar sem eru sjúklingar á spítalanum hans segast hafa séð konuna hans og það meira að segja í hjartastoppi. Joe reynir að fá ýmsar upplýsingar upp úr þessum krökkum en það er ekki að ganga allt of vel svo hann ráðfærir sig við nunnuna Nadeline (Linda Hunt) sem er miðill.

Eftir að Emily dó varð myndin ótrúlega væmin og það var eins og leikstjórinn, Tom Shadyac væri að reyna að gera eins dramatíska mynd og hann gæti. Svo þegar Joe fór að tapa glórunni hélt maður að myndin yrði að dúndrandi spennutrylli til enda en það stóð aðeins yfir í nokkrar mínútur. Þessi mynd er aðeins 98 mínútur en þrátt fyrir það er hún langdregin alveg frá upphafsmínútunum. Myndin er líka langt frá því að vera fyrirsjáanleg en í dag hafa langflestar myndir þann galla.

Kevin Costner var ekkert sérstakur í hlutverki sínu en ég þakka bara fyrir að hann leikstýrði myndinni ekki líka. Kevin hefur verið að leika í mörgum lélegum myndum síðustu árin en næsta hlutverk hans er í vestri myndinni, Open Range. Kathy Bates leikur lítið hlutverk í Dragonfly en hún stóð sig skást af leikurunum í myndinni. Handritið er svo sem allt í lagi en það unnu 3 menn að því (Brandon Camp, Mike Thompson, David Seltzer).

Dragonfly er ekki góð kvikmynd og versti hlekkur hennar af öllu vondu er endirinn!!! Hún á samt alveg ágæta kafla svo hún fer ekki alveg í hóp með verstu myndum ársins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn