Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Jumper
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Argasti viðbjóður
Myndin jumper er argasti viðbjóður sem skilur nákvæmlega ekkert eftir sig nema eitt stórt spurningarmerki.

Leikur alla sem koma að myndinni er hræðilegur, aðaleikarinn er djók, þessi maður kann ekki að leika fyrir fimm aura.

Samband aðalpersónu og persónunna Griffin sem er leikin af Jamie Bell er svo kallt. Maður nær engum ástar eða kynferðislegum tengslum á milli þeirra.

Svo er ekkert farið út í það afhverju þeir gátu gert þetta, það er að segja vera Jumper og afhverju Samuel jackson og félagar vildu drepa þá. Eina útskýringin sem hann Sammi vinur okkar gaf var að aðeins guð á að geta gert þetta. Sem að sjálfsögðu er bara ömurleg útskýring og gerir áhorfandann pirraðan og sýnir bara að leikstjórinn og handritshöfundar voru ekki einusinni að reyna.

Söguþráðurinn var sama sem enginn og maður var skít sama um alla í myndinni. Ef að aðalpersónann myndi drepast þá hafði ég ekki gefið upp nein svipbrigði, hafði ekki verið dapur eða kátur bara skít sama.

Drasl sem ekki einusinni Stevin segal myndi detta hug að koma nálægt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bug
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bug er bíómynd sem ég hef lengi verið að bíða eftir að sjá og fékk ég tækifæri til þess núna fyrir stuttu. Var ég spenntur því ég vissi ekki alveg hvað maður átti að búast við, en ég var alls ekki fyrir vondbrigðum, myndin stóðs allar þær væntingar og en betur.

Myndin er konu sem heitir Agnes (ashley judd) sem hefur mist mikið í lífinu og er sorgmædd og einmana, en þegar maður að nafni Piter kemur í líf hennar breitist margt, og fær hún að uppgauta leyndarmál sem hann vildi að engin vissi af.

Þetta er mynd sem ég persónulega fynnst hafa vantað síðustu árin, og hér sýnir leikstjóri myndarinnar William Friedkin að hann er alls ekki dauður úr öllum æðum.

Myndin er óvenjuleg, sláandi, óþægileg og mjög svo spennuþrunginn.

Annað hvort elskaru eða hatar þú þessa mynd og er ég algjörlega sá síðar nefndi. Það var eitthvað sem fángaði mig strax og sleppti ekki takinu fyrr en myndin var alveg búinn.

Þeir sem ekki þekkja til William Friedkin þá er það maðurinn sem færði okkur the exorcist, en þori ég algjörlega að ganga svo langt að- segja að þetta sé hans allra besta mynd.

Fullt hús fyrir Bug og mæli ég með því að þú finni þér tíma að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Disturbia
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Disturbia er hálfgerð endurgerð af Rear Window eftir Hitchcock sem að sjálfsögðu er algjört meistara stikki.


Þessi mynd er heldur ekki alslæm heldur, myndin er svona sett í nútíma form, um ungan strák sem er settur í stofufangelsi og hefur mikið við tíman sinn að gera, eins og t.d. að gægjast inn um glugga nágranna í hverfinu.

Myndin er bæði fyndin og spennandi og heldur sér nokkuð vegin við efnið allan tíman. Leikarar myndarinnar standa sig með stakri príði og er þetta bara mjög góð afþreigingar mynd og mæli ég bara með að fólk horfi á hana. Ekta popp og kók mynd..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Simpsons Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er maður sem hef ávalt haldið mikið upp á Simpsons, og er ekki sá eini, því ég held að fleyrra fólk viti hver hómer simpsons er heldur en Jesú.

Þættirnir fynnst mér rosalega góðir og þó að það sé búið að gera 17 eða 18 seríur fæ ég aldrei nóg.

Mig persónulega finnst þeir samt ekki hafa staðið fyrir þeim væntingum sem ég hafði gagnvart simpsons the movie.

Þetta er algjörlega bara langur simpsons þáttur og ekkert það góður þáttur meiri segja, og heldur ekkert rosalega langur því myndin er bara einn klukkutími og 14 mínútur.

Það er að sjálfsögðu mikið af góðum bröndurum í myndinni, og fullt af fyndnum atriðum en samt ekki nóg. Söguþráðurinn er alveg fáránlega þunnur og bara frekar leiðinlegur því miður.

En ég held samt að flestir hafa eða muna hlæja af myndinni annars ertu maður með enga sál.

En eins og ég segi þá stóð hún alls ekki fyrir þeim væntingum sem ég ætlaðist af henni en samt ágætis skemmtun.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Death Proof
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Persónulega fynnst mér Tarantino ekki gert feil spor sem leikstjóri, og hér er engin undantekning. Death proof er alveg stór skemmtileg, með frábærum samtölum, myndatökum og eru bílahasarnir alveg kick ass geðveikir.

Tónlistin í myndinni á stóran þátt í gæði myndarinnar og get ég sagt að tónlistin er alveg mögnuð og mæli ég með því að allir nái sér í geisladisk með tónlistinni úr myndinni, held þið verðið ekki fyrir vondbrigðum með það.

Atriðin í myndinni eru oft mjög löng, samtölin löng og farið hægt í gegnum myndina, persónulega fynnst mér samtölin í myndinni algjör gullmoli, og held ég að þeir sem fíla myndir eftir meistarann ættu vonandi ekki að vera fyrir vondbrigðum

Bílaeltingurinn er rosalega góður, þó svo að persónulega var ég að vonast til að það væri meira af honum.

Allar stúlkurnar í myndinni fara með sín hlutverk alveg geisilega vel, en sá sem algjörlega stendur upp úr er að sjálfsögðu Kurt Russel, hann er alveg dúndur svalur í myndinni.

Fannst mér samt að Eli Roth hafði alveg getað verið slepptur í þessari mynd, Tarantino er víst rosalega skotinn í honum þessa dagana og veit ég ekki afhverju.

Held hann neitar að sleppa takinu af honum eftir snildina capin fever, en finnst mér persónulega Eli Roth ekki hafa staðist undir mínum væntingum með Hostel 2.

En finnst mér Death Proof alveg frábær, og vona ég að það komi meira af þessu í framtíðinni, alvöru grindhouse myndir.

Vona ég mest að Eli Roth gerir síðan Thangsgiving því trailerinn af henni var alveg ótrúlega svalur, endilega tékkið á honum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Planet Terror
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Planet Terror er Grindhouse mynd í smiðju Robert Rodriques og var ég vel búinn að ýmimda mér hvernig hann myndi gera úr þessu verkefni hans og Quentin Tarantino og get ég sagt að ég var fyrir alls engum vondbrigðum, það svoleiðis skín stíll Rodriques í gegnum þessa mynd, og var ég algjörlega að bíða eftir virkilega blóðugum og heilalausum splatter, sem fer ekki mikið út í neinar tilfeningar nema bara til að gera þær hallarislegar og já hálf kjánalegar. Þetta er svo ekta B klassa mynd, það er að segja útlitlega séð. Grindhouse skín í gegnum hana. Eina sem ég get kanski smá sett út á myndina var að hann gerði stundum aðeins of mikið í því að sýna ónítar filmur og því um líkt,en það var nú samt bara töff. Myndin var alveg ótrúlega blóðug, drepið fullt af fólki sem var bara geggjað. Var samt á tímabili mikið að bíða eftir einhverju svipuðu atriði og slátturvélar atriðinu í Braindead, voru sum svona næstum því jafn góð og það atriði. Allavega myndin var alveg frábær, og mæli ég með að allir sannir splatter aðdáendur skelli sér á þessa, verðið alls ekki fyrir vondbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Transformers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Væntingar mínar á Transformers voru ekkert rosalega miklar, ég vissi alveg hvað ég var að fara á þegar ég steig inn í bíósalin. Eða svona næstum því, var að vonast til að hún myndi koma mér á óvart, sem hún gerði nú samt ekkert rosalega mikið. Þetta er náturlega mynd eftir patriotinn Michael Bay sem færði okkur Bad Boys, The Rock , Armageddon og pearl harbor meina þarf ég að segja eitthvað meira. Svo ég vissi algjörlega að þetta átti eftir að vera amrísk klisja sem var algjörlega um þá, við getum við við við. En með það hugfast þá reyndi ég að láta allt svoleiðis frammhjá mér fara og hafa gaman að. Sem tókst, skemmtanargildið í myndinni er mjög fínt, fyrri helmingur myndarinnar er stórgóður, svo svo fer myndin að tala helvíti mikið niður í seinni tíð.

Tæknibrellurnar í myndinni eru nátturlega alveg fáránlegar, held ég hef aldrei séð jafn vel gerða mynd á æfi minni, þó kannski að spiderman 3 hafði komist nálægt því.

En þó svo að maður reyndi sitt besta í að láta kjánahrollin ekki koma upp eftir hvert einasta slowmotion atriði og væluatriði í myndinni þá var það samt á tímabili svolítið erfitt. Til dæmis allar þessi slowmotion atriði eða hægu atriði sem mér fannst alveg töff í byrjun myndar en svo þegar hann vinur okkar Michael Bay sem er virkilega frægur fyrir þessi helvítis hægu byssuatriði sem jú geta verið töff ef þau eru ekki notuð í hverju einasta spennu atriði var búinn að nota þetta yfir 30 sinnum var maður orðin meira en pirraður á því.

En fyrir utan allt svona þá var myndin samt ekki al slæm, og jafnvel bara skemmtileg, og fynnst mér þeim hafa jú bara tekist ágætlega að koma með þessa fínu fáránlega dýru hasamynd sem var alveg ótrúlega falleg fyrir augað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Planet Terror
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Er ég hér að fjalla um enga aðra en Planet Terror þar sem ég fjalla um Death proof annað staðar.

Planet Terror er Grindhouse mynd í smiðju Robert Rodriques og var ég vel búinn að ýmimda mér hvernig hann myndi gera úr þessu verkefni hans og Quentin Tarantino og get ég sagt að ég var fyrir alls engum vondbrigðum, það svoleiðis skín stíll Rodriques í gegnum þessa mynd, og var ég algjörlega að bíða eftir virkilega blóðugum og heilalausum splatter, sem fer ekki mikið út í neinar tilfeningar nema bara til að gera þær hallarislegar og já hálf kjánalegar.

Þetta er svo ekta B klassa mynd, það er að segja útlitlega séð. Grindhouse skín í gegnum hana. Eina sem ég get kanski smá sett út á myndina var að hann gerði stundum aðeins of mikið í því að sýna ónítar filmur og því um líkt,en það var nú samt bara töff.

Myndin var alveg ótrúlega blóðug, drepið fullt af fólki sem var bara geggjað. Var samt á tímabili mikið að bíða eftir einhverju svipuðu atriði og slátturvélar atriðinu í Braindead, voru sum svona næstum því jafn góð og það atriði.

Allavega myndin var alveg frábær, og mæli ég með að allir sannir splatter aðdáendur skelli sér á þessa, verðið alls ekki fyrir vondbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Reno 911! Miami
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Reno 911:Miami er bíómynd byggð á þáttunum reno 911 sem eru þættir í anda cops, fyrir utan það að þessir þættir eru 100% leiknir og grínþættir. Þættirnir fynnst mér vera algjör snild, ótrúlega fyndnir og mæli ég með því að allir sjái þá.



Myndin fannst mér ekki alveg standa undir þeim standart sem þættirnir eru. Jú fyndin er hún, ég hló mig oft máttlausan, en einhvernvegin finnst mér hún vera allt of mikil sölumenska, og finnst mér hún ekki alveg ganga upp. Söguþráðurinn er ótrúlega þunnur og eiginlega bara sama sem ekki neitt, þetta er reyndar bara eins og mjög langur reno 911 þáttur, sem já gengur ekki upp, finnst að söguþráðurinn hafði átt að vera aðeins sterkari en hann var.

En engu síður þá er þetta reno 911, og húmorinn í þáttunum skila sér algjörlega í myndina, og fær myndin stóran stóran plús fyrir það. Steikt er hún, sem er frábært, en já fínasta mynd en ég var samt fyrir smá vondbrigðum því ég hélt að hún ætti eftir að verða betri, en hún er samt alveg góð engu síður og mæli ég alveg með að fólki sjái hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Knocked Up
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór á knocked up þá hélt ég að ég væri að fara á mynd sem væri svolítið í anda 40 year old virgin og ancurman, jú jú það er að hluta til rétt. En hún er eitthvað svo miklu meira, og merkilegri mynd en ég bjóst við. Vissulega er hún mjög fyndin og mjög svo kómískt yfirbrag á henni. En um leið er hún líka falleg,

rómantísk og bara mannleg mynd.



Myndin er í stuttumáli um ungan mann sem hittir þessa laglegu stúlku á bar, þau skemmta sér vel saman þetta kvöld og enda með því að fara saman heim. Ekkert hittast þau neitt meira eftir kvöldið fyrr en 3 vikum síðan þegar strákurinn fær hringinngu frá stúlkunni sem gefur honum þær fréttir að hún sé ólétt eftir hann.



Þetta er ekki þessi týpiska rómantíska gaman mynd þar sem fólk hittast verða ástfanginn allt fer í bál og brand undir lok og svo endar með því að maðurinn eltir konuna upp á flugvöll. Þessi mynd er meira bara sem myndi gerast fyrir okkur, hina almennu borgara.

Þarft að vinna í að vera ástfanginn og þetta er ekki alltaf dans á rósum, með rómantíska one liner sharmerandi gaur sem heillar konuna upp á skónnum. Meira bara svona meðalljón sem hittir þessa stúlku gerir hana óvart ólétta, og þarna kveiknar upp eitthvað samband sem er bara svo rosalega eðlelegt sem gerir myndina svo fallega. Jú jú grín mynd er þetta, með grófu brandaranna inn á milli, en samt heldur hún sér á eðlelegum nótum.

Hún nær algjörlega að fanga þennan eðlilega sarma, alls ekki ýkt, eins og svo margar rómantískar gamanmyndir. Þetta er svona fyrsta myndin sem ég sé sem er bæði drep fyndin og svo há alvarleg líka. Og já ég held ég get ekki lýst þessu mikið betur, bara mynd sem allir ættu að sjá því hún er alveg frábær.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blind Dating
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Blind Dating, hmm ég get sagt bara strax að þessi mynd var alls ekki góð. Alaveg hræðilega illa leikin af öllum nema Eddi Kaye Thomas, sem lék í american pie myndunum.

Það er alveg ótrúlegt hvað þessi mynd er illa leikin, eins og leikarar myndarinnar hafa aldrei leikið fyrir framan cameru áður,.

Myndin er um strák sem vill kynnast stúlku, svo hann fer á ýmis blind stefnumót, en það sem er svo ''sætt'' og ''fyndið'' er að hann er blindur í alvörunni.

Mig leiddist mykið á þessari mynd, hún var öll svo rosalega litlaus eitthvað. Ekkert fyndin, rómantíkin var léleg því tilfeningin var alls ekki til staðar, aðalega út af lélegri frammistöðu leikara.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Hard 4.0
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja þá er John McClane mættur aftur á svæðið, kannski aðeins eldri en samt alveg jafn ógeðslega harður.


Ef það er eitthvað sem ég elska mest við Bruce Willis þá er það John McClane, þessi karater er öruglega einn af mínum uppáhalds.

Var ég frekar stressaður þegar ég fór á myndina, væntingarnar miklar og óttaðist ég mikið að myndin myndi ekki standa undir væntingum.

En get ég sagt að ég þurfti ekki að óttast neitt því hún gerir það svo sannarlega. Spennan í hámarki og húmorinn algjörlega til staðar. Þessi skemmtilegi hroki og töffaraskapur í McClane er aljgörlega til staðar. Reyndar stóð hún ekki undir fyrstu og þriðju myndar, sem eru að sjálfsögðu bestu spennumyndir í heimi.

En ég get sagt að ég yljaði allur um líkaman þegar ég horfði á myndina þvi ég var svo kátur yfir því hvað ég var að skemmta mér virkilega vel. Justin Long alveg frábær í myndinni sem svona já fyndni gaurinn sem fylgir félaga okkar eftir.

Svo er það Timothy Olyphant sem vondi kallinn, þessi leikari er í miklu uppáhaldi hjá mér og er bara rísandi stjarna, hann er algjörlega frábær í myndinni. Já í heild sinni er myndin algjörlega frábær og mæli ég með að allir sanndi die hard aðdáendur fara á þessa mynd í bíó, held þið verðið alls ekki fyrir vondbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Let's Go to Prison
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Lets go to prison er mynd eftir mann að nafni Bob Odenkirk sem hefur gert hinar og þessa stuttmyndir, og já hef unnið sem leikari, handritshöfundur, framleiðandi og sem leikstjóri á sinni annari kvikmynd í fullri lengd. Sú fyrri heitir Melvin goes to dinner og er fínasta mynd. Þessi hinsvegar fannst mér ekki nógu góð.

Í aðalhlutverkum eru þeir Dax Shepard ( Employee of the Month, Without a Paddle) og Will Arnett ( Arrested Development)

Myndin er um síbrota mann ( Dax Shepard) sem er ávalt að lenda í klandri, og alltaf sami dómarinn sem situr hann á bak við lás og slá. En einn daginn þegar hann er látinn laus ætlar hann sér að hefna sín á dómaranum, en því miður þá dó dómarinn nokkrum árum áður, en hann deyr ekki ráðalaus heldur ákveður að hefna sín á syni hans í staðinn og kemur honum í það mikið klandur að maðurinn fer í fangelsi. En það er ekki nóg..

Myndin fannst mér ekkert sérstök,jú jú fyndinn af og til en söguþráður frekar þunnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
It's a Boy Girl Thing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Its a boy girl thing er gott dæmi um það að Holliwod er algjörlega byrjuð að skíta yfir bakið á sér og hugsa bara um ekkert annað en að græða meiri peninga á heimskum almúganum. Ég borgaði ekki fyrir þessa mynd svo ég hef kannski litla afsökun, þó svo að ég skammast mín smá fyrir að plata sjálfan mig í það að sjá þessa mynd.

Finnst eins og frammleiðendur myndarinnar hefur sest niður og hugsað sér, okei hvað getum við stolið og notfært okkur til að gera mynd sem laðar að miljónir litla smá stelpna sem virðast hafa ekkert hugmyndarflug og þurfa að vera matað einhverri helvítis vitleisu sem hefur engan tilgang eða söguþráð. Maður er búinn að sjá þennan söguþráð svo oft áður, fólk skiptist um líkama, jú jú þetta er skemmtileg hugmynd og hægt að gera ágæta hluti með þennan söguþráð, en það er svo alls ekki gert með þessa mynd, hún er aljgörlega bragðlaus, hún á sér engan sjarma og maður er algjörlega hlessa að fólki finnst svona drasl gott.

Eina jákvæða var að leikkonan sem leikur í þessari mynd er ótrúlega flott, og naut ég mín mikið þegar ég sá hana á tjaldinu, en hún var langt frá því að vera góð í sínu hlutverki. Strákurinn hins vega stóð sig mun betur, hann náði báðum karaterum vel, sem strákur og síðan sem stelpa, hann fær nú plús fyrir það.

Ég viðukenni það að mér finnst stundum lúmskt gaman af unglingamyndum sem maður er mataður af öllu og þarf ekki að hugsa neitt, bara brosa og hafa gaman að, jú jú það er allt gott og blessað með það, en svona vitleisa líð ég alls ekki og verð ég að segja að ég gef myndinni bara fílukall, sem ég reyni nú oft að forðast, en myndin fannst mér alveg hræðilega leiðinleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hostel: Part II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hostel 2 er eins og flest allir vita er leikstýrt af íslandsvininum Eli Roth, og finnst mér kannski að myndin sé svona rosalega vinsæl hér á landi út af því að hann heimsækir landið oft og fékk sína hugmynd af Cabin Fever þegar hann vann hér á sveitabæ og fékk alveg hræðileg útbrot af heiinu því hann var með svo slæmt ofnæmi fyrir því þannig að skinnið á honum flagnaði af.

Ég er reyndar ekki einn af þeim sem fíla myndirnar hans út af því að hann líkar vel við land mitt og þjóð, heldur því ég elska hrillingsmyndir og finnst mér myndir sem hann hefur gert brútal og bara mjög góðar. Capin fever hef mér ávalt fundist besta myndin hans, hefur hann nú bara gert núna 3 myndir í fullri lengt, Cabin Fever hostel og núna Hostel 2.

Hostel fannst mér líka ótrúlega góð, óhugnaleg og fyndin.

Það sem gerði hana óhugnalega er að ég vissi ekki alveg um hvað málið var, og maður var mjög spenntur yfir því hvað var í gangi þarna, óvissan var það sem hræddi mann.. Í þessari mynd Hostel 2 er ekkert svoleiðis, maður veit alveg hvað málið er, myndin er alveg eins uppbiggð og sú fyrri, kinnst karaterum helminginn af myndinni og svo hinn helminginn er hrillingurinn.

Fannst bara eins og ég væri að horfa á sú fyrri aftur nema í staðin fyrir stráka er stelpur. Ég vill ekki hljóma eins og karlremba en mig finnst oftast karlmans karateranir í bíómyndum mun fyndnari en kvennmans, þó svo að kvennmennirnir eru yndisleg og skemmtilegar, þá var ég mjög smeikur yfir því að eingöngu kvennmans fórnalömb myndir virka, en ég held ég hafi haft rangt fyrir mér því þær stóðu sig bara frekar vel í sínum hlutverkum í myndinni.

Fyrri helmingur myndarinnar var að virka mjög vel, mjög skemmtilegur, en svo þegar hléiið var búið bjóst maður við hrillingnum en mér fannst einhvernveginn aldrei neitt almennilegt gerast, og spennan var svona að koma og aðeins upp en svo var myndin bara allt í einu búin, og var ég mjög pirraður þegar cretid kom því mig fannst svo margt eiga eftir að koma, fannst spennan í myndinni algjörlega vanta.

Ég var fyrir vondbrigðum með myndina, því það var hægt að gera svo miklu betur með seinni helming myndarinnar, meðan sá fyrri er mjög góður.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Zodiac
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Zodiac er mynd eftir engan annan en David Fincher, sem færði okkur myndir eins og se7en, fight club og svo panic room.

Myndin er líka prítt myndarlegum leikarahóp, þeim Jake Gyllenhaal, Mark Ruffalo, Robert Downey Jr., Brian Cox,John Carroll Lynch og svo Chloë Sevigny mikið af þessu eru mjög svo rísandi stjörnur.

Maður sér strax að myndin er rosalega vönduð og vel gerð, engin skal undra það því ekki er um nýgræðing að ræða í þessu fagi þegar kemur að myndinni um Zodiac sem var einn illræmasti fjöldamorðingi bandaríkjana í 20 ár.

Tónlistinn í myndinni er líka alveg frábær og yfirbragurinn rosalega flottur, myndin er mjög löng, en það hrjáði mig alls ekki þvi hún heldur sér við efnið allan tíman og hélt mér allavega algjörlega föstum á meðan myndinn var að rúlla gegn.

Ég las bókina áður en ég fór á myndina, og myndin heldur sér algjörlega við bókina, og svo aðrar heimildir svo myndin er rosalega nálægt því að vera hundrað prósent sannsöguleg, þó svo að sjálfsögðu er hitt og þetta sé kannski gerðist ekki.

En hún nær samt að halda sér á því sem gerðist og fer ekki að bulla eitthvað eins og gerist mjög oft við svona myndir.

Allir leikaranir sem komu nálægt þessari mynd eru algjörlega frábærir, fannst mér þá Mark Ruffalo standa upp úr sem lögreglustjórinn David Toschi. Hann var mjög góður og trúverðugur í sínu hlutverki, svo er að sjálfsögðu hann Jake Gyllenhaal sem rithöfundur myndarinnar Robert Gaysmith.

Mér fannst nú Robert Downey Jr mjög góður, samt þessi carater sem maður hefur séð hann leika rosalega oft, en eingu síður mjög góður.

Myndin fannst mér alveg ótrúlega góð og held ég að David Fincher getur verið rosalega stolltur af sínum ferli sem leikstjóri því hann hefur eingöngu fært okkur algjört gull hingað til.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spider-Man 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Get nú sagt að þetta er ein af flottustu myndum sem ég hef séð, tæknilega séð, rosalegar tæknibrellur í þessari, eins og hefur verið í hinum tvem þá tekst þessi líka að vera ein vel gerðasta mynd sem gerð hefur verið. Tæknibrellurnar eru alveg ótrúlega flott, maður finnst eins og maður sé á staðnum þegar hasa atriðin eru í fullum gangi. Það gefur myndinni stóran, stóran alveg rosalega stóran bónus. Væmnu atriðin eru svolítið pínleg þegar myndin byrjar, fannst byrjuninn ekki lofar góðu en svo þegar myndin er komin svona við miðju er komin framm dúndur mynd, og fær maður að sjá flottan spiderman. Alveg frábær atriðn þar sem maður fær að sjá töffaran í spiderman.

Kemur fyrir að myndin verður svolítið væmin, og gerir það að verkum að hún verður alveg hræðilega pínleg. Gæti líka verið að myndin sé í lengri kanntinum, þó svo að mig leiddist aldrei.

Vondu mennirnir voru frábærir, sandman var alveg fáránlega vel gerður, þó svo að leikarinn sjálfur þó svo að hann sé frábær leikari eins og í sideways, var hann ekkert að sýna rosalega leikhæfileika í sínu hlutverki sem sandman eða sandmaðurinn, en það er alveg ótrúlegt hvað sandmaðurinn sjálfur er vel gerður, maður heldur virkilega að þetta sé alvöru manneskja. Topher Grace er alveg frábær í sínu hlutverki sem Eddi Brock og svo sem Venom. Spiderman sjálfur Tobey Maguire var líka alveg fínn, þó svo að þetta helvítis glott fer stundum alveg hræðilega í taugarnar á mér. Kristen Dunst sem Mary Jane var líka alveg skít sæmileg, en ég meina eins og maður segir engar óskarsverlauna leikur þarna, sem er algjörlega ekki nauðsinnlegur í svona mynd.

Svo nátturlega sá sem var með lang bestu frammistöðuna í myndinn var enginn annar en Bruce Campell sem hinn franski þjónn. Hann er algjörlega frábær í því litla aukahlutverki. En eins og margir vita þá lék hann í hinum frábæru evil dead myndum, og hefur leikið í öllum Spiderman myndum.

Í heildina litið fannst mér myndin mjög góð, eina sem dró hana svolitið niður voru þessi pínlegu væmnu atriði sem hafa reyndar verið í öllum myndunum og bara eitthvað sem maður verður víst að sætta sig við.

Þó svo að mér fannst nr eitt alltaf best, þá fannst mér þriðja myndin betri en sú seinni og held hún á alveg skilið 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Brick
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Brick er mynd eftir Rian Johnson og er þetta hans fyrsta mynd í fullri lengt og er um ungan mann að nafni Brendan en hann er eins og ég sagði ungur maður sem lifir ósköp rólegu líf og vill helst bara halda sig fjarri öðrum, einfari sem kærir sig ekki um spiltu krakkana í skólanum hans. En svo þegar hann fær hringingu frá fyrrverandi kærustu sinni sem tilkinnir honum að hún sé í mikilli hættu´en áður en hann fær að vita meira, hvar hún er og svo frammvegis þá slitnar sambandið. Svo hann er algjörlega staðráðinn í því að finna stelpuna hvað sem það kostar.

Myndin er eins og hálfgerð gamaldags bresk sakámálamynd nema hún er sett í háskóla í bandaríkjunum og verð ég að segja að ég var alveg ótrúlega heillaður.

Leikurinn í myndinni er alveg ótrúlega góður.

Joseph Gordon-Levitt og Lukas Haas eru sérstaklega í miklu uppáhaldi hjá mér, þeir fóru með hlutverk sín alveg stórkostlega, en það gerðu það nú eiginlega allir.

Myndatakan er ótrúlega hrá sem er alveg geggjað. Elska myndatökuna í þessari mynd, gerir myndina svo raunverulega.

Það hafa verið margar ótrúlega góðar myndir á þessu ári í bíó sem ég hef gætt mér af seinustu mánuði.

Þessi kom reyndar út fyrir alveg 2 árum og kom hingað bara beint á spólu, en engu síður er þessi mynd algjörlega í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana og held ég bara að hún toppar allar hinar þó svo að ég viti að það eru rosalega sterk orð, en hún er algjör gullmoli og mæli ég með því að allir taki sér þessa...

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Number 23
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The number 23 er um ungan mann að nafni Walter Sparrow sem lifir ósköp venjulegu lífi, nema einn daginn finnur kona hans bók og lætur hann fá til að lesa. Hann gerir það og tekur henni ekkert svo alvarlega til að byrja með, fyrr en hann sér að hún er óhugnalega lík hans lífi, það gerir hann forvitinn og innan skamms er hann dreginn inn í atburða rás sem er hættuleg fyrir hann og fjölskildu hans.

Ég verð að segja að ég var fyrir miklum vondbrigðum með þessa mynd, hún var meira svona hlægileg heldur en spennandi eða óhugnaleg.

Jim Carrey fannst mér ekki góður, hann hefur tekið að sér dramahlutverk og gert það ótrúlega vel eins og í t.d. Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Truman Show og man on the moon, en þarna er hann ekki góður. Ég gat engan veginn tekið hann alvarlega, maður sá stundums vona ace ventura hreifingar á honum og þegar hann átti að vera alvarlegur og töff þá varð hann eiginlega hlægilegur og hallarislegur.

Söguþráðurinn var líka alveg ömurlegur, ótrúlegt hvað þau voru að troða í manni þessari helvítis tölu 23 og allar þær heimspekilegar staðreindir á bak við þessa tölu sem var orðið alveg fáránlegt og langsótt. Hann átti afmæli 3 febrúar sem er þá 02.03 í kennitölunni hans sem táknar þá 23. Eins og ég sagði alltaf vera að troða þessari tölu inn á mann, í byrjun var maður alveg ,,já já sniðugt, áhugverð pæling á þessari tölu, mjög sætt’’ en svo varð maður bara oðinn pirraður þegar leið á myndina.

Söguþráðurinn var líka frekar slæmur, frummleikinn var svo alls ekki til staðar, þó svo að þeir voru að reyna algjörlega sitt besta að koma með eitthvað ótrúlega frumlegt og ferskt.

Inn á milli komu líka inn atriði sem fékk mig til að hlægja, það var þegar verið var að fara inn í sögu bókarinnar, þá kom svona sin city stíll á myndina sem átti að vera rosalega töff, en var bara hlægilega fáránlegt. Sin city var töff, þetta var ömurlegt.

Allavega frekar slæm mynd, eina góða við hana var byrjuninn, virtist vera að myndin væri að leiða okkur inn í magnaðan söguþráð sem hún gerði alls ekki. En annars bara frekar sorgleg mynd.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Anna og skapsveiflurnar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Anna og skapsveiflurnar eða Anna and the moods eins og hún heitir á ensku, (ég ´sá hana á ensku)


Þetta er stuttmynd eftir Gunnar Karlsson og Sjón Sigurðsson.

Þau sem ljá rödd sína í þessari tölvugerðu teiknimynd eru þau Björk Guðmundsdóttir, Damon Albarn, Terry Jones, Sjón Sigurðsson og Þórun Lárusdóttir.

Myndin er um stúlku sem heitir Anna sem er falleg ljóshærð bláeigð stúlka, sem er góður námsmaður og vel upp alin stúlka. En einn daginn þá breitist Anna, hárið verður svart, verður föl í andliti og augun svört og drungaleg. Bleikkjóllinn hverfur og við tekur svört og drungaleg föt. Skapsveiflurnar verða rosalega, stúlkan sem eitt sinn vaknaði kát og hress varð núna köld og grimm.

Foreldrar Önnu vita ekki til hvaða bragðs skal taka, því ekki vilja þau að nágrannarnir viti af skapsveiflu dóttirnnar, svo þau ákveða að fara með Önnu í meðferð hjá Dr Artmann sem tekur við stúlkum eins og Önnu og breitir þeim aftur í betri og þægari stelpu, eða það telur hann.

Anna og Skapsveiflurnar er stuttmynd sem vann til eddunar þetta árið. Hún er eitthvað um 26 mínútur, og kannski frekar skrítið að hún sé sínt í bíó, og vonandi ekki rukkað um fullt verð, ég fór á hana á kvikmyndasíningu sem var kinnt þær myndir sem voru tilnefndar til eddurnar, en myndin er reyndar mjög góð, ljóðræn og skemmtileg.

Ljóðin eftir hann Sjón í þessari mynd er hreint út sagt æðislegar, veit reyndar ekki hvernig þau eru´á íslensku því eins og ég sagði sá ég myndina á ensku, hafði nú mikinn áhuga að sjá hana á íslensku líka, því ljóðin hljóta að vera öðruvísi þar.

En jú mjög skemmtileg tölvugerð stuttmynd sem ég mæli nú með að allir sjái.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Babel
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég veit ekki alveg hvað ég bjóst við af Babel, hafði ekki mikið kinnt mér málið áður en ég fór á myndina, fannst hún bara koma allt í einu án þess að ég tók eftir því.

Hún fór allavega algjörlega framm hjá mér, kannski út af því að sjónvarpið mitt varð ónýtt núna um daginn og ég hef því lítið getað horft á sjónvarp.

Ég settist í bíósalinn með alls engar væntingar, hélt að þetta væri svona ekta Holliwod mynd. Myndin byrjaði og kom ég mjög fljótt að því að svo var alls ekki, hún er algjörlega langt frá því.

Myndin er eiginlega 3 sögur sem eiga þær allar sameiginlegt að þær tengjast á einn eða annan hátt. Þó svo að það er nú ekki svo mikið.

Myndin fannst mér mjög góð, er svolítið í stíl við 21 grams og Amores perros sem eru myndir eftir sama leikstjóra Alejandro González Iñárritu.

Myndin er frekar rólegt, og þó svo að það gerist ekkert ótrúlega mikið í myndinni þá heldur hún manni algjörlega föstum við skjáinn, því það er mjög áhugavert sem er að gerast fyrir framann þig. Myndin er svolítið löng, og það eru kannski nokkur atriði sem má alveg sleppa.

Allavega myndin er samt frábær og mæli ég eindregið með henni. Kom alls ekki á óvart að hún var tilnefnd, kemur mér ekki heldur á óvart ef hún verður kosinn besta myndin þó svo að ég held með annari mynd.

En myndin var mjög góð og mæli ég eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Prestige
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ótrúlegt hvað er mikið af gullmolum í bíó þessa dagana og er þessi algjörlega ein af þeim.

Bræðurnir Christopher Nolan og Jonathan Nolan eru að sjálfsögðu ekkert annað en snillingar ég meina fyrst Memento svo The Prestige tvær myndir sem fá algjörlega topp einkun á t.d imdb.com. (memento 8,6 og The Prestige 8,1)

Og eru þeir enþá ungir, ég meina Christopher er 36 ára og Jonathan aðeins 30 ára og eiga þeir algjörlega frammtíðina fyrir sér í þessum bransa. Christopher Nolan algjörlega búinn að sína að hann er einn af betri amrísku leikstjórunum í dag, og ég verð alls ekki hissa ef hann eigi ekki bara eftir að vera alveg ótrúlega stór í frammtíðinni.

En handritið af þessari mynd vinna þeir í sameningu eins og þeir gerðu með memento (sem er reyndar bigð á smásögu eftir Jonathan Nolan) og er handritið að sjálfsögðu alveg glæsilegt.

Myndin er biggð á sögu eftir Christopher Priest og ætla ég mér svo sannarlega að leita bókina uppi og lesa hana.

Myndin er aðalega um tvo galdramenn að nafni Robert Angier leikin af Hugh Jackman og svo Alfred Borden sem er leikin af Christian Bale. (margir af krúinu með mjög svipuð nöfn)

Og bara hversu langt þeir ganga til að blekkja áhorfandann.

Og deilur þeirra á milli yfir ´því hver er betri og gera þeir hvað sem er til að verða betri en aðstæðingurinn.

Leikaranir eru flest allir ótrúlega góðir.

Christian Bale er náturlega bara í myklu uppáhaldi hjá mér, ótrúlega góður leikari.

Svo er það Hugh Jackman sem einnig sínir mjög góða frammistöðu í sínu hlutverki.

Michael Caine líka alltaf mjög góður í öllum myndum sem hann tekur sér fyrir höndum.

Mér fannst samt Scarlett Johansson svona síðst í sínu hlutverki, fannst hún frekar litlaus og ekki alveg nógu góð.

Sem er mjög leiðinlegt því mér hefur ávalt fundist hún mjög góð leikkona og líka alveg ótrúlega myndarleg.

En hún dregur myndina samt alls ekki niður, en hún er samt ekkert að sína neinn afbragðs leik.

En þessi mynd er en einn gullmolinn í safnið þessi misseri, og vorkenni ég öllum þeim sem vinna við að dæma í ýmsum kvikmyndaverlaunahátíðum víðs vegar um heiminn því það er alveg ótrúlega mikið um að velja, og það er alveg örugt að þessi kemst í hópinn af einum af bestu mynum ársins 2006, þó svo að þær séu orðnar þó nokkrar.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Children of Men
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Children of men er eina af þessum myndum sem maður gleimir seint og líka mynd sem maður sér aftur og aftur.

Ótrúlegt hvað leikstjórinn nær að fanga raunveruleikann í þessari mynd, því þér líður eins og kamerumaðurinn sé hluti af myndinni, (í sumum atriðum) og maður fær spennuna beint í æð.

Ótrúlegt hvernig þetta er gert, rosalega löng atriði, ekkert klippt og krúið allt á eftir þeim, má ekkert klikka. Ég var alveg gáttaður yfir þessu, var bara algjörlega snildarlega gert.


Allavega, myndin var ótrúlega góð í alla staði, og mæli ég eindregið með því að þið heimsækið þessa í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stranger Than Fiction
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er algjör gullmoli á ferðinni, þó svo að það sé alls ekki það skrítið því að á bak við myndina er enginn annar en Marc Forster sem færði okkur til dæmis Finding Neverland.

Og svo er hópur leikara sem gerir þessa mynd af þeirri sem hún er, ein af bestu myndum ársins 2006, svo einfald er það.

Justin Hoffman, Maggie Gyllenhall, Emma Thompson og Queen Latifah standa sig öll alveg frábærlega, en sá sem á sjálfsögðu mest hrós skilið er Will Farrel sem sínir að hann getur svo mikið meira en að leika bara í gamanmyndum, hann er algjörlega frábær leikari sem á svo sannarlega skilið óskarsverlaun fyrir frammistöðu sína í þessari mynd.

Þessi mynd er alveg ótrúlega frumleg, skemmtileg, fyndin, mannleg og bara alveg ótrúlega góð í alla staði. Held ég geng bara svo langt að segja að þetta sé bara ein af mínum upphalds myndum, punktur.


Myndin er í stuttumáli um mann að nafni Harold Crick sem vinnur hjá IRS, er rosalega skipulagður og hugsar allt í tölum. En það sem hann veit ekki er að hann er aðalpersóna í sögu, sögu sem rithöfndur að nafni Karen Effiel er að skrifa og það fyndna er að rithöfundurinn sjálfur veit það ekki heldur.


Ég mæli með því að allir sem hafa eitthvað vit á kvikmyndum og vilja sjá eitthvað nýtt og ferskt fari á þessa mynd. Það er algjör skilda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Little Miss Sunshine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Litle miss sunshine er ein af þessum myndum sem þú bara líður vel á að horfa á. Ekkert kynlíf og ofbeldi sem er reyndar alveg fínt stundum, bara falleg skemmtileg fyndin mynd sem kemur flestum í gott skap.


Myndin er lauslega um fjölskildu sem ferðast alla leið til kaleforníu því að yngsta dóttirinn aðeins 6 ára gömul er að fara að taka þátt í litle miss sunshine sem er einmitt fegurðarsamkeppni fyrir stelpur á aldrinum 6 - 7 ára.

Og er ferðalagið frekar skrautlegt frá byrjun til enda.


Ég hef alltaf ferið rosalega hrifinn af þessum antí holliwod mynum sem stimpla sig alls ekki á þann markað. Heldur bara low buchet einfaldar myndir sem sýnir hið fallega og góða í lífinu, litle miss sunshine er í heildina litið mjög svo þannig mynd þegar upp er staðið.

Mér fynnsta alveg frábært verkefni sem græna ljósið er að gera, og vonandi að þeir hala áfram engungu að koma með svona alvöru skemmtilegar og bara rosalega góðar myndir í bíósalina, því það er alveg rosalega nauðsinnlegt.

Heildina litið frábær mynd sem ég mæli með að allir sjái.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Transamerica
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Transamerica er um kynskipting að nafni Sabrina Osbourne eða öðru nafni Bree sem bíður eftir lokaaðgerð sem á að breita henni úr karli í konu. En líf hennar tekur frekar óvænta stefnu þegar hún kemmst að því að hún á son í new york sem heitir Toby. Hún fær símtal um það að hann hafi verið handtekinn og það þurfi að borga tryggingu til að forða honum úr fangelsi.

Vandamálið er að sjálfsögðu að hún hafði ekki hugmynd að hún ætti son og nú bannar sálfræðingurinn henni að ganga í gegnum aðgerðina fyrr en hún fer til New york og leysi þau vandamál á milli hennar og sonar hennar Toby.


Myndin finnst mér mjög góð, dramtísk og lýsir vel því sambandi sem myndast milli þeirra Toby og Bree. Sýnir manni að við erum ekkert öðruvísi þegar ást og umhiggja á sér stað.

Leikstjórinn Duncan Tucker og handritið einnig, og já þetta er svona róleg dramatísk gamanmynd og finnst mér hann gera frábæra hluti með þessa mynd.

Konan í hlutverki Bree er engin önnur en Felecity Huffman sem leikur t.d i Desperate Housewives þáttunum, og fer hún með hlutverk Bree alveg snildarlega, ég tel að hún á algjörlega skilið að fá óskarsverlaun fyrir frammistöðu sína í þessari mynd.

En já frábær mynd sem ég mæli með að allir takki sér tíma til að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hard Candy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hard Candy er magnaður sálfræðitrillir sem skilur eftir sig eitt stórt vá, þegar myndin er búinn þá ertu algjörlega agndofa yfir því sem gerðist fyrir framan þig.


Þetta er fyrsta mynd David Slade í fullri lengd.

Handritið er eftir Brian Nelson, og er söguþráðurinn alveg magnaður.

Myndin er lauslega um unga táningstúlku sem heytir Hayley, einn góðan veðurdag ákveður hún að hitta mann á fertugsaldri að nafni Jeff, sem er tískuljósmyndari sem hún kynnist á netinu.

Þau hittast á kaffihúsi en færa sig síðan yfir á heimili Jeffs, þar sem hún byrjar að blanda drykki og þau fara að spjalla um daginn og veginn.


Þessi mynd er með þeim betri sem ég hef séð þetta árið og er t.d. Ellen Page algjör gullmoli í hlutverki Hayley, og það er engin spurning um það að þessi stúlka á framtíðina fyrir sér í leiklist vestanhafs. Gaman að segja frá því að hún lék einmitt í Xman 3 myndinni, kannski einhver man eftir henni úr þeirri mynd.


Allavega virkilega þéttur sálfræðitrillir sem heldur þér algjörlega föstum frá byrjun til enda. Verður að poppa poppkornið áður en myndin byrjar, því að annars áttu ekki eftir að gera það..


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég tók eftir að í auglisýngunni þá var sagt að þetta er eftir þá sömu og færðu okkur 40 old virgin, það er samt alls ekki rétt, þessir ágætu menn gerðu Anchorman. Gera svona mistök er að sjálfsögðu algjör fáfræði og já heimskulegt að segja eitthvað svona, haf víst ekki hugmynd um það.



En allavega, nóg um það, myndin fannst mér mjög fín, fyndin og já skemmtileg, reyndar var hún alveg ótrúlega löng og það kom fyrir að maður var byrjaður að leiðast svolítið.



Myndin er um kappagstursmann að nafni Billy Bobby og er ekki sá allra gáfaðisti í bransanum, en góður er hann jafnvel bestur, vinnur allar keppnir þangað til að franskur kappagsturs maður skorar á hann, og vinnur hann, þá fer frægðin að dala nyður hjá kappanum. Gaman að segja frá því að sá sem leikur franska kappagsturmanninn heitir Sacha Baron Cohen sem leikur hinu snildar karetera Ali G, Borat og svo Bruno, og er þessi maður ekkert annað en snillingur.



Allavega, myndinn er svona í sömu formúlu og Ancorman, sami húmor til staðar, og ef þú fílar hana ættir þú að getað fílað þessa líka. Reyndar fannst mér þessi ekki næstum eins fyndin og

Anchorman, en fínasta afþreiging engu síður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Clerks II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eitt orð vá, ég er svo ótrúlega ánægður núna, mér bara algjörlega hlínar í hjartarætur yfir því hversu vel Kevin Smith tókst með Clerks 2. Hann heldur svo ótrúlega mikið í gömlu myndina, og nær að koma með sama fíling í þessa mynd eins og sú fyrri hafði, og hefur en. Ég meina ég hélt að hann væri algjörlega búinn að missa það eftir Jay and silent bob og Jersey girl, sem því miður voru bara alls ekki nógu góðar, allavega ekki miða við Kevin Smith, sem er bara snillingur.

Eins og ég segi þá nær hann að halda sömu ímyndinni, og ég held að ég ætla að ganga svo langt að segja að þessi mynd sé jafnvel betri en sú fyrri, því skemmtunargildið er svo gríðalegt, mér er allavega en illt í maganum og það er liðinn meira en 3 tímar síðan ég var á myndinni.

En núna aðeins að fjalla um hvað myndin er um, það vill svo leiðinlega til að búðinn Quick Stop brennur, Dante og Randal þurfa því að finna sér nýja vinnu, og byrja að flippa börgerum, og allt er jafn ömurlegt hjá Dante, og Randal er sami helvítis hrokagikkur við viðskiptavinina, það er bara yndislegt. Það er mikið af gömlum karekterum úr fyrri mynd, eins og að sjálfsögðu Jay and Silent Bob. En svo er líka nýir komnir inn í myndina, eins og t.d hann Elias sem er lord of the rings aðdáandi, en eins og flestir vita þá er Randal mikill Star wars aðdáandi, og þeim líkar heldur illa við hvorn annan. Allavega Elias er snillingur, og gerir margt gott fyrir þessa mynd verð ég nú að segja.

Og svo er nátturlega Ben affleck og Jason Lee mættir á svæðið, og bara fullt af leikurum sem hafa leikið í fyrri myndum kappans og það er ávallt svo gaman að sjá þá í myndum þá, þó svo að ég hata Ben Affleck, nema í myndum eftir Smith.

Svo eru að sjálfsögðu samtölin í myndinni frábær, myndin gengur aðalega upp á góðum samtölum og fyndnum uppákomum, svo er söguþráðurinn bara plús.

Allavega í heild sinni frábær mynd sem enginn sannur Kevin Smith aðdáandi ætti að láta framm hjá sér fara.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cry_Wolf
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Cry wolf er fyrsta mynd Jeff Wadlow í fullri lengd, og ég persónulega var með mjög slæmar væntingar gagnvart myndinni, kanski aðalega út af því að Imdb.com gaf henni engöngu 5,8 í einkun, sem kennir manni það að maður á aldrei að fara endanlega eftir því hvað aðrir segja og dæma, því þessi mynd kom mér bara skemmtilega á óvart. Söguþráðurinn var mjög áhugaverður, því ég hélt upprunnalega að myndin væri hrollvekja, en svo er alls ekki, myndin sjálf er alls ekki ógeðsleg, en söguþráðurinn er þéttur, spennandi og skemmtilegur.

Ég mæli endilega með cry wolf, því þetta er bara ágætis afþreiging.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
United 93
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Engin vondbrigði hjá mér gagnvart þessari mynd, skemmtilega leikstýrð og alveg frábærlega vel leikin.


Ég hef samt mikið pælt í því hvort það sé ekki einum of fljótt að fara að gera bíómynd um þennan atburð, en svo er nú samt að gera bíómyndir um hræðilega atburði út í heimi, sem er bara að gerast núna, svo ég held að þetta sé allt í lagi.


Það er svona hálfgerður dogma stíll á þessari mynd, það er eins og það er bara haldið á myndavélunum, sem persónulega finnst mér alveg frábært, gerir myndina einhvernvegin meira raunverulegri.

Allavega, frábær mynd, sem tekur á í alla staði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matador
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Matador kom bara skemmtilega á óvart, og það er svo sérstakt því það gerðist sama sem ekkert í þessari mynd, en það var samt eitthvað við hana sem gerði hana bara að svona helvíti góðri afþreigingu.


Myndin er um leigumorðingjan Julian Noble (Pierce Brosnan), sem er hrokagikkur og hleipur engum nálægt sér tilfeningalega. Sefur hjá fallegum konum sem eru 20 - 30 árum yngri en hann, hann á hvergi heima, nóg af peningum og virðist njóta hverjar mínotu af því. Þangað til að hann fær þær fréttir að hann eigi afmæli, og gerir sér grein fyrir að hann á ekkert, enga vini, ekkert heimili og ekkert til að skilja eftir sig þegar hann fellur frá, og fer hann að eiga erfitt með að einbeita sér í sinni vinnu, og fer að klúðra sínum málum. Á þessu tímabili kinnist hann manni að nafni Danny Wright (Greg Kinnear) og á hann eftir að hafa mikil áhrif á Julian og svo líka öfugt, því að hann á líka eftir að hafa mjög mikil áhrif á hann Danny.


En ef fólk heldur að þau eiga eftir að upplifa einhvera létt geggjaða spennumynd, þá eiga það fólk eftir að vera fyrir miklum vondbrigðum, því myndin er alls ekki um það, hún er eiginlega bara um samband þeirra og þá kreppu sem Julian er búinn að koma sér í.


Myndin fannst mér mjög góð, en samt svolítið sérstök, því hún er svo allt öðruvísi en ég bjóst við, og það kom mér bara skemmtilega á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Guess Who
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Berni Mac hefur aldrei verið minn maður, mér hefur aldrei fundist hann fyndinn, og já hann fer oftar en ekki bara mjög svo í taugarnar á mér, en samt aldrei jafn mikið og Ashton Kutcher, sem reyndar hækkaði í áliti hjá mér eftir Butterfly effect sem var ótrúlega góð.

Þegar ég tók þessa mynd hélt ég að ég vissi alveg hvað ég væri að fara út í, bíómynd sem á eftir að vera ekkert sérstök, væmin í endan en samt fyndin á köflum, ég hélt að ég myndi hlæja allavega eitthvað.

En það sem gerðist var svolítið sérstakt, það gerðist ekkert, alls ekki neitt, myndin fjallaði um sama sem ekki neitt. Söguþráðurinn var svo þunnur og lélegur að mér bara blöskraði. Hélt að þetta myndi vera svona vitleisa, kanski í svipuðum stíl og meet the parents en ég hafði algjörlega rangt fyrir mér.

Eini jákvæði hluturinn við þessa blessuðu mynd var stúlkan sem lék kærustu Ashton kutcher,hún var lagleg, en annars var þetta bara kvöl og ekkert annað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Superman Returns
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Loksins var gert aðara súperman mynd, var alveg kominn tími til, því það er nú 19 ár síðan að seinasta Súperman mynd kom út, og hét hún Superman IV: The Quest for Peace og var hún alveg hundléleg ef ég ætti að vera alveg hreinskilinn.

Superman í þessari mynd er leikin af leikara að nafni Brandon Routh sem er alveg skuggalega líkur Christopher Reeve sem lék í fyrri myndum. Þetta er hans fyrsta stóra holliwod mynd og tekst honum bara ótrúlega vel til.

Myndin fannst mér í heildina mjög góð, bara svona fínasta afþreging, með góðri spennu, húmor og frábærum tæknibrellum, og það er ekkert skrítið að myndin takist vel til því að leikstjórinn á bakvið myndina er enginn byrjandi í svona tekundir mynda, því hann færði okkur einnig myndirnar X- men eitt og tvö. Gaman að segja frá því að hann færði okkur líka snildar myndina The Usual Suspects sem er alveg yndisleg mynd. Leikstjórinn heitir Bryan Singer



Eina sem ég get sett út á myndina er að það er lítið sem ekkert farið í hans yngri ár, áður en hann gerðist súperman, ég var mikið að búast við því að þeir myndu fara ýtarlega í alla söguna á bakvið upprunna súpermans, og því um líkt, líkt og þeir gerðu í spiderman myndunum. En svo er ekki, og verð ég að segja að ég var fyrir frekar miklum vondbrigðum yfir því.

En í heildina litið ágætis afþreiging með frábærum tæknibrellum og húmor, bara allt sem þú ert að leita af í svona gerða mynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Click
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef aldrei líkað vel við Adam Sandler, nema að sjálfsögðu í Happy Gilmor og Billy madison. Svo var hann líka góður í Punsh drunk love sem er alveg yndisleg mynd.


En click kom skemmtilega á óvart, og var mjög sniðugur söguþráður, sem kom virkilega á óvart. Myndin er bara einn stór málsháttur, sem já er bara ágætur.


Alveg ágætis skemmtun, fyrir alla fjölskilduna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Perfect World
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein af fjölmörgum snildar myndum eftir Clint Eastwood, og persónulega mín uppáhalds mynd eftir snillinginn.

Myndin er með honum Kevin Costner í aðalhlutverki, og leikur hann strokufanga sem tekur lítinn strák sem fanga, meðan hann reynir að komast yfir landamærin.

En á leiðinni myndast rosalega sterk tengls á milli stráksins og fangans, og hefur strákurinn mjög svo mikill áhrif á hann, og hann sömuleiðis áhrif á strákinn.

Myndin var gerð árið 1993, og svona mynd sem maður á að horfa á á svona 5 ára fresti, og hún hefur alltaf svona sterk áhrif á mann, hvert einasta skipti sem maður sér hana.

Ef þú hefur ekki séð hana, er algjör skilda á sjá hana, því þessi mynd er frábær.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Wet Hot American Summer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er alls ekki fyrir alla, og er svona já mjög sérstök með mjög steikta brandara.


Ég reyndar fílaði þessa mynd í botn, og fannst hún alveg stór skemmtileg, hló mig máttlausan allan tíman.


Við félagarnir tókum þessa mynd, og ég og einn annar hlóum mjög mikið meðan hinir hristu bara hausinn, og fannst hún engan vegin góð.


Myndin er lauslega um sólahring í lífi ungs fólks sem vinna í sumarbúðum, og lenda þau í mjög óvenjulega mörgum ævintírum, miða við að myndin gerist bara á einum sólahring. Og er húmorinn oft mjög svo dulinn og steiktur, og ef þú fílar þannig húmor, þá mæli ég eindregið með þessari.


Mér fannst myndin allavega bara mjög góð, og mæli ég eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Omen
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég held að það sé ekki hægt lengur að fara á hrillingsmyndir í bíó, þ.e.a.s. allavega á frumsýningu, ég held að margir kannast við það, og skilji mig þegar ég segi að það á ekki að hleipa krökkum undir 16 ára á myndir sem eru bannaðar innan 16 ára. Aðalástæðan er hormónar, sem er oft nefnd gelgja. Það sátu krakkar fyrr aftan mig, sem gátu ekki haldið kjafti alla myndina, voru með leiðindar innskot, og bara læti og leiðindi. Ég hef sjaldan lent í eins alvarlegu og núna, og hef ég aldrei verið jafn pirraður. Mér finnst þessi eina ástæða eiga rétt á sér, að hleipa ekki krökkum yngri en 16 ára á svona myndir. Ég sá krakka þarna inni sem var mesta lagi 13 ára gamall, og já þetta var alveg hræðilegur salur, ég var öruglega með þeim elstu í salnum


En jæja nó um það, snúum okkur nú að myndinni, myndin er um engan annan en son djöfulsins, og er þetta já tíbísk svona hrillingsmynd í anda Exorcist og potlorgeist. Og er þetta endurgerð af stórmynd sem gerð var árið 1976, og er það orðið mjög vinsælt þessa dagana að endurgera gamlar hrillingsmyndir, stundum gengur það upp og stundum alls ekki.


Mér fannst þessi alveg ganga upp, veit samt ekki hvort ég get sagt um það, því ekki hef ég séð fyrri myndina. En myndin fannst mér fín, gat verið langdreginn og lítið sem gerðist í myndinni sjálfri, en spennan var nú svo sem til staðar, og ég skemmti mér ágætlega, samt það neikvæða við myndina, að mér fannst hún samt aldrei komast á almennilegt flug, og var ég svona stundum byrjaður aðeins að dotta yfir myndinni. En krakkinn var helvíti svalur í hlutverki son djöfulsins, og barnfóstran góð líka. Og jú jú svona ekta popp og kók mynd.


Gef henni 2 og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Wolf Creek
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Wolf Creek er þessi týbíska hrollvekja, er mjög lengi að biggja upp spennuna, og söguþráð. Það er ekki fyrr en myndinn er meira en hálfnuð að eitthvað gerist að ráði í myndinni.






Mér persónulega fannst hún vera einum of langdreginn, og það gerðist frekar lítið í myndinni. Ég persónulega hélt að hún væri ógeðslegri og já meira spennandi. En þó svo að hún var langdreginn þá fannst mér hún mjög fín bara. Því að áður en drápin byrja, þá er ágætis roadtrip ef ég nota enskuna. Og mér fannst það bara ágætis afþreyging. En svo þegar spennan byrja, þá er sá partur bara allt of stuttur verð ég nú að segja. Og svo verður maður líka oft mjög pirraður yfir heimsku og leti í fórnalömbunum. Sem gerist ótrúlega oft í hrillingsmyndum, og er oft bara gott. En í þessari mynd fannst mér það kanski einum of hvað þau voru ótrúlega heimsk.






En jú jú, ágætis afþreyging engu síður, og ég mæli svo sem með að þið takið þessa, ef þið hafið ekki allt of miklar væntingar gagnvart henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scream
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Scream er sú mynd sem kveikti áhuga minn á hrillingsmyndum fyrir um 8 árum síðan. Ég held að það séu mjög fáir sem hafa ekki séð þessa mynd, og ef svo er ætti þeir að skammast sín, nei segi svona, en endilag taka myndina.


Ég man eftir því hvað allir voru spenntir fyrir þessari mynd, og hvað kom mikið af svona unglingahrollvekjum síðan eftir Scream.


Ég tók mér scream núna þetta kvöldið, því ég hef ekki séð hana í mörg ár, og var ég ekki fyrir neinum vondbrigðum. Alveg jafn góð og mér mynnti. Byrjunnar atriðið er náturlega bara algjör snild, og hefur algjörlega náð að koma sér á blað kvikmyndasögurnar. Ótrúlega frægt og bara rosalega gott atriði. Svo að sjálfsögðu endaatriðið sem er algjör gullmoli.


Myndin er lauslega um Sidney sem er ung stúlka sem misti´móðir sína. En móðir hennar var drepin á mjög dularfullan hátt. Einn daginn er stelpa í skólanum hennar drepin á mjög hrottalega hátt. Morðinginn hringir í fórnalömbin sín og spyr þær auðveldar spurningar um hrillingsmyndir, og ef þú getur vitlaus þá því miður, ertu dauð/ur.


Fyndin og skemmtileg, drápsatriðin skemmtileg, og mismunandi, algjörlega kick ass góð afþreiging.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Waiting...
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef þú hefur unnið á veitingarstað, skindibitastað eða á einhverju þjónustustarfi sem sér um að láta fólk fá mat, þá verður þú að sjá þessa mynd.


Ég sjálfur hef unnið á svona stað, og sá mjög oft sjálfan mig í þesssu hlutverki, nema kanski er myndin aðeins of öfgakend. Að sjálfsögðu, því annars væri ekkert varið í hana..


Myndin er lauslega um starfsfólk veitingarstaðsins Shenaniganz og hata flestir starfið sitt á þessum blessaða stað.

Dean er strákur sem hætti í skóla, og byrjaði að vinna á staðnum, og er mjög ánægður með líf sitt, þangað til að strákur í skólanum hans fær víst mjög góða vinnu, og er að gera það gott. Þá fer Dean að hugsa hvað hann ætti að gera með líf sitt. Svo er það Monty sem finnst lífið sitt æði, og er skítsama um aðra en sjálfan sig. Svo er fullt af öðrum skemmtilegum karaterum.


Mér fannst myndin frábær, aðalega því ég hef unnið á veitingarstað, og skil fólkið svo ótrúlega vel.


Eins og einn sagði í myndinni Never fuck the people that serve you food, eða ekki ekki rífa kjaft við fólk sem er að afgreiða þig mat. Sem meikar alveg sens, þó svo að sjálfsögðu að þetta er nú svolítið öfgakent.


Mæli eindregið með þessari mynd, hló mig máttlausan.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Who's Your Daddy?
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Whos your daddy er mestu mistök sem hefur verið gert, eftir home alone 4. Þessi mynd er sú allra hræðilegast gaman mynd sem ég hef á ævinni séð.


Flottar gellur, er eina jákvæða við þessa blessuðu mynd.


Myndin er um ungan pilt að nafni Beverly Huges, og er aðal nördinn í skólnum, þangað til einn daginn að hann fattar að hann hafði víst verið ættleiddur. Og að foreldrar hans hafi átt klámmyndakeðju. Og þau dóu, og hann á víst að erfa allan pakkann.


Ég gef myndum mjög sjaldan fílukarl, reyni að forðast þess að gera það, en því myður á þessi hörmulega mynd ekkert betra skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Swept Away
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Swept Away er mynd eftir manninn á bak við snildar myndir eins og Snatch og lock stock and two smoking barrels, ég er að sjálfsögðu að tala um Guy Ritche.


Mesti mistökin á bak við þessa mynd er sú að ráða Madonnu í aðalhlutverk. Hún er algjörlega hræðileg í þessu hlutverki.

Hún er jú ágætis söngkona, en leikkona, nei nei og aftur nei. Hún er hræðileg. Plís Madonna, ef þú kann íslensku og ert að lesa þessa gagngríni, aldrei leika aftur í neinu.


En ég skil nú samt ekki afhverju þessi mynd hefur fengið þá hræðilegu dóma sem hún fékk. Ég hef séð margar mun verri myndir en þessa.


Myndin er reyndar mjög sérstaklega gerð, svona gerð í þeim stíl eins og var oft gert árið 1950 - 60. Maður gæti alveg haldið að myndin væri frá þeim tíma.


Mér fannst myndin alls ekki svo slæm, ég meina fullt af fyndum atriðum, og ég hló oft yfir sumum atriðum.


Fyrri helmingurinn er mun betri en sá seinni, myndin fer svolítið út í bölvað rugl í seinni helming myndarinnar. .


Myndin er lauslega um Amber sem er leikin af Madonnu. Hún er rík frekja, snobbuð, og leiðileg við alla þá sem eru ekki eins rík og hún. Hún er í ferðalagi á snekkju um karabíska hafið. Með snobbuðu vin sínum. Á skipinu vinnur maður að nafni Tony og er hún mjög leiðileg við hann eins og aðra.


Hún telur sig betri en allir aðrir, alveg þangað til að hún og þessi ungi maður verða strandaglópar á lítilli eyju þá breitast sko spilinn. Og verður hún hans þjónn.


Eins og ég sagði þá er myndin alls ekki eins slæm og flestir telja, og skil ég engan veginn af hverju hún fékk þau slæmu umtöl. En alls ekki einhver snildar mynd, en engu síður bara ágætis afþreiging.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Top Secret!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég held bara að þetta sé lang besta dellumynd sem ég hef séð.

Maður liggur í krampa út alla myndina.


Myndin er með Val Kilmer í aðalhlutverki, og leikur hann táningastjörnuna Nick Rivers sem er fenginn til að skemmta í þýskalandi. Hér rekur hver brandarinn annan í mynd um njósnir, ást, stríðsrekstur og síðast en ekki síðst um flottustu rokkstjörnu bandaríkjana.


Frábær mynd sem enginn ætti að láta framm hjá sér fara. Ég öfunda þann sem hefur ekki séð þessa mynd, þ.e.a.s. því að hann á eftir að upplifa eitthvað stórkostlegt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lord of War
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér mjög skemmtilega á óvart. Nicolas Cage ótrúlega góður í sínu hlutverki sem vopnasali. Annað hvort er Nicolas Cage ótrúlega góður, eða ótrúlega lélegur. Hann leikur oft í ótrúlega góðum myndum, og geri það frábærlega, eða hann leikur í hræðilegum myndum og gerir það hræðilega.

Svo er það Jared Leto sem leikur litla bróðir hans, sem er alveg frábær leikari, og í þessari mynd er það engin undantekning.


Myndin er um vopnasala sem er að selja hættuleg vopn víðsvegar um heimin. Alveg frá asíu, afríku og evrópu. Og er hann að græða ótrúlega mikin pening á því. En á meðan er hann líka að takast á við erjur heima fyrir, og fjölskilda hans veit mest lítið um hans starf sem vopnasali.


Myndin er bæði spennandi, skemmtileg, fyndin, rómantísk, sorgleg og óhugnaleg. Og alveg frábærlega vel unninn á alla staði.


Mæli eindregið með því að þið takið þessa, ef þið hafið ekki en séð hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Hills Have Eyes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Verð nú bara að segja að þetta var alveg þrusugóð mynd. Og kom mér verulega á óvart. Maður telur sig heppinn, ef maður fær að sjá góða hryllingsmynd í bíó þessa dagana. Því að hryllingsmyndir hafa ekki verið upp á marga fiska seinustu árin. En það koma ávallt einhverjar inn á milli, eins og t.d. Capin fever, Hostel, Saw og svo Hills Have Eyes. Myndin er lauslega um fjölskyldu sem er á leið til California, og fallegustu borg bandaríkjana, San Francisco. En faðirinn vill endilega sjá eyðimörkina fyrst. Svo þau ákveða að taka sér krókaleið í gegnum hana. Það höfðu þau átt að láta ógert. Þessi mynd er nú ekki fyrir viðkvæmar sálir. Þó svo að svona ógeð fer nú ekki fyrir brjóstið á mér. Nema reyndar þá getur hún verið mjög svo siðferðislega ógeðsleg, sem fer stundum svolítið í brjóstið á mér. En það er mikið blóð, og mikið drepið, sem hefur svolítið vantað í hryllingsmyndir seinustu árin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Uncle Buck
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er svona sú mynd sem ég horfði á sem krakki, og gat ávalt hlegið af. Og enþá dag í dag horfi ég á hana stöku sinnum, og skemmti mér ávalt konunglega.


Myndin er með hinum eina sanna John Candy, sem var alveg yndislegur leikari, en hann lést árið 1994 aðeins 44 ára gamall. Og lést hann af völdum hjartaáfall. Sem stafaði af offitu.


Myndin er lauslega um Uncle Buck eða Buck frænda sem fær það hlutverk að passa frændsystkini sín, því að faðir mágkonu hans fær hjartaáfall, og þurfa foreldranir að fljúga til hans og sjá um hann meðan hann nær sér. En Buck er sendur til að passa krakkana, og hefur ekki séð þau mjög lengi. Og krakkarnir þekkja hann lítið sem ekki neitt.

Og í fyrstu er hann ekki mikið velkomin af krökkunum, og þá helst af elstu stelpunni sem er leikin af Jean Louisa Kelly, sem leikur í yes dear þáttunum, sem eru sýndir á skjá einum.

En hann reynir sitt besta að sjá um krakkana meðan foreldranir eru í burtu, og lendir í hinum skrautlegu hremmingum.


Myndin fynnst mér mjög góð, og kemur manni ávalt í góða skapið. Rosalega góð fjölskildu mynd, og svona ein af þeim myndum sem ég horfi altaf á jólunum. Þessi og svo Die hard..:)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lucky Number Slevin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fór á myndina með litlar væntingar, og var bara mjög sáttur með hana. Alltaf ótrúlega gaman að því að fara á myndir með litlar væntingar, og fá svona þrusu góða mynd í andlitið. Mér langar ekki að segja mikið um innihaldið, því það kannski getur skemmt fyrir, bara það að söguþráðurinn er ótrúlega góður, og kemur virkilega á óvart.Leikaranir eru mjög góðir í sínu hlutverki, meiri segja Lucy Liu var góð. Ég mæli með þessari, held að flestir verði nú ekki fyrir vonbrigðum.




Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Just Friends
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Smá spoiler:::


Ég gerði mér svo sem alveg grein fyrir hvað ég væri að fara að sjá þegar ég leigði mér þessa spólu fyrr í dag. Rómantísk gamanmynd sem gæti aðeins endað á einn veg.


Spoiler búinn:::


Þessi mynd er nú með leikara sem mér finnst ávallt mjög skemmtilegur. Lék í hinum stórskemmtilegu þáttum Two guys a girl and a pizza place. Sem voru bara eitt af mínum uppáhalds þáttum. Leikarinn heitir Ryan Reynolds, stórskemmtilegur, þó svo að hann hefur leikið í frekar slöppum myndum, eins og til dæmis wan wilder. Ég verð að segja að ég var nú fyrir smá vonbrigðum þegar ég horfði á þessa mynd. Hélt hún myndi verða fyndnari. Þau sem hélt myndinni uppi, fannst mér allavega voru þau Chris Marquette sem lék litla bróðir hans Ryan, og svo Anna Faris sem lék dekruðu og heimsku poppsöngkonu. En fannst mér hinir ekki standast undir væntingum, og þó svo að myndin var fyndin á köflum, þá fannst mér hún bara alls ekki nógu fyndin. Og svo fannst mér hún renna allt of fljótt í gegn, og rómantíkin var ekki mikið til staðar í myndinni. Ekki nema bara alveg í blá lokin. Og tengsl þeirra Amy Smart og Ryans fannst mér frekar neikvæð í myndinni,engin sterk tengsl allavega þarna á milli. Í heildina litið fannst mér myndin ekki nógu góð. En jú jú, bróðirinn var mjög góður, og samband þeirra. Og svo líka dekraða poppstjarnan. Það kom fyrir að ég brosti aðeins, og jafnvel hló.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cinderella Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það var mjög sorglegt sem gerðist fyrir þessa blessuðu mynd. Hún átti miklu betur skilið en þetta. Hún fékk ekki gott áhorf í bíóhúsum vestanhafs og þénaði ekki þann pening sem fólk var að vonast. Ég meina hér er á ferð hjartnæm og skemmtileg mynd. Sem fær fólk til að brosa, hlæja og gráta.

Myndin er sannsöguleg um boxara sem virtist eiga eftir að eiga glæstan feril í boxinu, en svo skall kreppan á heiminn og maðurinn missti alla þá peninga sem hann átti.

Hann fékk t.d 3000 dollara fyrir bardagann áður en kreppan skall á.

En svo var hann kannski að fá 50 dollara, ef hann væri heppinn. Stundum ekki neitt.

En aldrei gafst hann upp, og var ávalt heiðarlegur, og reyndi að bera höfuð sitt eins hátt og hann gat.

Myndin sýnir að þó svo að maður er bláfátækur, þá er svo margt annað en peningar sem gerir fólk hamingjusamt.

Mér fannst myndin góð, ég held bara að fólk var ekki tilbúið til að sjá en eina box myndina, eftir að million dollar baby hafði komið út árinu áður. Bara slæm tímasetning. En ég tel þessa mynd samt alls ekki vera box mynd. Heldur líka hversu slæmt fólkið hafði það á þessum árum. Á meðan kreppan stóð yfir.

Góð mynd, mæli með því að þið sjáið þessa.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Running Scared
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mjög skemmtilega á óvart, því ég bjóst við algjörum vibjóð, en myndin var alls ekki svo slæm.


Ég meina í heildina litið fannst mér hún svolítið hallarísleg, og hún gat stundum verið frekar asnaleg, og leiðinleg. Sem ég veit að er mjög neikvætt.


En svo komu atriði sem voru svo otrúlega góð,og bara líka óhugnaleg, og myndin var líka mjög spennandi, og rann hratt í gegn, byrjaði bara eins og skot.


Myndin var já ótrúlega sveiflukend, góð og svo léleg, gekk þannig út alla myndina.


Myndin gerist á einum sólahring, og byrjar á að hópur manna ræna glæpagengi í bænum. Og glæpagengið nær að skjóta og drepa þessar menn, en þeir gerðu sér ekki grein fyrir því að þessir menn voru löggur, og eru því núna í frekar mikilli hættu. Svo þeir gefa einum meðlimi það hlutverk að losa sig við byssurnar sem þeir notuðu til að drepa löggurnar.

Hann felur byssunar í kjallaranum, en sér ekki að sonur sinn og vinur hans sjá hvar hann felur byssunar. Svo um kvöldið rænir vinurinn byssunni, og þá byrjar sko eltingarleikur sem ég hef aldrei á ævinni séð í bíómynd.


Það er alveg ótrúlegt hvað gerist í þessari mynd, og myndin heldur manni alveg í heljartökum.


Mér fannst myndin góð, en það var nú samt margt sem hafði mátt fara betur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jay and Silent Bob Strike Back
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér er alveg sama hvað fólk segir, þessi mynd er góð. Fyndinn og fullt af Jay and Silent bob. Þeir eru loksins í aðalhlutverki. Spila nú reyndar stórt hlutverk í Dogma, sama sem ekkert í chasing amy, smá svo í mallrats og clerks, ekkert í Jersey Girl.


Allavega, mér fannst myndin góð, kanski samt síðsta myndin hans fyrir utan Jersey girl.


En ágætis skepptun, gaman hvernig hann kevin smith púslar þessu öllu saman, úr fyrri myndum, og ég held að fólk sem hafa séð allar hans myndir, og eru miklir aðdáandur hans eiga eftir að hafa meira gaman af þessari mynd heldur en hinir. Því það er mikið verið að vitna í fyrri myndir hans, eins og hann gerir oft í bíómyndum sínum.. Eins og t.d í chasing amy þá vitnar hann mikið í fyrstu mynd sína, Clerks.


Myndin er lauslega um það að það er verið að gera Bluntman and Chronic bíómynd, Sem Jay ands Silent Bob vita ekkert um, fyrr en einhver krakki segir þeim frá því.. Þeir fara að rannsaka málið og komast að því að krakkar séu búnir að tala illa um þá á netinu, segjandi að Jay and silent bob séu ömurlegir og Buntman and Chronic myndin eigi eftir að vera hræðileg.

Svo þeir grípa til þess ráð að fara til Holliwood og koma í veg fyrir að myndin verður gerð. Og leggja þeir af stað í langt og strangt ferðalag, og lenda þeir í ýmsum ævintírum á leiðinni.


Gaman að segja frá því að Bluntman and Chronic er teiknimyndasaga sem einmitt Holden og Banky skrifa, sem eru aðalpersónunar í Chasing amy.


Þessi mynd gefur svo mikinn skít í Hoolliwod að það er ekki eðlilegt.


Samt þó svo að hún gefur mikinn skít í hoolliwod held ég að þetta sé lang mesta holliwod mynd sem Kevin Smith hefur gert.


En allavega í heild sinni bara góð mynd, með slæmu orðabragði og findnum cock and fart bröndurum. Mæli eindregið með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Coffee and Cigarettes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Coffee and cigarettes er hugmynd sem Jim Jarmusch er búinn að vera með í kollinum í meira en 10 ár. Hefur hann gert nokkrar stuttmyndir sem heita Coffee and Cigarettes og eru þær líka í þessari mynd. Svo sum atriðinn í myndinni eru kanski 10 ára gömul. En flest atriðin eru nú ný. Myndin er um mismunandi fólk, sem sita á kaffihúsum og drekka kaffi og reykja sígarettu (eins og nafnið gefur til kinna) Og myndin fjallar bara um það sem fer á milli fólksins, meðan þau drekka kaffið sitt. Þá samtölin. Mér fynnst myndin vera eiginlega bara hálfgert leikrit, sviðsmyndin ávalt mjög svipuð, og lítið um klippingu, myndataka frekar einföld. Myndin er líka svarthvít, sem gefur svona ákveðinn stíl, og fíling. Mér persónulega finnst myndin í heild sinni frábær. En þetta er eiginlega bara nokkur samtöl sett saman í eina mynd, hálfgerðar nokkrar stuttmyndir, sem byggja á því sama. Svo sum samtölin finnst mér ekkert sérstök. En flest þó eru ótrúlega góð. Það kemur stundum fyrir að þegar þessi leiðinlegu samtöl koma upp þá byrjar maður að leiðast. En svo koma þessi góðu, og þá strax er maður aftur kominn með fulla einbeitingu. Ég mæli eindregið með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sin City
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ekki veit ég hvað ég get sagt, aðrir gagngrínendur hér á kvikmyndir.is eru búnir að segaja allt sem segja þarf. En ég taldi mig bara verða að skrifa mína umfjöllun á þessari mynd, því þetta var öruglega besta myndin á árinu. Algjört meistaraverk.

Höfum þetta bara stutt og laggott, ótrúlega vel leikin, leikstýrð, kvikmyndatakan frábær, og svo er myndin líka alveg ótrúlega, alveg ótrúlega cool.

Takið þessa, strax í dag. :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Twin Falls Idaho
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég ákvað að skrifa aðeins um Twin Falls Idaho aðalega því að ég tók eftir að það er bara enginn umfjöllun um þessa jú frábæru mynd.

Kannski fyrst að fjalla aðeins um hvað hún er áður en ég fer að rýna meira í myndina, og segja mitt álit.


Myndin fjallar um tvo bræður sem eru alveg eins og allir aðrir, hafa áhugamál, drauma og umfram allt tilferningar.

Eina sem sker þá í sundur frá öðrum, er sá að þeir eru síamstvíburar. Þeir leigja herbergi í subbalegu hóteli, og fela sig þar fyrir umheiminum. En svo einn dag, kemur ung stúlka í líf þeirra, sem á eftir að breyta ýmsu í þeirra lífi.


Myndin finnst mér mjög góð, hún er falleg og hugljúf. Hún lýsir vel þeirri þrautseigu, að vera ávalt saman, og hvernig þeir ná að spjara sig í lífinu, og hversu vel þeir hugsa um hvorn annan, og bara þykja vænt um hvorn annan.

Þetta er ekki ein af þeim myndum sem mikið gerist, og það er kannski ekki mikið verið að leggja í söguþráðinn sjálfan, heldur meira verið að fjalla um mannlegar tilferningar.

Mér fannst myndin mjög góð, og mæli ég eindregið með því að fólk taki þessa, þ.e.a.s. ef fólk finnst gaman af hugljúfum og mjög svo dramatískum myndum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Beetlejuice
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Beetlejuice er löngu orðin classísk cult mynd, og sem eitt af bestu myndum Tim Burton. Myndin er lauslega um nýgift hjón sem kaupa sér þetta gullfallega hús, í smábæ í bandaríkjunum. En svo einn daginn lenda þau í bílslysi og deyja bæði. Þau verða draugar í húsinu, og svo einn daginn þá er flutt aftur í húsið. Og þau gera hvað sem í þeirra valdi stendur, að koma fólkinu aftur úr húsinu. Myndin er náturlega mjög sérkennileg, en enga síður alveg bráð skemmtileg. Og mæli ég eindregið með því að allir sem hafa ekki séð þessa, endilega kynnið ykkur hana betur, held þið verðið ekki fyrir vondbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Red Eye
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Wes Graven, maðurinn á bak við Screem myndirnar og Nihgt on the Elm street færir okkur hér red eye. Aðalhlutverk eru þau cillian murphy og rachel mcadams. Ég er nú mikill aðdáandi Cillian Murphy, hann er mjög góður leikari, eins og t.d í 28 days later er hann alveg frábær, og svo í Batman Begins, þar sem hann einn af vondu köllunum. Og held ég að hann sé að koma sterkur inn núna. Red eye fannst mér hins vegar ekki nógu góð mynd. Tvær flugvélar myndir þetta árið, um mjög svipað efni, (þessi og svo flight plan) og eru þessar tvær því miður ekki nógu góðar.




Myndin er um unga stúlku sem sest um borð í flugvél á leið til L.A og er þar tekin í gíslingu af ungum manni sem vill að hún situr forsetan í sérstakt hótelherbergi sem hún vinnur á, svo það væri hægt að drepa hann. Ef hún gerir þetta ekki þá drepur hann föður hennar.




Í heildina litið þá fannst mér myndin bara frekar leiðinleg, eitthvað sem maður hefur séð svo ótrúlega oft í bíómyndum, og plottið svo fyrirsjáanleg. Og spennan var ekki svo mikil, því að ég, t.d. hélt ekki með neinum sérstökum, því maður fær enga samúð með t.d. stúlkunni því maður fær ekkert að þekkja hana, og hennar bakrunn áður en hún stígur upp í þessa flugvél. Ég persónulega held að það væri hægt að gera mun betur, t.d. var sýnt í trailernum að Cillian Murphy sé vondur, ég persónulega vildi frekar að Wes Graven myndi halda manni aðeins í óvissunni um það. Því hún fær að kynnast honum aðeins áður en hann síðan ræðst á hana.Cillian Myrphy var reyndar mjög góður sem vondi maðurinn og Rachel Mcadams var líka mjög góð, tveir mjög færir leikarar, en oft er það bara alls ekki nóg, og í þessu tilfelli var raunin sú. Þetta hafði getað orðið ágætis afþreiging ef maður leiddist bara ekki svona mikið, því að hún er ekki fyndin, ekki spennandi eða rómantísk, ekkert sem er frekar nauðsinlegt í svona mynd. Heildina litið, mjög vel leikin mynd, ekki væmin sem er plús, en mínusinn er sá að hún er í heildina bara leiðinleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Elephant
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Elephant er byggt á sannsögulegum atburðum, um hin hræðilega atburð sem gerðist í háskóla í Portland Oirgano, í bandaríkjunum. Þegar tveir ungir piltar koma inn í háskólann með töskur fulla af byssum og öðrum vopnum og byrja að skjóta fólk af handa hófi. Og ef einhver hefur séð bíómyndina bowling for columbine þá er mikið talað um þessa árás, því að þetta hafði rosaleg áhrif á bandaríkin því þetta var stærsta skotárás í skólum frá upphafi. Oftast var bara strákur eða stelpa sem kom með eina byssu í skólann og drap einhvern ákveðinn. En þetta var alveg nýtt, því að aldrei áður hefur unglingar ( þeir eru undir 18 ára aldri) komið inn í skólann og byrjað bara að skjóta fólk út af engu.




Myndin sjálf er samt eiginlega ekki um þennan ákveðna atburð, þegar þeir koma inn, myndin er að aðalega um nokkra krakka í skólanum 20 – 40 mín áður en skotárásin gerist. Það er þá um Jhon Robinson, strák sem er keyrt af pabba sínum í skólann og er hann að labba um ganga skólans, svo líka um vin hans Elias McConnel sem er einnig í skólanum þegar þetta gerist, þrjár ungar vinkonur sem eru í matarsalnum að spjalla, og svo um fullt af öðru fólki sem eru í skólanum, svo kemur bara fram í myndinni hver af þeim lifa þennan hræðilega atburð af og hver ekki. Svo fjallar myndin líka um strákana bak við verknaðinn. Mér finnst Gus Vant Sant mjög góður leikstjóri, og er hann ekki þessi tíbíski leikstjóri í Holiwood, aðalega út af því að hann er mjög tregur um að fá stór kvikmynda fyrirtæki til að styrkja sig, og oftast fjármagnar hann myndinnar sínar alveg sjálfur. Og það á við með Elephant, hann fjármagnar myndina alveg sjálfur.




Það er líka gaman að segja frá því að krakkarnir sem leika í myndinni, þeir heita það sama í myndinni og í alvörunni. T.d heitir Jhon Robinson, John Robinson í myndinni og líka í raunveruleikanum. Og mér finnst það alveg rosalega sniðugt. Margir segja að þessi mynd sé alveg rosalega listræn, og kannski aðeins of listræn. Sumir segja að þessi mynd sé langdregin. En aðrir segja að þessi mynd sé hrein snilld.Persónulega finnst mér myndin mjög góð, vel leikstýrð og ég er bara þannig að mér finnst rosalega gaman að horfa á myndir ef þær eru vel leikstýrðar, frumlegar og góðar myndatökur. Og það á mjög við í þessari mynd, eða mér finnst það allavega..Reyndar er ég alveg sammála að þessi mynd er svolítið róleg, og maður þarf að vera svolítið þolinmóður til að horfa á þessa mynd.Og þessi mynd er alls ekki fyrir alla, en mér fannst þessi mynd mjög góð og gef henni Þrjár stjörnur af fjórum mögulegum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dickie Roberts: Former Child Star
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Dickie Roberts: Former Child Star er um útbrunninn leikara, sem var fræg barnastjarna, en er ekki eins frægur lengur. En svo fær hann séns á því að leika í nýrri holliwod stórmynd, en framleiðandi myndarinnar er á báðum áttum á því að ráða hann, því að leikarinn sá hefur aldrei upplifað það að vera krakki.

Leikarinn grípur til þess ráðs að borga fjölskildu, fyrir að ala hann aftur upp, svo hann fær smá smjörþef af því að vera krakki.

Myndin er svona já skít sæmileg, svona hálfgerð krakka mynd, en samt stundum með svolítið grófum bröndurum, svo maður veit ekki alveg hvort þetta sé krakkamynd eða unglingamynd. Því stundum er hún svolítið krakkaleg, og stundum alls ekki.

Þessi mynd er reyndar alveg ótrúlega væmin, líka með David Spade í aðalhlutverki, og flestar myndir sem ég hef séð með honum í aðalhlutverki, eru mjög amerískar og væmnar. En jú jú, ágætis mynd svo sem, maður hlær stundum, en ég fékk líka stundum svolítinn kjánahroll yfir því hversu væmin myndin var stundum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eight Legged Freaks
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ekki veit ég hvort þessi mynd hafði verið djók, eða allvara. Því þegar ég horfði á hana, fannst mér eins og þetta væri eitthvað djók, en samt voru allir svo há alvarlegir í myndinni.

Þessi mynd er um fólk í litlum smábæ sem verða fórnalömb af stökkbreyttum kóngulóm. Þegar ég horfði á myndina leið mér stundum svolítið óþægilega, því ég er einn af þeim sem er með hræðilega fóbíu fyrir kóngulóm, og ég fékk alltaf mjög sterka tilfeningu fyrir því að ein af þessum kóngulóm væru á mér.

Myndin í heild sinni er bara eitt stórt djók, og þá ekkert endilega á vondan hátt, því hún er ágætis af þreiging. Maður hló svolítið, ég skemmti mér ágætlega, en samt frekar mikil drasl mynd, í heildina litið illa leikin, og svona frekar sérstök mynd, en það er stundum bara gaman að því.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Flightplan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Gæði þessarar myndar er mjög svo ábótavant. Jodie Foster er mjög góð leikkona, þó svo að maður er nú orðinn svolítið leiður á þessum sama karecter sem hún hefur leikið, seinustu árin.

Þó svo að myndin gerist í flugvél, þá nær hún aldrei því flugi, sem hún hafði alveg getað náð. Hún kemur manni ekkert á óvart, og tilraun til spennu misheppnaðist algjörlega.

Þetta er eitthvað svona sem maður hefur séð svo ótrúlega oft, endirinn kemur manni ekkert á óvart, og bara myndin í heildina litið ótrúlega ófrumleg.

Hugmyndin á bak við myndarinnar er ágæt, en út vinnslan er alveg hræðileg.

Svo í heildina litið, hugmynd ágæt, en myndin hræðileg.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Chasing Amy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Chasing Amy er öruglega besta rómatíska gaman mynd sem ég hef séð, eða hún og garden state.


Hún er reyndar allt öðruvísi en allar aðrar rómatískar gamanmyndir, og það gerir hana svo góða. Mín uppáhalds mynd eftir Kevin smith.


Myndin er lauslega um tvo unga vini sem vinna við að gera teiknimynda sögur sem áttu heima í new jersey en myndin gerist í new york.

Dag einn kynnist einn vinurinn stelpu, sem er rosalega heillandi, og hann verður strax yfir sig ástfanginn af henni, en vandinn er bara sá að hún er lespía.


Það er ótrúlega gaman að, allavega fyrir þá sem hafa séð Clerks sem er fyrsta mynd Kevin Smith, að í Chasing Amy er mikið verið að tala um sem gerðist í Clerks, og líka reyndar sem gerðist í Mallrats. Og það er það sem ég elska við myndirnar hans, að þær tengjast alltaf eitthvað, á einn eða annan hátt.


Svo eru samtölin svo ótrúlega skemmtileg, mikið, myndin byggist mikið upp á skemmtilegum samræðum, og þeir sem hafa séð myndir eftir Kevin Smith, þá eru samræðurnar í myndunum hans ávalt algjört gull.


Þetta er þriðja myndin hans, og líka mín uppáhalds. Allir sem hafa ekki séð þessa mynd, ég mæli eindregið með því að þið takið þessa, því hún er alveg ótrúlega góð.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Munich
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Munich er mynd sem allir ættu að sjá, hún er reyndar svolítið löng, alveg 170 mín.

Fór reyndar stundum svolítið í taugarnará mér að Ísraels menn kunnu reiprennandi ensku.


Myndin er byggt á sannsögulegum atburðum sem gerðust í munchin árið 1971 held ég, þegar ísralskir íþróttamenn voru teknir gíslingu og svo drepnir. Og það er hópur manna sem eiga að finna þá sem stóðu á bak við þennan verknað og drepa þá.


Myndin er mjög raunveruleg, og maður finnst eins og að myndin gerist í alvöru og sé tekin í alvöru árið 1971, og er myndatakan alveg rosalega flott, og svo er leikurinn líka mjög góður.


Í heildina litið bara mjög góð mynd, sem allir ættu að sjá, þ.e.a.s. fólk sem er 16 ára og eldri því hún er bönnuð yngri en 16 ára. ;)

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Wedding Crashers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Wedding crashers er svona mynd sem maður horfir á í þinkunni, veikur, eða þegar það er rigning úti, og maður nennir ekki að gera neitt. Því þetta er svona algjörlega af þreigingar mynd. Ég hló mig máttlausan þegar ég fór á hana í bíó, og ég hló mig aftur máttlausan núna þegar ég tók hana á dvd. Myndin innheldur eitt af bestu grínleikurum bandaríkjanna, þá Owen Wilson og Vince Vaughn, og eru þeir algjörir snillingar í þessari.


Myndin er lauslega um þá vini, John og Jeremy, þeir stunda það að koma í brúðkaup hjá ókunnugum og reyna við stúlkur í brúðkaupunum. Og svo eitt sinn fellur John fyrir einni stúlku í brúðkaupi sem þeir buðu sjálfum sér í, og dregur hann Jeremy með sér í mikla vitleysu til að sigra hjarta stúlkunnar.


Í heild sinni ótrúlega góð mynd, og það er svona næstum því sleft allri væmni og því um líkt, sem mér finnst bara jákvætt. Þetta er svona mynd sem maður getur horft á aftur og aftur.


Reyndar fannst mér myndin vera svolítið löng, og verður smá langdreginn á köflum, en samt í heildina litið ótrúlega fyndin mynd, og ég mæli eindregið með því að þið kynnið ykkur þessa.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mallrats
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mallrats er önnur mynd Kevin smith, og kom hún út ári eftir Clerks, og er þessi mynd engu síðri.


Myndin er lauslega um tvo félaga sem eru báðir sagt upp af kærstum sínum, og fara þeir að vinna í því að fá þær aftur í sitt líf, og gengur það svona á báðum áttum.

Myndin gerst mest allt í verslunarmiðstöð. Jay and Silent bob eru að sjálfsögðu í þessari mynd, og eru þeir náturlega algjörir snillingar.


Mér finnst reindar ekki vera nógu mikið blótað í þessari mynd. Allavega ekki eins mikið og í Clerks, náturlega bara snild sem kemur út úr kjaftinum á Jay, en hann blótar samt ekki eins mikið og í Clerks.


En engu síður algjör snildar mynd, sem fær þrjár stjörnur í kladdan hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Clerks.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Clerks er fyrsta mynd Kevin smith, og er þetta nátturlega algjör cult mynd. Myndin er lauslega um tvo vini, einn vinnur í búð, og hinn á video leigu hliðinná.

Og myndin er lauslega bara einn dagur í lífi þeirra og skringilega fólksins sem hanga við búðina, eins og Jay and Silent Bob.


Myndin var víst ótrúlega ódýr í framleiðslu, og var Kevin smith alveg skít blankur við gerð myndarinnar, að hann þurfti víst að hafa hana svarthvíta, hafði ekki efni á öðru.

Og það er líka gaman að segja frá því að þar sem myndin er tekin, þá búðin, þetta er víst búð sem hann vann á því tímabili sem hann gerði myndina.



Mér finnst myndin alveg ótrúlega góð, og vel gerð, miðavið hvað hún var alveg ótrúlega ódýr í framleiðslu, og þá meina ég sko næstum núll krónur... Man ekki hvað hún kostaði, en það var alveg fáránlega lítið, held að það sem kostaði mest var rétturinn við það að nota löginn sem eru í myndinni.


Held að flestir sem leika í þessari mynd séu bara félagar hans, og léku þeir fyrir örugglega sama sem engan pening.


Allavega mjög góð mynd, mæli með því að þið takið hana, ef þið fílið Kevin smith, og alla þá gullmola sem hann hefur gert síðan eftir þessa mynd.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Dukes of Hazzard
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Æ ég veit það ekki, ég var nú ekki fyrir neinum rosalegum vondbrigðum þegar ég sá þessa mynd, því ég hafði heyrt alveg hræðilega dóma um þessa mynd.


Myndin byrjaði svona ágætlega, og maður heldur kannski að þetta væri svona ágætis afþreiging, en svo þegar lengra dregur á myndina er svo ekki. Mér fannst í heildina litið myndin ekki nógu góð. Alveg hræðilega illa leikin. Fólk eins og Willie Nelson og Jessica Simpson ættu nú ekki að leika yfir höfuð. Mér fannst þau tvö sína alveg hræðilega lélegan leik. Sérstaklega Jessica Simpsons. Hún var náturlega ekkert að leika, bara sína á sér líkaman.

Allavega í heildina litið alls ekki nógu góð mynd, með þó nokkrum skemmtilegum atriðum inn á milli, eins og bílahasar og því um líkt.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Das Experiment
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá þessi mynd er alveg rosaleg. Þessi mynd er lauslega um ungann fréttamann sem skráir sig í rannsókn, með þeirri áætlun að skrifa grein um hana. Þessi tilraun felur þannig í sér að það er hópur manna sem er skipt í 2 hópa, þá fanga og fangaverði, fangarnir eru þá bara já fangar í þessu fangelsi sem er sett upp í þessari tilraunarstofu, og svo eru fangaverðirnir mennirnir sem sjá um lög og reglu í fangelsinu. Og eiga fangarnir að hlíða fangavörðunum í einu og öllu, og sína þeim virðingu.

En menn með ákveðinn völd, fylgir líka ákveðinn ábirgð, og maður má ekki misnota vald sitt, en það er það sem vísindamennirnir á bak við þessa rannsókn eru að reina að sjá, hvort verðirnir misnota vald sitt, og ef svo er, eftir hversu langan tíma byrja þeir að misnota vald sitt.

Bara hvílík lífsreynsla. Ég var glaður, ég var sorgmæddur, ég var reiður og ég var hræddur, og svo fékk ég líka stundum innilokunarkennd. Ég persónulega hef aldrei eða mjög sjaldan lent í öðru eins yfir bara þær tilfeninngar sem flæddu um mig þegar ég horfði á þessa blessuðu mynd.

Maður verður svo reiður yfir mannlegu eðli, og maður hugsar oft, hvað þessi maður er mikill hálfviti, og svo veit maður aldrei hvernig maður sjálfur myndi hegða sér, þegar maður fær svona vald, og hversu mikið hóp þrýstingur getur haft áhrif á mann.

Þessi mynd er byggt á sannsögulegum atburðum sem gerðust í bandaríkjunum árið 1971, sem svona rannsókn var gerð, og fór hún algjörlega úr böndunum. Og þegar ég horfði á þessa mynd þá fór ég mikið að pæla í t.d gyðingabúðunum og hversu grimmir hermennirnir voru í gyðingabúðunum. Eða það sem maður sér í svona myndum í seinni heimstyrjöldinni þá sér maður hvað þeir voru vondir.

En maður kannski finnst það kannski ekki svo skrítið að þeir voru svona rosalega grimmir. Því að þeir voru skipaðir að gera þetta, og þá kannski réttláta þeir hegðun sína. En nú er ég kannski algjörlega kominn út fyrir efnið, en það er svona það sem rannsóknin gengur út á, mannlegt eðli, og bara hversu grimmt mannfólkið getur verið. Við erum jú rándýr. Allavega, ég gef þessari snilldar mynd fjórar stjörnur, og mæli ég eindregið með því að þið takið ykkur þessa. Eitt af mínum uppáhalds myndum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Charlie and the Chocolate Factory
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eins og flestir vita er Charlie and the Chocolite factory eftir meistarann Tim Burton sem færði okkur myndir eins og Big fish, Ed Wood, Sleepy hollow, Nightmare before Christmas, Batman myndirnar, Edward Scissorhands og svo að sjálfsögðu Beetlejuice.

Og fékk hann í lið með sér Johnny depp sem hefur leikið í nokkrum myndum eftir hann Tim Burton.

Charly and the Chocolite factory er lauslega um ungan strák sem á nú ekki mikið af peningum, og lifri þröngt með foreldrum sínum og báðum öfum sínum og ömmum. Þó svo að hann lifir snaut, er mikil væntumþykja í fjölskildunni, og er strákurinn bara hamingjusamur yfir því hvað hann hefur.

Afi hans segir honum oft sögur á kvöldin um hin merka mann Willi Wonka sem átti salgætisverksmiðju í bænum, og vann Afin hjá honum fyrir um 20 árum. Vill kanski ekki segja allt of mikið en svo lokar verksmiðjan en einn daginn fær Charly, litli strákurinn boðsmiða í ferksmiðjuna, og fær að kinnast Willi Wonka og er sá maður mjög sérkennilegur.

Myndin fynnst mér frábær, svona ekta Tim Burton mynd, og ég elska Johnny depp í hlutverki Willi Wonka. Myndin er svona svolítið steikt, og hún er svona já fjölskildu mynd, en held samt að þau yngstu myndi ekki fíla þessa mynd, þó svo að hún virki svolítið eins og barna mynd, þá held ég persónulega að hún höfði meyra til eldri hópa. Eða það er bara það sem ég held, gæti verið bölvuð vitleisa í mér.

En allavega, mér fannst myndin yndisleg, eitt af mínum uppáhalds myndum Tim Burtons og er hún líka stútfull af skemmtilegum boðskap. Ég mæli eindregið með að þið takið þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Machinist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er nokkuð veginn viss um að þessi mynd kom ekki í bíó, og ef svo var þá var ég ekki var við það. Ég tók þessa mynd þó svo að ég hafði ekki minnstu hugmynd um hvað hún var um, ég sá bara að christian bale lék í henni, og er ég mikill aðdáandi hans eftir að ég sá American psycho sem mér fannst alveg ótrúlega góð.


Christian bale þurfti að létta sig mjög mikið fyrir þessa mynd, og hann gerði það svo sannarlega, því hann er alveg ógeðslega grannur í þessari mynd. Ég hélt að þetta hafði verið gert í tölvu því hann er eins og tannstöngull, en svo er ekki, því að framleiðendurnir ásamt leikstjóranum þurftu víst að stoppa hann af, því hann vildi víst létta sig en meira.


En þessi mynd er svona flókin, og dularfull mynd, stútfullt af ráðgátum sem maður skilur ekki alveg, og myndin er svona byggt á endanum, og ég var ávalt mjög stressaður yfir því að þeir myndu klúðra endanum, því ef þú klúðrar honum þá klúðraðu bara myndina alla.

En persónulega fannst mér þeim takast mjög vel með þessa mjög svo frumlegu mynd.

Það er mjög auðvelt að þessi mynd fari framhjá manni, því hún bara kom á leiguna, og var ekki auglýst eða neitt, svo ég mæli eindregið með því að þið takið þessa því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum, vonandi allavega.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
King Kong
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Næsta verkefni Peter jacksons eftir hinar geysivinsælu myndir lord of the rings var King kong. Mynd sem hann hefur ávalt dreymt um að gera, frá því að hann var lítill strákur. Maður sér hér að hann hafði lagt mikinn metnað í þessa mynd, og eru tæknibrellurnar og sviðsmyndin mjög svipuð og í lord of the rings.

Myndin er lauslega um ungan leikstjóra sem vill gera kvikmynd á þessari eyju sem hefur verða miklar sögur um, fólk höfðu víst bara horfið á þessari eyju. Honum langar til að taka upp mynd sína þar. Og fær með sér fullt af fólki sér til hjálpar. Þar á meðal unga stúlku sem aðalhlutverk. Þau koma á þessa eyju, og þar er víst fullt af risaeðlum og stórum skordýrum, og svo þessi api. En apinn nær svo að klófesta þessa ungu stúlku og verður síðan ástfanginn af henni.

Mér fannst myndin í heild sinni baragóð, myndin var reyndar alveg ótrúlega löng, og það sem mér fannst alveg ótrúlega fyndið var að þessi eyja var öll stútfull af risaeðlum sem dóu út fyrir miljónum ára, og þau höfðu bara áhuga á þessum of vaðna apa.

En myndin var nú samt fyndin, spennandi og rómantísk og bara ágætis skemmtun, en samt alveg ótrúlega löng, kannski aðeins og löng.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Little Trip to Heaven
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Litle trip to Heaven er eins og lang flestir íslendingar vita eftir Baltasar Kormák.

Myndin er lauslega um ungann mann sem vinnur hjá tryggingarstofu, sem þarf að rannsaka dauðaslys sem gerist í litlum smábæ í bandaríkjunum, og þegar hann kemur á staðinn sér hann strax að það er ekki allt með feldu.


Myndin fannst mér í fyrstu bara lofa mjög góðu, en svo fór svolítið að draga á myndina. Mér fannst ávalt mjög skrítið að hún væri tekin öll á íslandi því það sést svo greinilega að myndin er á íslandi. Kannski því maður býr á íslandi. En ég furða mig oft á því af hverju hún var ekki bara tekin upp í bandaríkjunum. Framleiðslan hafði þá kannski verið dýrari.


Tónlistin er reyndar frábær, og myndin er rosalega dimm og drungaleg, og myndatakan er mjög góð, einnig fannst mér leikaranir standa sig mjög vel allavega Forest Whitaker sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, hann var mjög góður. En söguþráðurinn er frekar þunnur, og leiðinlegur, fannst mér allavega. En Baltasar sýnir hér samt hversu grimm tryggingarfélögin eru. Þú færð ekki peningana út af þessu og þessu. Og það er líka eins fólk í bandaríkjunum séu alltaf að reyna að fá eitthvað frá tryggingunum með einverju svindli.


Myndin fannst mér ágæt, nema bara því miður söguþráðurinn var ekki nógu góður, sem er mjög mikilvægt, eins og flestir vita. En eins og ég sagði áðan þá var myndatakan góð, leikur góður, tónlisttin líka, og það kom svona inn á milli skemmtileg atriði, en ég var því miður ekki nógu heillaður.



Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kung Fu Hustle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kung fu hustle er stórskemmtileg bardagamynd, sem er svona blanda af Kill bill og looney tunes.

Þetta er náttúrulega ekki mynd sem maður á að taka allt of hátíðlega, bara mynd sem maður leigir með félögunum og hlær sig máttlausan af. Þó svo að vitleysan sé gríðalegg þá er nú samt alvaran líka ekki langt frá, og rómantíkin ekki heldur.


En söguþráðurinn er ekki mikill, þó svo að hann sé til staðan, og meira lagt á flott bardagaatriði og mikla vitleysu.


Eina svona sem fór stundum í taugarnar á mér var hversu mikið var um tölvugerð. Maður sá stundum ketti þarna sem voru tölvugerðir, og svo framvegis. En ég hló nú bara að því, kannski það átti bara að vera ætluninn.


Það er kannski ekki allir sem fíla þessa mynd, vinur minn fannst þetta algjör vitleysa og hló sama sem ekki neitt, meðan ég og annar vinur minn hlógum okkur svoleiðis máttlausa.


En ef þú fílar Kung pow og Shaolin Soccer þá mæli ég eindregið með því að þið takið þessa..

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Butterfly Effect
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin er leikstýrð af þeim Eric Bress og J. Mackye Gruber og skrifa þeir einnig handritið. Aðaleikarar er Ashton Kutcher, sem einnig einn af framleiðendum. Leikstjórarnir voru búnir að leita út um allt af einhverjum til að framleiða myndina sína, en enginn vildi það ekki fyrr en Ashton Kutcher tók hana upp á sína arma. Ég er nú ekki mikill Ashton aðdáandi en hann er nú samt góður í þessari mynd, er að leika allt öðruvísi en í öðrum myndum sem hann leikur í. Ekki þessi ofvirki glaumgosi eins og í öllum myndum hans.




Myndin er lauslega um Evan sem syrgir dauða vinkonu sinnar, og berst hann líka við skelfilegar minningar úr æsku sinni. Á einhvern óútskýrandi hátt kemst hann að því að hann getur ferðast aftur í tímann, tekið sér bólfestu og breytt fortíðinni.


En í hvert skipti sem hann grípur til þess að gera þetta, þá breytist framtíðin bara til hins verra.




Mér fannst myndin mjög góð, ágætis skemmtun, sem var svona jú jú ágætlega vel leikin. Mér til mikillar undrunnar var Ashton Kutcher bara ágætur, jafnvel góður í hlutverki Evan. Og Amy Smart er ávalt fín leikkona, og í þessari mynd var það nú engin tilbreyting. Mér fannst reyndar krakkarnir í sínu hlutverki, það gat stundum verið svona ábótasamur leikur, en samt í heildina sæmilegur. Söguþráðurinn var hins vegar mjög góður, og hann heldur manni alveg föstum við myndina, og í heildina litið er bíómyndin bara mjög góð.




Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dogma
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Dogma kom út árið 1999, og var hún strax orðin mjög umdeild þá, því að hann var mikið að gera grín af biblíunni, eða það sögðu þeir strangtrúuðu, og voru margir strangtrúaðir kaþólikar móðgaðir. En eins og hann sagði í byrjun myndarinnar að þetta væri nú bara grín.








Myndin er lauslega um tvo engla, Loka og Bartleby sem voru reknir úr himnaríki, en nú hefur Bartleby fundið smugu til að þeir gætu komist aftur í himnaríki. Og er það í verkahring Bethany konu sem vinnur á stofu sem sér um fóstureyðingar, það er í hennar verkahring að stoppa þá að komast til himnaríkis. Og fær hún í lið með sér enga aðra en Jay and Silent Bob. Því ef þeir komast til himnaríkis á heimurinn eftir að farast.








Dogma er fjórða mynd Kevin smith, og er hún alveg frábær eins og allar hinar myndir hans, og það er gaman að segja frá því að hann skrifaði handritið á þessari mynd áður en hann skrifaði handritið af Clerks, en vildi ekki gera hana fyrr en hann gæti gert hana með betri tæknibrellum og eitt meiri peninga í hana. Hann ætlaði að gera myndina eftir Mallrats, og þeir sem hafa séð Mallrats þá kemur í endan, You will see Jay and Silent Bob next in Chasing Amy, en það átti upprunnalega að vera You will see Jay and Silent Bob next in Dogma, en Smith fannst hann ekki nógu fær ennþá, til að gera Dogma svo hann frestaði þessu alltaf meira og meira. Svo hann hafði myndina ávalt bak við eyrað.








Myndin er svona svört kómedía, sem já gerir létt grín af þessu öllu saman, þ.e.a.s. biblíunni, og kannski breytir þessu aðeins, og gerir hana bara skemmtilegri, megum nú ekki taka öllu allt of alvarlega.








Þegar það var verið að mótmælendur myndarinnar voru eitt sinn að mótmæla við frumsýningu þessar mynd, slóst Kevin Smith í för með þeim og mótmælti með þeim, og þau hefðu ekki hugmynd um að hann væri leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar.








En í heildina litið er myndin ótrúlega góð, ótrúlega fyndin og bara bráðskemmtileg. Endilega takið þessa ef þið fílið Smith og myndir hans.








Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saw II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Saw 2 er um hóp fólk sem hafa verið læst inn í húsi, sem opnast eftir 3 klst, og inn í þessu húsi er andrúmsloftið mengað af eitri sem að drepur þau á sirka 2 klst, en það er móteitur falið víðsvegar í húsinu og þau eiga að reyna að finna það.

En til þess þurfa þau að læra eitthvað um hvort annað, því að þau eiga víst eitthvað sameiginlegt. Þessi mynd er svona í sama pakka og sú fyrri.


Ég fór á Saw 2 í bíó með miklar væntingar gagnvart henni, man eftir því að þegar ég fór á saw í bíó, þá rétt eftir frumsýningu hér á landi, þá var strax búið að samþykja framhaldið, og ég var lengi að hugsa hvernig væri hægt að gera framhald af svona mynd, án þessa að klúðra því algjörlega. Svo ég var mjög svona forvitinn að vita hvernig þeim myndi takast þetta. Það er einn af sömu handritshöfundum og úr fyrri mynd, hinn handritshöfundurinn var ekki með í för, sá sami og leikstýrði sú fyrri, veit nú ekki af hverju hann neitaði sér að leikstýra saw 2, fannst það kannski jafn asnalegt og mörgum öðrum, að gera framhald af þessari mynd. Þetta var nú líka fyrsta myndin hans, og hann vildi kannski ekki festast í þessum pakka. En þetta eru nú bara getgátur í mér. En engu síður þá eru tveir handritshöfundar sem eru hér að verki, sá sami og í fyrri heitir Leigh Whannell, og sem slæst í för með honum heitir Darren Lynn Bousman, og hann leikstýrir myndinni líka, og gerir það bara ágætlega.


Samtölin í myndinni er svolítið svona wanabe gáfuleg, ef maður notar nú enskusletturnar. Og þeir eru mikið að reyna að vera með rosalega málshátta, hafa kannski horft allt of mikið af myndum með Quentin Tarantino, og halda að þeir geta gert jafn geðveikar samræður og hann. Nei nei, smá djók, þeir eru nú í allt öðrum pakka en sá snillingur.


En spennan er mjög svo til staðar, maður verður mjög spenntur, og þeir eru mjög góðir að halda manni alveg föstum í sætinu. Myndin er alveg snilldar af þreying.


Myndatakan gæti verið flott, þeir eru með mjög hraðar klippingar og svona mikið hraðspólað, sem getur verið mjög flott, bara ekki í svona rosalega miklu magnii, maður var stundum svolítið pirraður, og ég fékk alveg hausverk á þessu.


Í heildina litið er myndin jú eins og ég sagði áðan spennandi, og ágætis afþreying, en að segja að hún sé ótrúlega góð er kannski svolítið djúpt í árina tekið, því að hún hefur ekki tærnar sem sú fyrri var með hælana. Sú fyrri var svo fersk, og eitthvað svona sem maður hafði ekki séð áður. En myndin er samt mjög ógeðsleg á pörtum, og mikið af blóði í myndinni, svo ef þú villt sjá blóð, já áttu eftir að sjá blóð, ó já það mun vera blóð..

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Walking Tall
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kanski svolitið úrelt að fjalla um walking tall. Því að hún kom út fyrir svona hálfu ári síðan, þá á spólu. Jafnvel lengur.


En engu síður ætla ég að gefa henni mína dóma, aðalega því ég var bara rétt í þessu að ljúka við að horfa á hana og er hún því fersk í minninu.


Myndinn er lauslega um Chris Vaughn sem er leikið af the rock(hver skýrir krakkan sinn the rock) sem hefur verið í burtu frá heimabæ sínum í 8 ár, hann hefur verið í hernum, og ætlar sér að setjast að í friðsælum bæ sínum, til frammbúðar, og vinna í myllunni þar sem faðir hans vann í. En nei því miður fyrrum eigandi þessara myllu lokaði henni og opnaði spilavíti. Og með því fylgdi mikið af spillingu og læti. Chris fílar það engan veginn og ætlar sér að grípa til sinna eigin ráða, því hann er víst svo stór og sterkur..


ég reyndar fíla The rock mjög svo, hann er svona gaur sem getur lamið alla, og ég fíla svona myndir sem maður getur setist upp í sófa, fengið sér einn ískaldann, og slappað af og horft á gaur berja svona hundrað mans með berum höndum og al einn.


Þessi mynd er svona í þeim fíling, nema mér fynnst samt einhvernveginn spennan aldrei til staðar. Maður verður aldrei neitt spenntur, því að vondu karlanir eiga eiginlega aldrei séns í The rock í myndinni, svo maður verður aldrei neitt spenntur.


En myndinn var svo sem svona skít sæmileg afþreiging, en ég hef nú séð það betra..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
War of the Worlds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að War of the world sé dýrasta mynd allra tíma..


Þetta er ein af þeim myndum, sem mér hlakkaði rosalega til að fara á í bíó, en svo þegar hún kom, þá einhvern veginn fór ég aldrei. Held að margir hafa lent í því sama..


Svo endaði bara með því að ég tók hana á spólu eða dvd um daginn. Hafði nú ekki miklar væntingar gagnvart þessari mynd, vinir mínir höfðu gefið mér mismunandi álit gagnvart myndinni, sum voru slæm, sum bara svona ágæt, meðan önnur svona fín.

En aldrei var sagt mér að þessi mynd væri frábær..


En ég ákvað að taka hana, var í þannig stuði, að kasta mér bara í sófann og glápa á einfalt afþreiginarefni, sem ég horfi á svona með öðru auganu.


En svo var ekki, hún hélt mér föstum við sjónvarpskjáinn allan tíman.

Þegar ég sá hana bjóst ég við einhverri væmni bandarískri svona klisju mynd, sem forsetinn þarf að bjarga krakkanum sínum, sem er fastur einhverstaðar í klóm geimvera, eða að hann hafði eitt sinn verið í hernum, og ákveður að vera hetja, því hann er forsetinn, og ráðast á geimverurnar sjálfur. Og svo í endann heldur hann rosalega ræðu um hversu frábær bandaríkin eru.


En svo var ekki, myndin er bara um venjulegan fráskilinn faðir, sem fær krakkana sína tvisvar í mánuði. Og þau eru ekkert sátt við það, stjúpinn er frábær gaur, sem á fullt af peningum, svo þau þurfa ekki á pabbanum að halda.


Hann sjálfur, elskar jú alveg börnin sín, en kannski veit ekki alveg hvernig hann á að koma fram við þau, og hvernig hann á að hegða sér í kringum þau.


Og svo koma geimverurnar, og hann gerir sitt besta, til að halda sér, og sínum á lífi.


Mér fannst myndin bara mjög góð, hélt atigli mína allan tíman. Söguþráðurinn er kannski ekkert svona til að hrósa húrra fyrir. En spennan er þó til staðar, og tæknibrellurnar eru yndislegar.

Sést varla að þetta er tölvugert, maður heldur bara að þetta sé að gerast í alvöru..


Ég gef henni 3 stjörnur, vona að ég sé ekki eftir því í framtíðinni..

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Ring Two
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The ring two er leikstýrð af manninum á bak við ringu og ringu 2, Hideo Nakata.

Myndin gerist 6 mánuðum eftir atburð fyrri myndar ring,

Og Rachel og sonur hennar flytja burt frá seatle í úthverfi sem ég er ekki alveg viss hvar er í bandaríkjunum, örugglega einhverstaðar rétt hjá seatle, samt ekki alveg viss.

En eins og flestir vita gerði Rachel copy af myndbandinu ógurlega, og það sem hún gerði sér ekki grein fyrir var að spólan gekk á milli krakka. Og nú er Samara orðin öflugari en nokkru sinni. Og reið, rosalega reið út í Rachel, og er nú búin að finna hana og son hennar.

Hræðileg mynd, því miður, því mér fannst sú fyrri bara mjög góð, þá bandaríska útgáfan. Ég veit að það er ávalt regla að finnast upprunnalega útgáfan betri heldur en copy cat bandarísk útgáfa. En í þessu tilfelli var (þ.e.a.s the ring, ekki ring 2) bandaríska útgáfan, bara mun betri. Var nú líka mjög góður leikstjóri þar á ferð. En nóg um hana, ég er nú ekki að fjalla um the ring, heldur the ring two.

Mér fannst eins og leikstjórinn sem leikstýrði þessari mynd, the ring two, mér finnst eins og hann hafi loksins fengið nóg af peningum til að gera mynd, og notið tækifærið og eitt fullt af peningum í tölvu gerðar tæknibrellur. Sem að mínu mati var mjög mikil mistök.

Söguþráður myndarinnar var alveg hræðilegur, meikaði engan sens, og þessi mynd eiðilagði eiginlega fyrir sú fyrri, því miður, því ég hafði miklar væntingar fyrir þessari mynd.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Garden State
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg






Nýstirnið Zach braff, sem leikur í scrubs þáttunum, leikstýrir og gerir handritið á þessari frábæru mynd. Sem er lauslega um leikara í Los angeles sem hefur lengi forðast þess að fara heim til New jersey og takast á við föður sinni (Ian Holm).

En svo loks fer hann þangað, eftir að móðir hans drukknar í baðkari.


Þarna hittir hann aftur vini sína sem eru mjög svo skrautlegir, og ungri stelpu sem heitir Sam, (Natalie Portman) sem er hefur mjög áhugaverðan persónuleika.

Og myndast mjög sterkt samband á milli þeirra þarna..



Myndin er frumraun leikstjórans, og sé maður að hann hefur átt þessa hugmynd í vasanum í langan tíma, og fengið loksins að láta ljós sitt skína. Og útkoman verður yndisleg.


Natalie Portman, er alveg dásamleg í þessu hlutverki sem Sam, og sannar hún þarna, að hún sé ein af bestu leikkonum í holliwood. Hún er allavega mín uppáhalds leikkona.


Það er kanski ekki mikið sem gerist í þessari mynd, en maður líður samt svo vel þegar maður horfir á hana, og þegar hún er búinn, er maður alveg til í að horfa á hana í svona 3 tíma lengur, eða maður er frekar fúll bara þegar hún er búinn..


Þessi mynd á pott þétt eftir að vera ein af bestu Cult myndum ársins, því að hún sló nú ekki verulega í gegn í kvikmyndahúsum. Var til dæmis bara sýnd hér á landi á kvikmyndahátíðinni sem var núna fyrir sirka ári síðan, og síðan bara sett beint á video og dvd.


Ef þið hafið ekki sé þessa mynd, þá mæli ég mjög mikið með því að þið keyrið, hlaupið eða takið strætó á næstu leigu, og takið ykkur þessa.


Myndin er allavega eitt af mínum uppáhalds myndum..


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mean Creek
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mean creek er eitt af mínum uppáhalds myndum, hún er svo frumleg, og maður sér bara hvað leikstjórinn elskar það sem hann er að búa til, leggur mikinn metnað í það sem hann er að gera. Þetta er fyrsta mynd Jacob Aaron Estes, og ég elska svona frumraunir hjá leikstjórum, því þær eru oftar en ekki svo ferskar..

En nóg með það, myndin er lauslega um þennan unga pilt að nafni sam (Rory culkin) sem er orðin alveg full saddur af barsmíðum skólafélaga sínum George ( Josh Peck)

Þannig að hann, bróðir hans og félagar hans ætla sér að hefna sín á honum, sem á eftir að enda mjög ílla..

Myndatakan er svo falleg, svo venjuleg eitthvað, ekki verið að reina þessar rándýru myndatökur, sem fara jú, mjög oft, frekar í taugarnar á mér. Og umhverfið er svo falleg, held að hún sé tekinn í seatle, þó að ég sé nú ekki alveg viss á því.

Maður heldur oft að þegar krakkar koma saman, þá eiga myndirnar eftir að vera illa leiknar, finnst aldrei jafn pirrandi og þegar það er verið að troða krökkum inn í myndir, sem kunna ekkert að leika, og dregur myndina mjög svo oft niður.

En í þessu tilfelli er það ekki svo, myndin er alveg ótrúlega vel leikin, og verð ég að segja að Rory Culkin sínir hér að hann sé alveg jafn góður leikari og hinir Culkin bræðurnir. Mér persónulega finnst þeir allir mjög góðir leikarar..

En ég gef þessari mynd þrjár og hálfa stjörnu, því að hún er geðveik, ætla nú aðeins að taka mig á í stjörnugjöfum, fjórar stjörnur er fullkomið, 3 og hálf, er mjög svo nálægt því..

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hostel
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Var svo heppinn að komast á frumsíningu hostel, þar sem Quentin tarantino og Eli Roth voru ásamt leikurum og öðrum..:)


Smá spoilerÞessi mynd er um þrjá vini sem eru að ferðast um Evrópu saman, og eru að skemmta sér konunglega saman, þangað til að þeir koma inn í lítin smábæ í Slóvakíu, það hefðu þeir helst átt að sleppa. Spoler búinn..


Mér fynnst á pörtum myndin vera frekar svona´ílla leikin, samt ekkert sem truflaði mig.,ég hafði rosalega gaman af Óla í myndinni sem er ísl og talar svona ísl ensku, og á hann að vera frá íslandi, sem er mjög fyndið því að hann talar stundum íslensku í myndinni, blótar á íslensku og svo framvegis.


Myndinn er alls ekki fyrir viðkvæmar ´sálir, öruglega með því mest brútal myndum sem ég hef séð á æfi minni, það er ekki verið að fela vibjóðinn í henni, og voru margir í bíóhúsunum alveg við það að æla.


Gaman að segja frá því að þegar viðbjóðslegu atriðin gerðust, hló Quentin sig máttlausan, ég sat alveg fyrir aftan hann. Hann hló, og leikstjórinn líka, meðan allir voru bara, vó.. Samt var nú alltaf hlegið og klappað, og skemmti ég mér alveg rosalega á þessari mynd, kanski út af þessu líka. Maður upplifaði myndina kanski aðeins öðruvísi.


En allavega, ég elskaði capin fever, og fannst þessi jú bara ekkert síðri, og tel ég að allir sem fíluðu Capin fever, ættu að sjá þessa. En þeir sem eru viðkvæmir, og fíla ekki svona mikið blóð, og viðbjóð ættu bara að sleppa því að fara á þessa mynd, því að þessi mynd er mjög, mjög, mjög brútal..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Torque
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Torque er eiginlega bara The Fast and the Furious nema bara á mótorhjóli í staðin fyrir bíla. Mjög mikið rip off. Mér fannst myndin í heildina litið bara mjög sorgleg.




Hún er svona spennumynd ætluð krökkum frá 5 ára upp til 10 ára aldri en er samt bönnuð yngir en 16. Mótorhjólin eru reyndar alveg ótrúlega flott, og mótorhjóla atriðin eru flott, eltingarleikurinn er ágætur, og mjög fallegar stelpur, eins og ég sagði, eiginlega nákvæmlega sama formúlan og í the fast and the furious. Mótorhjóla atriðin er því miður eina það jákvæða við þessa hreint út sagt hræðilega mynd. Leikararnir eru alveg hræðilegir, Ice Cube hefur haft sína góðu og vondu frammistöðu í bíómyndum, en aldrei hefur hann verið jafn hræðilegur og í þessari mynd. Martin Henderson er ágætis leikari, en jú jú fínn líka þarna, nema bara svo hræðilega hallærislegur. Svona lélegir brandarar í þessari mynd, aðalpersónan að segja hræðilega brandara, þegar þeir eru á 300 km hraða, á mótorhjólum, og vondu kallarnir með vélbyssur á eftir þeim. Þið vitið hvernig þetta er, maður hefur séð svona myndir öruglega þúsund sinnum áður. Ætlaði að gefa fílu karl, en ákvað að gefa hálfa stjörnu, því að það eru nú fáar myndir sem eiga það skilið að fá fílukarl, en þessi var nú alveg rosalega nálægt því.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Volver
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef ávalt fundist Penélope Cruz léleg leikkona en það virðist sem ég hef haft rangt fyrir mér, því það virðist sem hún sé alveg frábær leikkona, held að það sé enskunni að kenna að mér hefur ávalt fundist hún ekki nógu góð í enskum myndum, en svo sá ég mynd sem heitir Todo sobre mi madre eða á íslensku allt um móðir mína, og hún var alveg frábær í henni, stuttu síðar fór ég á Volver í bíó, sem er núna að klárast á kvikmyndahátíðinni og já hún var alveg frábær í þessari mynd, ég sá hana bara algjörlega í nýju ljósi, hún er svo flott þegar hún talar spænskuna og nær bara að tjá sig á allt öðruvísi hátt og leikur því mun betur í spænskum myndum heldur en þeim ensku, sem er líka ekkert skrítið því spænska er hennar aðal tungumál, og það er ekki langt síðan að hún kunni sama sem ekkert í ensku.

Volver í heild sinni er bara falleg, skemmtileg, fyndin og bara hugljúf mynd um tvær systur sem hafa mist móðir sína og föður í bruna, sem gerðist í heimabæ þeirra í spáni.

En svo fer önnur systirin sem er leikin af Lola Dueñas að sjá móðir sína, sem kemur til hennar og ætlar sér að hjálpa henni með hennar vandarmál í daglegu lífi.

Þó Penélope Cruz er frábær, þá er líka aðrir leikarar frábærir, sérstaklega Lola Dueñas sem er alveg frábær í hlutverki eldri systir hennar, og Lola Dueñas sem lék móðir þeirra, hún er líka frábær, þessi mynd er bara saman safn af frábærum leikurum og já frábærum leik. Maður líður bara svo vel þegar maður horfir á þessa mynd, þó svo að hún er líka sorgleg, þá er hún um leið bara svo mannleg, að það er ekki annað hægt en að elska þessa mynd.

Leikstórinn á bak við þessa mynd er enginn annar en Pedro Almodóvar sem færði okkur frábærar myndir eins og Todo sobre mi madre, Mala educación, La, Carne trémula og Hable con ella sem eru allar yndislegar, svo ef þið kannist við þær og hafið séð þær, þá verðið þið alls ekki fyrir vondbrigðum með Volver.

Algjörlega frábær mynd fyrir alla fjölskilduna, þig líka.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Million Dollar Baby
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Leikstjórn: Clint Eastwood


Handrit: Paul Haggis (screenplay)


Saga eftir F.X. Toole.


Myndin er lauslega um gamlan boxþjálfara Frankie Dunn (Clint Eastwood ) sem á lilta æfingarmiðstöð ætluðum boxurum. Þar dúsa allavega fólk, sem eiga þann draum að vera hinir bestu boxarar.


Svo er það vinur hans, Eddie sem er leikin af snillingnum Morgan freeman, sem dúsir þarna með honum. Skúrar gólf, og gefur gáfulegar leiðbeiningar og svör. Svona eins og er oft í bíómyndum, kemur með svona góðan málshátt inn á milli.


Svo einn daginn labbar ung stúlka (Hilary Swank )inn í salin, og vill að Frankie kennir sér box. Og þá byrjar sko myndinn að rúlla.


Vill nú ekki fjalla allt of mikið um myndina, vill alls ekki eiðileggja fyrir neinum.


Myndin fannst mér mjög góð, frábærlega leikin af Hilary Swank og bara öllum.

En ég er bara búinn að sjá það núna að Hilary swank er bara með þeim bestu leikonum í Holliwod í dag. Komin á alveg sama skala og Nicole Kidman og Julia Roberts, þó svo að ég hef alltaf hatað Juliu Roberts, en hún er virt í bransanum og á víst að vera mjög góð.


Og svo að manninum á bak við myndina, sjálfum Clint Eastwood. Hann leikstýrir myndinni snildarlega. Svolítið lík myndataka og á Mystic River. Frekar hæg myndataka, ekki á mikilli hreifingu.


Eina sem fór í mig er hversu gamall Clint Eastwood er orðinn, þó svo að hann er en sprækur sem lækur þá fynnst mér kanski að hann ætti að hætta bara að leika og snúa sér engöngu að því að leikstýra. En það er nú bara mitt álit.


Þessi mynd er á dramantísk, þó anskoti fyndinn svona á köflum. Mjög sterkt samband á milli Frankie og stúlkunar, það sér maður alveg strax.


En allavega, mér fannst myndin helvíti góð , Þessi mynd kom mjög skemmtilega á óvart, ég hélt að hún væri ekki svona góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
American Beauty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er leikstýrð af Sam Mendes og handritið gerir Alan Ball sem færir okkur einnig hinu geisi vinsælu þætti six feet under. Myndin er lauslega um fertugan mann sem er staddur á tímamótum í lífinu. Hann er orðin leiður á þessu lífi sem hann lifir í og vill breyta til. Honum finnst konan sín líflaus, og hugsar ekki um neitt annað en að græða meiri og meiri peninga, honum þykir meira varið í vinkonu dóttir hans heldur en dóttir sína sjálfa. Og hann vill gera eitthvað í málinu. Og hann gerir það svo sannarlega. Þessi mynd er alveg frábær og mæli ég eindregið með henni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sideways
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

: Leikstýrð af Alexander Payne sem sló í gegn með myndina About Schmidt sem mér fannst mjög góð. En þessi mynd er töluvert betri, eða mér finnst það allavega. Hún er bikt á skáldsögu eftir Rex Pickett en Alexander gerði líka screenplayið. Myndin er lauslega um tvo vini sem fara í vikuferðalag saman áður en annar þeirra gengur í það heilaga. Einn vinurinn langar bara að fara að smakka vín og borða góðan mat, en hinn vinurinn hefur nú önnur plön. Þetta er alveg bráðskemmtileg mynd. Hún er frekar ný og gaman að segja frá því að hún er tilnefnd til óskarsverlauna þetta árið. Ættu nú flestir að vita það.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Memento
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er rosaleg. Ég rakst bara á hana á myndbandaleigu, og vissi svo sem ekki mikið um þessa mynd, en ákvað bara að skella mér á hana. Og var alls ekki fyrir vondbrigðum. Ég hef reyndar bara séð hana einusinni, og held ég að ég ætla ekki að sjá hana aftur í bráð, kannski eftir svona 20 ár. Og þeir sem hafa séð hana ættu nú að skilja af hverju, og þeir sem hafa ekki séð hana ættu endilega að taka hana og vita af hverju.

Myndin er leikstýrð af Christopher Nolan sem er núna að leikstýra nýju batman myndinni, batman begins. Mér langar nú ekki að segja neitt um hvað þessi mynd er aðalega út af því að það er ekki gaman að sjá þessa mynd og vita um hvað hún er.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Romeo Juliet
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær útfærsla á meistaraverki William Shakespeare. En það er gaman að segja frá því að sumir menn halda að Shakespear hafi ekki verið einn maður heldur leikhópur eða margir menn sem hafa skirfað bækunar undir dulnefninu William Shakespeare en það hefur nú ekkert verið sannað. Bara svona smá fræðslumoli.


Myndin er leykstírð af leikstjóranum sem færði okkur myndina Moulin Rouge sem kom reyndar út á eftir þessari mynd, eða árið 2001. Og var þetta önnur myndin hans. En hann gerði annað meistarastikki árið 1992 sem heytir Strictly Ballroom.


En myndin fynnst mér mjög góð, rosalega gaman að sjá hana í svona nútíma búningi. Myndin er svolítið svöl, þeir með skammbyssur, og berjast þannig á milli ætta.


Myndin er um Romeo og Juliet sem meiga ekki verið saman, því að þau eru í sitthvoru fjölskildunni, eða klíkunni sem eru herkióvinir. En það stoppar þau ekki, og gera þau hvað sem er til að vera saman.


En þessi mynd er alls ekki fyrir alla, aðalega út af því að þau tala í ljóðamáli og sumir fynnast það annað hvort drep fyndið eða drep leiðilegt. . En mér fynnst rosalega gaman að horfa á svona. Þetta er svo flott..


Ég gef myndinni allavega alveg 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Envy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mynd með þeim ben stiller og Jack Black. Myndin er um þá. Þeir lifa frekar einföldu lífi, vakna á morgnanna, fá sér morgunmant, mæta í vinnu saman koma heim og fara að sofa. Alltaf svona nokkurn vegin það sama. En svo einn daginn þá fattar Jack black eða í myndinni heitir hann Nick Vanderpark, upp á þeirri hugmynd að spreyja á kúk, og innan mínotu hverfur hann. Ben stiller eða Tim Dingman eins og hann heitir í myndinni hefur nú ekki mikla trú á kallinum. Spyr hann hvert kúkurun fer, getur ekki verið að hann hverfur bara. En svo einn veðurdag tegst Nick að búa til spreybrúsa sem lætur hundaskít hverfa. Og græðir alveg marga miljónir. Tim verður mjög övunsjúkur og kinnist the J - man eða Cristopher Walken, og hann eitrar Tim með mörgum af sínum skrítnu hugmyndum. Mér fannst myndin ekki nógu góð, aðalega út af því að það gerist sama sem ekki neitt í þessari mynd, allavega ekkert merkilegt. Þetta er allt frekar fyrirjáganlegt. Þess vegna gef ég bara myndinni eina stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Girl Next Door
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg



Leikstjóri: Luke Greenfield


Handrit: David Wagner (story og screenplay)

Brent Goldberg (story og screenplay)

Stuart Blumberg (screenplay)


Leikarar: Emile Hirch, Elisha Cuthbert, Timothy Olyphant, Chris Marquette og Paul Dano.



Myndin er um ungan strák (Emile Hirch ) sem hefur gengið vel í skólanum, er efstur í sínum árgangi, og hefur mjög bjarta framtíð fyrir sér. Hefur fengið ingaungu í mjög góðan háskóla. En það er eitthvað sem vantar í lífið hans, hann hefur aldrei gert neitt villt, aldrei lifað lífinu.

En þegar ung stúlka (Elisha Cuthbert) flytur í næsta hús við hann, á margt eftir að breytast. Hún er villt, og hefur gert margt villt um ævina. Og hann fellur svoleiðis kylli flatur fyrir henni.


Hún lætur hann gera margt villt, og kemur honum í frekar mörg vandræði. T.d skrópar hann í tímum í skólanum, sem hann hafði aldrei dottið í hug að gera, og syndir í sundlaug skólastjórans og svo margt fleira.



Ég tók þessa mynd upprunnalega út af því að Elisha Cuthbert leikur í henni, og finnst mér persónulega hún vera sú fallegasta holliwod stjarnan sem ég hef séð.

Hélt nú að þetta væri nú ekki mynd upp á marga fiska, en ég hafði rangt fyrir mér því að þessi mynd var alveg þræl góð. Mjög fyndin.


Ég hélt upprunnalega að þetta væri svona rómantísk unglinga mynd, þó svo að hún sé það á mörgu leiti, þá er myndin svona í grófari partinum. Mikið af grófum bröndurum, og sést andskoti mikið í brjóst og nakta kvenmenn. En því miður sést ekki í brjóstin á Elisha Cuthbert, og var ég fyrir miklum vonbrigðum, þó svo að ég bjóst ekki við því að það mundi sjást. En maður verður að lifa í voninni.


Myndin er mjög góð á pörtum, en svo byrjar hún svolítið að dala niður í miðri mynd, og verður svolítið dramatísk, en svo lyftist hún aftur upp og verður svona fyndin en svo aftur dalast hún niður. Þetta gengur svona í svolítinn tíma, og finnst mér persónulega myndin vera aðeins of löng. Hún er næstum tvær klukkustundir, eða 1 klst og 52 mínotur. Og finnst mér það einum of langt fyrir svona bíómynd.


En engu að síður ágætis af þreigind og held ég að flestum eigi eftir að hafa gaman af.


Ég ætlaði að gefa myndinni tvær og hálfa stjörnur, en ætlaði að lyfta henni upp um þrjár stjörnu, því að Elisha Cuthbert leikur í henni, en svo ákvað ég að gefa henni bara tvær og hálfa stjörnur því að gaurinn er alltaf að kyssa hana, og maður verður frekar pirraður á því, kannski maður öfundar hann ég veit ekki. En ég ætla því bara að gefa henni 2 og hálfa stjörnur.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saw
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Leikstjóri: James Wan


Handrit: James Wan (story)

Leight Whannel ( story / screenplay)




Saw er frumraun ungra kvikmyndagerðamanna sem eru ný búnir með kvikmyndaskóla í ástralíu. Og hafa verið fyrir mikil áhrifum frá David Lynch því að stílbrögð þeirra á þessari mynd er mjög lík handbrögðum David Lynch. Það er allt í lagi að herma eftir en sumir finnast þetta einum of. Þeir sem fíla David Lynch og sjá síðan þessa mynd ættu að fatta hvað ég er að meina..


En mér fannst þeim bara takast vel með þessa mynd.



Myndin er lauslega um morðinga sem reyndar drepur ekki fórnalömbin sín heldur setur þau í mjög erfiðar aðstæður, og hræðilegar að þær neyðast til að drepa eða drepa sjálfan sig. Myndin byrjar að það eru tveir menn sem eru fastir n í herbergi, og vita svona nokkurn veginn ekki hvernig þeir komust þangað. En smá saman fara þeir að kynnast hvor öðrum, og byrja að raða saman atburðum sem þeir hafa verið vitni að, og kemur í ljós að þeir eiga eitthvað sameiginlegt. Þeir komast að því að það er nú ekki alveg það sem sýnist, og eiga svolítið erfitt með að treysta hvor öðrum.




Myndin byrjar eins og skot, þoli ekki mynd sem er svona hálfnuð og ekkert hefur gerst. En það á ekki við með þessa mynd, þessi mynd gerist eins og skot. Og mér líkar það mjög vel.


Ég hef heyrt á mörgum stöðum að þessi mynd sé alveg rosalega ógeðsleg, get nú ekki verið alveg sammála þeim. Jú hún er svo sem ógeðsleg, en ég hef nú séð þær verri. Það sem er samt svolítið bringlað eru hugmyndirnar hjá morðingjanum. Þ.e.a.s aðstæðurnar sem hann setur fornalömbin í. Og finnst mér James Wan og Leight Whannel með frekar shick hugmyndir. Því að aðstæðurnar eru frekar shick.


En mér fannst myndin mjög góð, vel skrifuð og leikstýrð. Þó svo að leikurinn í myndinni getur stundum verið svolítið ansalegur, þá er hann samt ágætur í heild sinni.


Maðurinn sem fer með eitt að aðahlutverkunum í þessari mynd heitir Cary Elwes. Og hef ég aðalega séð hann í svona grín og dellumyndum eins og t.d Liar Liar og Robin Hood: Men in Tights og þegar maður sér hann í svona alvarlegu hlutverki eins og þessari þá verður maður svolítið ruglaður. Því að oft þá hló ég af honum í þessari mynd, á atriðum sem áttu alls ekki að vera fyndinn. Því að ég persónulega hef ekki séð Cary Elwes leika mikið alvarleg hlutverk eins og þessi, og leið mér stundum svolítið kjánalega þegar ég sá hann í þessu hlutverki.


En það er nú bara gaman að því.


Persónulega fannst mér þessi mynd mjög góð og ætla ég að gefa henni þrjár stjörnur af fjórum. Og þeir sem ekki hafa séð þessa mynd endilega farið á hana í bíó. Ég held að þið eigið ekki eftir að vera fyrir vond brigðum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Big Fish
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Leikstjóri Tim Burton

Handrit: Daniel Wallace (novel)

John August (screenplay)



Þessi mynd er lauslega um son sem er vill læra meira um föður sinn sem er að deyja úr langfarandi veikindum. Vill læra um hinn rétta föður, því að faðir hans hefur bara sagt honum sögur, sögur um æsku sína og það sem hann er að gera meðan hann er í burtu, sem sonurinn er alveg hættur að trúa.


Þessi mynd er leikstýrð snillingnum Tim Burton (Batman, Edward Scissorhands, Sleepy Hollow og margar aðrar myndir) Og þeir sem hafa séð myndirnar eftir Tim Burton ættu að vita að hann er með sérstakan stíl á bíómyndum, myndinar hans eru oft mjög dymmar, mikið af svörtum litum, en samt svona inn á milli koma þessir skæru litir, eins og rauður og grænn og svona. T.d í Sleppy Hollow þegar það spítist blóð á Johnny depp, þá er blóðið alltaf mjög áberandi, rosalega rautt. En myndin sjálf er mjög dymm.

En með big fish þá er eins og hann sleppir þessu, því að myndin er mjög björt og rosalega litrík.


Big fish er alveg mögnuð mynd, eða mér fynnst það allaveg. Eitt af mínum uppáhalds myndum. Hún er svo hjartnæm, maður líður svo vel þegar maður horfir á hana.

Ewan Mcgregor er hreint út sagt magnaður í myndinni, leikur sinn karater rosalega vel, eins og bara alltaf, hann er frábær leikari.


Ég þori að viðurkenna að þessi mynd er svolítið sérstök, og sumir eru kanski ekki alveg sammála mér þegar ég segi að þetta sé eitt af bestu myndum sem gerðar voru árið 2003.


En sögunar sem maðurinn segir í myndinni eru rosalega góður og maður fynnst bara svo gaman að horfa á þessa mynd. Ég mæli allavega eindregið með henni..


Mín uppáhalds mynd eftir Tim burton þó svo að hann hefur gert snildar myndir eins og Batman og Edward Scissorhands þá fynnds mér big fish betri.


Endilega ef þú hefur ekki séð þessa mynd þá mundi ég taka hana í þínum sporum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cheers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Donnie darko er lauslega um ungan og ringlaðan dreng sem talar við vin sinn Frank sem er alltaf í kanínubúning. Frank á víst að vera ímyndaður en ég persónulega held að svo er ekki. Margir sammála eflaust sammála mér í þessum efnum. Kanínan segir honum að gera ýmsa hluti. Margir segja að þetta sé rosalega flókin mynd, og ég er einn af þeim.. Þessi mynd er alveg rosalega flókin. En ég hef lesið mér um þessa mynd, og er með margar kenningar, ásamt mörgum öðrum. Ég held að Donnie darko sé ekki mennskur, hann er eitthvað meira. Það kemur oft fram í myndinni. T.d segir kærasta hans að hann sé nú ekki súperhetja, þá svarar hann ‘’ hver segir að ég sé það ekki’’ Svo einusinni er hann að tala við kanínuna í búningnum, og þá segir hann við kanínuna.. ‘why are you wering this stupid bunny suit’’(ísl: af hverju klæðist þú þessum asnalegu kanínu fötum) þá segir kanínan (frank) why are you wering this stupid men suit´´..(ísl: af hverju ertu að klæðast þessum skrítnu manns fötum.. Þessi atriði gefa svona smá til kinna að Donnie darko sé eitthvað meira en manneskja, eitthvað æðra. En það kemur svo sem ekki fram í myndinni. En þetta er eitt af flóknustu myndum sem ég hef séð, og einnig eitt af mínum uppáhalds myndum. Alveg rosalega góð. Það er gaman að segja frá því að Richard Kelly, maðurinn sem skrifar og leikstýrir myndinni er aðeins 29 ára gamall. Og fékk hann aðeins 9000 dollara eða 690.000 kr fyrir að skrifa og leikstýra þessari mynd, og var hann aðeins 1 mánuð að gera þessa mynd srka.. En þessi mynd er alveg rosalega góð og ég mæli eindregið með því að þið takið þessa mynd ef þið hafið ekki séð hana, og þó svo að þið hafið séð hana þá ættið þið samt að sjá hana, því að það er alltaf eitthvað nýtt sem þið komist að þegar þið horfið á þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ken Park
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin er lauslega um nokkra unglinga, sem hafa það frekar erfitt, og um sjúku hugsanir þeirra. Ég ætla aðeins að segja ykkur um hvern einstakling áður en ég fer meira í myndina. Ken park er strákur sem kemur myndinni svo sem ekkert mikið við, kemur aðeins í byrjuninni en svo ekkert mikið meira.. Hann er mjög þunglyndur strákur, sem á mjög erfitt eins og allir í þessari mynd. En hann er oft strítt yfir því að nafnið hans afturábak er krap nek. Shawn er strákur sem er strákur sem er á krossgötum í lífinu, hann er með kærustu en heldur meira upp á mömmu hennar. Og þau hafa mjög náið samband, hann og mamma kærustu hans. Tate er strákur með mjög saurugar hugsanir, hann býr hjá ömmu sinni og afa, sem vilja allt fyrir hann gera, en hann hatar þau. Hann á 3 lappa hund sem geltir og geltir, og það fer alveg rosalega í taugannar á honum. Peaches er alin upp hjá mjög strangtrúaða föður sínum, sem virðist vera mjög góður maður, en svo kemur í ljós að hann er rosalega sjúkur. Hún er rosalega lauslát, og vill alveg það öfuga við það sem faðir hennar er að reyna að ala hana upp við. Sem er sýnt mjög náið í myndinni. Claude er mjög góður strákur, eða mér sýnist það allavega þegar ég horfði á þessa mynd. En hann er alin upp alveg hræðilega. Pabbi hans hatar hann, og er alltaf að gera honum lífið leitt. Og Claude stendur þarna bara og gerir aldrei neitt. Maður vorkennir honum svolítið í þessari mynd. En jæja nú er ég búinn að fara yfir svona þá krakka sem koma mest fyrir í myndinni. En mér fannst þessi mynd svona persónulega ekki nógu góð. Þetta átti svona að vera áhrifa mynd en hafði nú samt engin áhrif á mig. Lary klark sem er maðurinn á bakvið þessa mynd, hann er með unglinga á heilanum, hann hefur bara gert myndir um unglinga, eins og t.d Kids, bully,og svo another day in paradise . Og ég hef líka séð kids, og hún átti líka að vera svona áhrifa mynd, en ég er mjög hræddur um að hún hafði alveg öfug áhrif. Það er nú samt gaman að segja frá því að Lary Klark vann til virtra kvikmynda verlauna aðeins 18 ára gamall. (man ekki hver þau voru) En nú er ég alveg komin út fyrir efnið. Ken park er svona í grófari kantinum og þetta er ekki svona mynd sem þú ættir að horfa á með fjölskildu þinni. Það er mikið af grófum atriðum sem alveg eins mátti sleppa, því að þau komu sjálfri myndinni ekkert við. En þetta var nú samt mjög góð sölubrella, því það er eins og fólk vill láta sig vera misboðið. Ég fór allavega á þessa mynd upprunalega út af því að ég heyrði að hún væri ógeðsleg og að það voru sum atriði þarna langt frá öllum siðferðis mörkum. En myndin er því miður ekki góð, burt frá öllum þessum grófu atriðum, þá er ekkert sem gerist í þessari mynd. Það er engin söguþráður. Það er eins og handritshöfundarnir settust niður og gerðu handritið á svona 5 mín og svo bara leikið á fingrum fram þegar myndin var síðan gerð. Ég allavega mæli alls ekki með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Boondock Saints
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er alveg rosaleg mynd, eitt af mínum uppáhalds myndum,, takið þessa núna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
I, Robot
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vinur minn dró mig á þessa mynd, er ég nú ekki mikill Will smith aðdáandi, finnst hann eiginlega hund leiðinlegur. Er alltaf þessi töffari sem segjir einhvern voða brandara þegar hann er nær dauða en lífi. í þessu tilfelli er það alveg eins, hann er bara eins og hann er alltaf í öllum sínum myndum.


En ég var samt ekki fyrir vondbrigðum þegar ég sá þessa mynd, var búinn að búast við myklu verri og væmnari mynd. Samt var svolítið klisjulegur endir sem fylgja bara svona myndum.. >>En samt er þetta ágætis afþreiging. ég allavega sá ekkert eftir því að fara á hana í bíó..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gothika
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Gothika, hmm hvað get ég sagt, jú líleg hrollvekja sem er að reyna að feta í spor What Lies Beneath og sixth sense, en því miður nær því ekki. Þessi mynd er svo fyrirsjáganleg að það er ekki venjulegt.


Hún byrjar svona á fínu róli, nokkur svona bregðu atriði, en svo í myðri mynd klúðrar leikstjórinn og handritshöfundurinn þessu alveg.. Myndinn verður svo hrá og leiðileg að það er bara ekki eðlilegt.. Verð bara að segja eins og er, þessi mynd er eitt af leiðilegustu myndum sem ég hef séð.


Fílukall og ekkert annað...

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stuck on You
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hmm já þessi mynd er nú alveg ágætis afþreing. Betri en viðbjóðurinn Shallow hall sem mér fanst ein versta mynd farrley bræðra.. En þessi mynd er lauslega um bræður sem eru fastir við hvorn annan, en einn vinnur við að flippa borgurum en hinn er að reina við sig í kvikmynda bransanum.


Þessi mynd er svona fyndinn á köflum en samt altaf svona sami brandarinn út í gegn, alltaf að mjólka þennan brandara um að þeir séu fastir svaman og svona..


Þetta er ekkert dumb and dumber..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mr. and Mrs. Smith
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mr and mrs smith er frá leikstjóranum sem færði okkur the bourne Identity, Go og Swingers (Doug Liman).


Og allar þessar myndir finnst mér mjög svo góðar.


Heitar ástarsenur með þeim Brad Pitt og Angelina Jolie eru mjög góðar, og maður sér þarna eins og oft áður í myndum Angelinu hversu ótrúlega myndarleg hún er. Ég hef heyrt einhverstaðar að hún ætli sér að draga sig úr kvikmyndum, ætlar sér víst að einbeita sér að fjölskilduni, eða ég las það einhverstaðar.


Myndin er lauslega um hjónin Jane Smith og John Smith, þau hafa verið gift í nokkur ár, og má nú segja að þessi kynferðislegi eldur á milli þeirra sé alveg við það að slokkna. Og ekki nóg með það þá vinna þau bæði sem leigumorðingjar, og mega ekki segja neinum frá því, ekki heldur hvor öðrum. En svo fá þau bæði, það verkefni að drepa hvorn annan, og þá byrjar sko boltinn að rúlla.


Myndin finnst mér ágætis af þreying, en verður samt svolítið langdreginn, finnst myndin vera aðeins of löng. En eins og Doug Liman er frægur fyrir, þá er spennan til staðar, og slagsmálaatriðinn raunveruleg, og flott.


En mér fannst myndin samt ekkert ótrúlega góð, en jú jú ágætis afþreying, sem ég mæli svo sem alveg með að þið takið, með popp í skál, þegar það er mikil rigning úti, og þið viljið bara hanga undir sæng, og horfa á svona fyndna spennumynd, með rómantísku ívafi..

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei