Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Domino 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. janúar 2006

I Am a Bounty Hunter

127 MÍNEnska

Myndin er byggð á sannri sögu Domino Harvey, dóttur kvikmyndaleikarans Laurence harvey. Þreytt og leið á félagslífinu í Los Angeles, þá ákveður hún að yfirgefa glanslífið, og gerast mannaveiðari. Hún gengur í lið með hinum gamalreynda Ed Moseby og hans gengi, og nær mikilli færni í faginu. En það versnar í málinu þegar grímuklæddir menn ræna brynvarinn... Lesa meira

Myndin er byggð á sannri sögu Domino Harvey, dóttur kvikmyndaleikarans Laurence harvey. Þreytt og leið á félagslífinu í Los Angeles, þá ákveður hún að yfirgefa glanslífið, og gerast mannaveiðari. Hún gengur í lið með hinum gamalreynda Ed Moseby og hans gengi, og nær mikilli færni í faginu. En það versnar í málinu þegar grímuklæddir menn ræna brynvarinn bíl, og áður en langt um líður hefur mafían, klikkaður sjónvarpsframleiðandi, alríkislögreglan og langveikt barn, flækst í málið.... minna

Aðalleikarar

Keira Knightley

Domino Harvey

Mickey Rourke

Ed Mosbey

Delroy Lindo

Claremont Williams

George Lazenby

Lateesha Rodriguez

Lucy Liu

Taryn Miles

Macy Gray

Lashandra Davis

Shondrella Avery

Lashindra Davis

Dabney Coleman

Drake Bishop

Jared Dorrance

Burke Beckett

Jacqueline Bisset

Sophie Wynn

Dale Dickey

Edna Fender

Michael Apted

Locus Fender

Tom Waits

Wanderer

Charles Paraventi

Howie Stein

Michael Papajohn

Cigliutti Goon (uncredited)

Guy Doleman

Bishop Goon #1

T.K. Carter

Lester Kincaid

Leikstjórn

Handrit


Domino er nákvæmlega eins og treilerinn, það er engin viss stefna né neitt sögumarkmið sett fram, fyrir utan trilljón smásögur sem eru troðið inn við og við þá hefur kvikmyndin lítið að segja fyrir utan það að það hafi verið til kona sem kallaðist Domino Harvey sem var mannveiðari. Kannski er ég þó að misskilja myndina gersamlega, mögulega þá var það aðeins þessi ofgerði Tony Scott stíll sem angraði mig, mér leið eins og þessi stíll væri þarna til þess að gera það ljóst að ÞETTA ER TONY SCOTT MYND!. Ég hef reynt að skapa einhverskonar tilgang bakvið myndina, rétt eins og treilerinn gaf í skyn þar sem Keira Knightley sagði þessa sömu setningu 533 skipti My name is Domino Harvey, I am a bounty hunter. Eftir tvo klukkutíma af Domino þá kemur þessi setning fram sem lokaorð myndarinnar, ég er ekki alveg viss hvort Richard Kelly handritshöfundurinn gleymdi að skapa einhvern endi eða hann hreinlega stóð sig ekki vel. Fyrri útskýringin gæti staðist þar sem hann hefur víst tímabundið minnisleysi. Það er ekki margt sem gefur Domino þessar tvær stjörnur, góðir leikarar og skemmtilegur húmor hjálpaði til þess. Varast þarf þó myndina útaf sínum ofgerða stíl, það er svo oft klippt og skapað brengluð umhverfi gegnum óendanlegar linsur og filtera að ég fann fyrir heilablóðfalli við lok myndarinnar. Eina ástæðan sem ég finn fyrir að sjá Domino er annaðhvort að maður hefur sterka sjálfseyðingahvöt eða á einhverju sýrutrippi því Domino hefur mikið af sýru til þess að sýna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Virkilega leiðinleg og hallærisleg þvæla frá Tony Scott um titilpersónuna sem Keira Knightley leikur og hálfvitalega og ruglningslega sögu hennar sem mannaveiðara. Domino er mynd sem vill vera svo sniðug en er aðeins stefnulaus og tilgangslaus og svo yfirgnæfandi hallærisleg að manni verður bara flökurt af að horfa á þetta. Karakter Knightley's er víst sannsöguleg og ætla ég nú bara að vona að sú manneskja hafi verið eitthvað áhugaverðari en þetta illa skrifað hlutverk. Það sem böggar mig samt verst við þessa mynd er það að Richard Kelly maðurinn sem gerði meistaraverkið og klassíkina Donnie Darko hafi virkilega skrifað handritið, getur það verið? En jæja, Domino sem heild er kannski ekki alslæm, Mickey Rourke kemur þarna sterkur inn og virðist vera eini leikarinn í myndinni sem lætur hallærið ekki setja blett á sig. Þegar ég hugsa um það þá er það kannski aðallega myndatakan og hljóðklippingin sem eru svona hallærislegar. Annað t.a.m. hasarinn er svona alltílæ. Hver eru svo lokaorð mín um Domino? Hún er misheppnuð og alls ekki þess virði að sjá. Ein stjarna frá mér fyrir einn og einn kost.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.03.2021

Brot með flestar Eddutilnefningar

Sjónvarpsþáttaröðin Brot fær fimmtán tilnefningar til íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlauna Eddunnar og flestar allra. Kvikmyndin Gullregn fær tólf tilnefningar og Ráðherrann sjö talsins. Stöð 2 fær alls...

06.03.2020

Engin Hildur á Eddunni - Hvítur, hvítur dagur með flestar tilnefningar

Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2019 voru kynntar í hádeginu og það er dramedían Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason sem hlaut flestar tilnefningar. Myndin er meðal annars tilnefnd sem kvikmynd ársins, fyrir handrit...

03.06.2019

Bond...James Bond x 24

Bond mynd nr. 25 er á döfinni og til stendur að frumsýna hana 8. apríl árið 2020. Allt frá 1962 hefur þessi njósnari á vegum hennar hátignar trekkt að og haldið dampi þrátt fyrir miklar þjóðfélagslegar breytingar, byltingu í...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn