Just Friends
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir
GamanmyndRómantísk

Just Friends 2005

Frumsýnd: 26. desember 2005

He loves her. She loves him not.

6.2 100144 atkv.Rotten tomatoes einkunn 42% Critics 6/10
96 MÍN

Þegar Chris Brander játaði ást sína á besta vini sínum og vinkonu, Jamie Palamoino, þegar þau voru unglingar, þá var hjartasár og niðurlæging það eina sem Chris hafði upp úr krafsinu. Til að bæta gráu ofaná svart þá var Chris akfeitur, sem gerði hann að auðveldu skotmarki bekkjarfélaganna sem stríddu honum. En mörgum árum síðar hefur ýmislegt breyst.... Lesa meira

Þegar Chris Brander játaði ást sína á besta vini sínum og vinkonu, Jamie Palamoino, þegar þau voru unglingar, þá var hjartasár og niðurlæging það eina sem Chris hafði upp úr krafsinu. Til að bæta gráu ofaná svart þá var Chris akfeitur, sem gerði hann að auðveldu skotmarki bekkjarfélaganna sem stríddu honum. En mörgum árum síðar hefur ýmislegt breyst. Chris er núna vinsæll og virtur hljómplötuframleiðandi í Hollywood og algjör andstæða þess hvernig hann var í miðskóla, orðinn grannur og flottur. Hann er einnig með á mála hjá sér unga og upprennandi söngstjörnu sem heitir Samantha James, sem er hrifin af honum á sinn létt geðtruflaða hátt. Þegar furðulegt slys gerist á leið þeirra tveggja til Parísar, þá neyðist Chris til að koma í heimabæ sinn, með Samantha í eftirdragi. Hann grunaði ekki að hann myndi hitta þar vinkonuna sem hann hafði reynt hvað hann gat að gleyma. En hann sér nú möguleika á að fá aðra tilraun til að heilla hana, og gerir nú allt hvað hann getur til þess, þrátt fyrir að á sama tíma þurfi hann að hafa hemil á Samantha, en nýtur þar fulltingis yngri bróður síns, sem er mikill aðdáandi hennar. Þrátt fyrir allar þær hindranir sem verða í vegi hans, þá mun Chris nú gera allt sem hann mögulega getur til að verða meira en bara vinur.... minna

Aðalleikarar

Ryan Reynolds

Chris Brander

Amy Smart

Jamie Palamino

Anna Faris

Samantha James

Chris Klein

Dusty Dinkleman

Chris Marquette

Mike Brander

Julie Hagerty

Carol Brander

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Just Friends er grínmynd um feita strák sem er vinur gellu sem vill bara vera vinur hans, hann vill meira. Hann gefst upp og flytur í burtu. Nokkrum árum síðar er feiti gaurinn ekki lengur feitur, hann snýr aftur í bæinn sinn og reynir aftur og svo framvegis. Ryan Reynolds er fínn grínleikari og hefur gert ágætar hluti eins og t.d. Van Wilder. Það er slatti af fyndnum atriðum í þessari mynd en hún nær aldrei að verða meira en meðal grínmynd. Ágæt afþreying en ekki borga fyrir hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Smá spoiler:::


Ég gerði mér svo sem alveg grein fyrir hvað ég væri að fara að sjá þegar ég leigði mér þessa spólu fyrr í dag. Rómantísk gamanmynd sem gæti aðeins endað á einn veg.


Spoiler búinn:::


Þessi mynd er nú með leikara sem mér finnst ávallt mjög skemmtilegur. Lék í hinum stórskemmtilegu þáttum Two guys a girl and a pizza place. Sem voru bara eitt af mínum uppáhalds þáttum. Leikarinn heitir Ryan Reynolds, stórskemmtilegur, þó svo að hann hefur leikið í frekar slöppum myndum, eins og til dæmis wan wilder. Ég verð að segja að ég var nú fyrir smá vonbrigðum þegar ég horfði á þessa mynd. Hélt hún myndi verða fyndnari. Þau sem hélt myndinni uppi, fannst mér allavega voru þau Chris Marquette sem lék litla bróðir hans Ryan, og svo Anna Faris sem lék dekruðu og heimsku poppsöngkonu. En fannst mér hinir ekki standast undir væntingum, og þó svo að myndin var fyndin á köflum, þá fannst mér hún bara alls ekki nógu fyndin. Og svo fannst mér hún renna allt of fljótt í gegn, og rómantíkin var ekki mikið til staðar í myndinni. Ekki nema bara alveg í blá lokin. Og tengsl þeirra Amy Smart og Ryans fannst mér frekar neikvæð í myndinni,engin sterk tengsl allavega þarna á milli. Í heildina litið fannst mér myndin ekki nógu góð. En jú jú, bróðirinn var mjög góður, og samband þeirra. Og svo líka dekraða poppstjarnan. Það kom fyrir að ég brosti aðeins, og jafnvel hló.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn